Vikan


Vikan - 11.01.1990, Side 17

Vikan - 11.01.1990, Side 17
að dansa í Kaupmannahöfh. Þar var besta aðstaðan í ferðinni, allt til fyrirmyndar. Gagnrýnin var ekki heldur öll slæm, við fengum líka góða dóma. Finnsku dómar- arnir voru til dæmis ágætir. íslenskir gagn- rýnendur eru aftur á móti hræddir við að segja sína meiningu enda oft fólk sem ekki veit nægilega mikið um ballett. Rétt er að íslenski dansflokkurínn er ennþá aðeins hópur á uppleið og dansar- amir mjög misjafnlega hœfir. Hvemig má annað vera? En dansaramir níu tróðu upp með innhverfri og samanbitinni al- vöru sem ekki var hœgt annað en að hríf- ast af. Þori þeir einhvem tímann að Ijúka upp ogsýna sig munu áhrifin verða ennþá sterkari. (Þýtt úr Berlinske Tidende. Erik Aschengreen; 17. ág. ’89.) Við heyrum utan að okkur að fólk hér vill gjarnan sjá klassísk verk. Flokkurinn er bara ekki nógu stór til þess að sýna stóru verkin. Þó væri hægt að sýna þau ef þau væru sniðin að okkar aðstæðum. í það minnsta mætti sýna hluta úr þeim. Þjálfun okkar er byggð á klassískum grunni og tæknilega eigum við að geta dansað slík verk. En til þess þarf einnig lifandi tónlist og við fáum sjaldan leyfi til að hafa Sinfón- íuna til undirleiks. Tónlistin skiptir svo miklu máli. Það sást meðal annars þegar við sýndum „Ég dansa við þig“ eftir Jochen Ulrich. Þar þurfti þó ekki mörg hljóðfæri eða raddir til. Nú er „Pars pro toto„-hópur- inn að reyna fýrir sér með svona samspil hljóðfæra, dansara og leikara. Það sem sá hópur er að gera er mjög jákvætt. Hópur- inn reynir að skapa sér fleiri verkefrii og nota mikið íslenskan efnivið. Það er gott. Aðsókn að sýningum hjá okkur hefur verið misjöfn. Stundum höfum við verið með sýningar fyrir fullu húsi og svo þurft að hætta. Stundum erum við með karl- dansara eða leikmyndir að láni tímabund- ið. Það hefur líka komið fýrir að íslenski dansflokkurinn hefur verið látinn víkja fyr- ir leiksýningum sem síðan hafa verið sótt- ar misjafhlega vel. Gagnrýni á ekki alltaf að skrifa út frá heimsmœlikvarða. Einmitt vegna þess að við eigum sjálf einn af bestu ballettflokk- unum höfum við alveg ráð á að vera vel- viljuð í afstöðu okkar til annarra flokka og að taka tillit til aðstœðna sem þeir verða að geta staifað við. Sé það gert verð- ur jafnvel ballettgagnrýnandi að viður- kenna að frammistaða íslenska dans- flokksins var bceði áhugai >erð, falleg og til- komumikil. (Þýtt úr Politiken. Holger Nielsen; 25. ág. 89.) — Margir dansaranna hafa verið með al- veg ffá upphafi. Hvað gerist þegar þeir hætta? Já, það er nú einmitt eitt vandamálið varðandi þessar fáu stöðuveitingar. í raun- inni þyrftum við að hafa nemendasamn- inga þar sem nýtt fólk væri þjálfað upp ein- hverjum árum áður en gert er ráð fyrir að dansari hætti þannig að það skapaðist stöðugt rennsli. Við höfum alls ekki efhi á að missa neinn með reynslu út. Þeir sem eldri eru geta miðlað þeim yngri af ■ Fæðan skiptir miklu máli fyrir okkur. Það skiptir máli að við geislum af orku þegar við dönsum, ekki síður en að vera grannar. reynslu sinni á svo margan hátt. Það verð- ur að taka tillit til þeirra aðstæðna sem við búum við. Nú er ríkið búið að festa kaup á Dansstúdíói Sóleyjar fyrir æfingar dans- flokksins og listdansskóla. Það er sérhann- að danshúsnæði. Þar er ætlunin að rækta skólastarfið sem er mikilvægt. Skólinn og dansflokkurinn eiga að haldast í hendur þannig að skólinn sé eins og fóstur eða afurð dansflokksins. — Hvað ber framtíðin í skauti sér? Sem stendur er Auður Bjarnadóttir ráð- in listdansstjóri til sex mánaða. Hvað gerist eftir það er óvíst. Vonandi heldur hún áfram. Eitt brýnasta verkefhið er að koma inn lögum um dansflokkinn sem fyrst. Það er til dæmis ekkert til í lögum um það hve- nær og hvernig dansari á að hætta starfi. Slík lög tækju sjálfsagt mið af sambærileg- um lögum annars staðar á Norðurlöndum. íslensku stúlkumar em svolítið öðruvisi í laginu en okkar dönsku. Þœr eru herða- breiðar, með nokkuð þrýstinn bakhluta og þœr standa gleitt og fast í fœtuma. Það er fremur þróuð leikfimi sem þær inna af hendi en ballett og það undirstrikast enn- fremur þegar kallað er fram þar sem hneigingar eru stífar og gersneyddar ynd- isþokka. (Þýtt úr Frederiksborg Amts Avis. Ulla Bjerre; 17. ág. 89.) Það er framtíðarsýn okkar að verða sjálf- stæður flokkur. Við horfum svolítið til Sin- fóníunnar og Óperunnar og sjáum hvernig gengur hjá þeim. Víða erlendis starfa ball- ett og ópera undir sama þaki. Það á vel saman. Hér er ekki aðstaða til þess ennþá en kannski hillir undir það í framtíðinni. Ef við verðum einhvern tímann sjálfstæð stofnun þurfum við sterka stjórn, góðan fjármálastjóra, ffamkvæmdastjóra og list- dansstjóra sem ákvarðar listræna stefhu flokksins. Það er mitt persónulega mat að mikil- vægast sé að svona lítill flokkur tileinki sér einhvern ákveðinn dansstíl. Samt þarf líka að leggja áherslu á fjölbreytni í verkefna- vali til að höfða til sem flestra. Sem stend- ur er reynt að gera hvort tveggja. Það sem getur gefið okkur betra líf sem dönsurum eru fleiri sýningar og fjölbreytt verkefhaval. Besta þjálfun sem dansari fær er að fá að sýna, helst oft í viku. Núna erum við að æfa sýningu sem við ætlum að fara með í grunnskólana. Það er ákveðinn áhorfendakjarni sem sækir sýningarnar okkar en við þurfum að ala upp fleiri áhorfendur. Markmiðið með þessum skólasýningum er einmitt að reyna að kveikja áhuga krakkanna. Við sýnum þeim mismunandi dansa og búninga og við sýn- um þeim hvernig við málum okkur. Við höfum áður farið með svipaða sýningu norður í land og fengum mjög góðar mót- tökur. í desember munum við hafa samvinnu við Óperuna um uppsetningu á „Carmina Burana“. Það kemur danshöfundur með aðstoðarmann erlendis frá til að koma því á fjalirnar. Slíkt samstarf mismunandi list- greina er mjög skemmtilegt. Það mætti gera meira að slíku. — Ballettdansarar bíómyndanna fórna öllu fýrir listina. Líf þeirra er þrotlaus þjálf- un og keppni við að ná fullkomnun. Þar rúmast ekki fjölskyldulíf og engin börn. Er því eins farið hér? Ég á fimm ára son og er yngsta mamman í hópnum. Það er hreint ekkert vandamál fýrir dansara að ganga með og eiga barn. Þvert á móti held ég að það sé mjög mikil- vægt fyrir listamenn að þekkja aðra hlið á lífinu en það sem snýr að listinni. Það fær- ist í vöxt að dansarar eignist börn þótt það sé sums staðar erfitt. Ég lít á það sem á- kveðin forréttindi hjá íslenska dansflokkn- um að við skulum geta átt börn starfsins vegna. Helsta vandamálið er eins og hjá öðrum að finna tíma fyrir börnin. Ef æfing- ar eru miklar og strangar er lítið þrek til annars. Það kemst nú samt upp í vana. Fyr- ir fæðinguna þjálfaði ég ffam á sjöunda mánuð. Ég breytti aðeins áherslunum í þjálfuninni, hugsaði mest um að halda fót- unum við. Hins vegar hef ég aldrei verið betri en eftir að ég kom úr barneignarfríi, vegna þess að mér leið betur. Að eiga barn veitir ákveðna lífsfýllingu. Eftir höfðinu dansa limirnir. Dansinn skipar ákaflega stóran sess í mínu lífi og það er lítill tími fyrir önnur áhugamál, nema fjölskylduna auðvitað. Reyndar er ég nýbúin að vera á heilsufæðisnámskeiði. Fæðan skiptir miklu máli fýrir okkur. Það skiptir líka máli að við geislum af orku þegar við dönsum, ekki síður en að vera grannar. Það er út- breiddur misskilningur að það að vera grannur sé aðalatriðið. Þar sem samkeppni er hörð er nokkuð um að dansarar séu haldnir þessum umræddu megrunarsjúk- dómum, æli til dæmis öllum mat. Þess eru líka dæmi hér þegar mikið stendur til. Stundum eru tveir dansarar um sama hlut- verkið og þótt við séum allar góðar vin- konur vill engin vera hinum síðri. Það fylg- ir þessu og þannig verður það víst að vera. l.TBL. 1990 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.