Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 19
VIKAM í RÓM
Það er sárgrætilega lítið eftir af rómantík í henni veröld
Útsendarar Vikunnar hafa uppi á síðustu tíkinni af þvf kyni.
egar ég var lítil (það var á þessari
öld) voru jólin eplalykt, dauða-
þögn í útvarpinu, amerískt vírjóla-
tré með tólf örmum og harðir pakkar með
Bláu drengjabókunum. Foreldrar mínir,
knúnir af þjóðfélagslegum þrýstingi og
heilmörgu öðru sem var ekki búið að gefa
nafn þá, skutu bindi af Rauðu telpnabók-
unum á milli Tarzans og Bláu drengjabók-
anna.
Þessar telpnabækur voru aldrei á óska-
listanum mínum. Þær fjölluðu um litlar
stúlkur sem saumuðu í og þráðu að kom-
ast í hjúkrun eða trúboðið. Brysti það, þá
verða samviskusamar húsmæður. Þær ætl-
uðu aldrei að gefa sig naglalakki eða ann-
arri dirfsku á vald. Blóðlausari bindi gat
ekki í að líta.
Bláu drengjabækurnar voru allt annað
tóbak. Þær voru um sendiboða keisarans
sem þeysti á gæðingi sínum út í nóttina
með strútsfjaðrahattinn oní augum og
mikilvæg skilaboð í hnakktöskunni, um
börn sem gerðust laumufarþegar og lentu
í höndum sjóræningja, um stríð og frið á
Korsíku þar sem menn gengu með hníf á
milli tannanna, um smyglara, konunga,
munaðarleysingja, stigamenn, landkönn-
uði, riddara og rudda — og allt fór þetta
fram í kertaljósi eða við flöktandi loga elds
í skógarrjóðri.
Þetta var rómantík.
Og hvað er eftir af þessu núna? Vart
keisari á jarðkringlunni og vanhagi hann
um að koma skilaboðum áleiðis hringir
hann bara. Á Korsíku eru menn í mesta
lagi með fyllingar tannlæknisins á milli
tannanna. Og drengir finnast samstundis í
skipum, skeyti sent til foreldranna og
drengirnir látnir þvo upp Reykjavík-
Bremen-Reykjavík og komast aldrei upp í
reiðann í manndrápsveðri að bjarga skip-
inu og öðlast ódauðlegt þakklæti skipstjór-
ans. Það er ekki einu sinni reiði á þeim
lengur.
Rómantíkin hefúr slíðrað sverð sitt.
En bíðum nú við... Voru ekki þarna í
höndum sígauna og Sígaunastúlkan - hvað
hét hún nú, Zelda? Zaira? Sigga? — og Með
sígaunum og, já, bara fleiri fleiri hefti sem
runnu í skrautlegri vagnalest yflr sængina
manns löngu eftir að maður átti að vera
sofnaður?
Flöktandi eldar, eldheit augu (alltaf
svört), ástríðufúllir dansar, dansandi
birnir, ljúfsárir fiðlutónar og þessi dulúð-
ugi farandprins með örið á vanganum - og
dálkinn, ekki má gleyma dálkinum: Bjúg-
laga blað og skaftið haganlega skorið,
greypt smarögðum.
Ó, þessi frjálsbornu náttúrubörn - næst
á eftir að verða munaðarlaus laumufarþegi
á leið til Affíku með viðkomu í örfáum
sjóræningjaskipum ætlaði ég að leggjast út
með sígaunum.
Og það get ég enn ef mig langar.
Hinsta virkið
Þegar fulltrúi Vikunnar var á ferðinni
hér í Róm um árið komst það upp að þrátt
fyrir gífúrlegan aldursmun var sveinninn
haldinn sömu rómantísku þráhyggjunni
og greinarhöfundur var fyrr á öldinni.
Kannski átti pabbi hans allar Bláu drengja-
bækurnar og lánaði honum þær þegar
hann fékk mislingana.
LJÓSMYNDIR:
G. RÖGNVALDSSON
„Sígaunar...“ sagði hann og barnsaugun
tindruðu.
„Nómadar, það er að segja flækingar,
ekki ekta sígaunar," sagði ég.
„Sígaunar...“ sagði hann og hélt ekki
höfði. Hann áleit þetta myndrænt, intress-
ant og umffam allt afar rómantískt efhi.
„Hmmm,“ sagði ég.
„Ef þú þorir ekki niðrí kampinn til
þeirra get ég alveg farið einn,“ sagði
sveinninn.
„Ef það er eitthvað sem ég þori ekki þá
er það að sleppa svona... sleppa þér
einum þangað,“ svaraði ég og svo leiddi
ég þetta síðrómantíska barn við hönd
mér niður í kamp flökkufólksins undir
Marconibrúnni.
Sígaunar hafa ströng Iög sem meðal ann-
ars banna þeim að ræna þig á svokölluðu
heimili eða umráðasvæði þeirra. Þetta
vissi ég en ég var ekki viss um að þessi út-
gáfa sígauna vissi það. Svo fyrst tæmdi ég
vasana og skildi allar sígarettur nema fjór-
ar eftir heima. Ég lét drenginn sjá um að
múta þeim. Ef átti að myrða einhvern fyrir
að verða uppvís að fjármunum þá var ég
þriggja barna móðir en hann bara sonur
foreldra sinna.
Svo við byrjum á að gera landslaginu
skil þá getið þið gleymt skógarrjóðrunum
og ilmi móður jarðar. Marconibrúin liggur
yfir Tíburfljótið neðarlega í bænum og sitt
hvorum megin við fljótið eru gömul lág-
stéttahverfi (stéttaskipting er raunveruleg
hér). Fer lítið fyrir ffíðleika eða fegurð á
svæðinu. Samt var kampurinn undir
brúnni þyrnir í augum tugþúsunda. Það
var ekki svo mikið hin skrautlega vagna-
lest sem angraði heimamenn, heldur allt
hitt. Allt hitt voru ekki hestarnir og fiðl-
urnar og meyjarnar sem sveifluðu lit-
skrúðugu pilsunum heldur söfnunarárátta
flökkufólksins og þjófnaðarárátta þess.
Aðrir safha ffímerkjum, flakkararnir
safna dýnum. Alveg ótrúlegt hvað myndast
af dýnum í kringum þá. En þeir safha
miklu meiru. Fötum, svo dæmi séu nefhd.
Þau eru geymd í kringum hjólhýsin, flokk-
uð á einhvern hátt sem við þrælar ofur-
menningarinnar skiljum ekki.
Fyrir affan hjólhýsin eru aðrar hrúgur
og þær eru svo greinilega sorp. Það sér
maður á matarleifúnum sem eru saman
við dýnurnar og fatnaðinn og þroskavæn-
legu rottunum sem spóka sig í bingjunum.
Vagnalestin sjálf er ekki gjörð úr lista-
máluðum trévögnum heldur úr hjólhýsum
sem eru dregin, ekki af vinalegu múldýri
heldur af - BMW.
Heimtröðin niður í kampinn liggur í
gegnum veiklulegar hríslur (þær eru bíl-
veikar, fórnarlömb mengunar), yfir nokkra
steina og þá erum við komin niður á fljóts-
bakkann sem er gerður úr steinsteypu
(liður í að koma Tíbur í skilning um hvar
farvegur hennar eigi heima) og hörðum
jarðvegi.
Bara fagnaðarfundir
Við erum gripin við síðustu hrísluna.
Hver erum við og hvað viljum við? Við
erum blaðamenn, segi ég kurteislega, okk-
ur langar í viðtal og myndir.
Það gæti nú orðið erfitt, er okkur gefið í
skyn, búið að ljúga svo mikið upp á þau í
blöðunum. Ég segi þeim strax að við séum
sko allt annar pappír, sannleiksleitendur
miklir frá norðurhveli. Þau ákveða að trúa
því og fara með okkur á fund höfðingjans.
Móttökurnar þar eru þær frumlegustu
og í hvað sterkustum tengslum við náttúr-
una sem við höfúm nokkru sinni orðið
fyrir. Þegar við erum komin að hjólhýsi
formannsins er dyrunum svipt upp og
strákpatti pissar á skóna okkar. Ég tek sam-
stundis eftir hvað drengurinn er miklu
eðlilegri en hvít, siðmenningarskemmd
börn: Honum fipast ekki eitt andartak þótt
fólk taki Hlíðarendabakföll undan bun-
unni. Móðir hans brosir fagurlega til okkar
á meðan strákur lýkur þessum átta lítrum
af. Við reynum að láta sem ekkert sé til að
spilla ekki fyrir okkur.
Svo kynnum við okkur á ný. Faðirinn,
höfðinginn, kemur út og heilsar. Höndin
er hvít og mjúk. Það liggur við að ég spyrji
hvaða krem hann noti. Enginn af okkar
kynstofúi eldri en sjö ára hefúr svona
ósnortnar hendur.
Júmm, jamm, það gæti orðið úr þessu
viðtali, segir hann. Ég sparka í sveininn,
sem dregur með sýnilegri, finnanlegri,
átakanlegri eftirsjá upp 50 þúsund lírur og
réttir höfðingjanum. Þær hverfa eins og í
Walt Disney-mynd.,
„Stóla!“ hrópar hann. Kvenpeningurinn
hleypur til. Ljósmyndadrengurinn, ungur
og óslitinn, fer fýrsta stólinn. Það er á
hreinu hvort kynið telst viðkvæmara hér. ^
TEXTI:
AUÐUR HARALDS
1.TBL 1990 VIKAN 19