Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 20

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 20
VIKAN í RÓM Spariklædd fjölskylda á hátíðisdegi, en kofinn sem hún hírist í er ekki glæsilegur. Mörg barnanna eru þjálfuð í betli og ránum frá því þau eru fær um að ganga óstudd og halda út á götur borgarinnar. Ekki eru húsvagnamir glæsilegri að innan en kofamir. Höfðinginn segist heita Sergio. En það er ítalskt nafh, hvái ég, ekki eruð þið ítölsk? Nei, hann hefúr þetta bara svona, tekur sér innlent nafn hvar sem hann kemur. Það er auðveldara. í rauninni heitir hann Fahid. Það var sennilegra því hann og þau öll eru múhameðstrúarmenn. Og fjöl- kvænismenn, hann á þrjár konur og níu börn. En, segir hann, ég er ungur og það rætist vonandi úr barnafæðinni. Ég gýt augum á drenginn sem pissaði á okkur og vona að manninum verði ekki fleiri barna auðið ef þetta er það besta sem hann getur gert. Drengurinn er með svo til hvítt hár og ekki að sjá neinn holdlegan skyldleika með honum og foreldrum hans. Hann er líka, án þess ég geti greint það vegna skorts á sérþekkingu, þungt haldinn einhverjum geðsjúkdómi. Fahid segir mér að þau komi frá Júgó- slavíu en séu upprunnin í Egyptalandi. Hann leggur áherslu á að þau séu ekta sígaunar. Ég læt sem ég trúi því. Ljós- myndadrengurinn filmar. Upp úr því verður viðtalið endasleppt Tennumar em skjannahvítar og svo virðist sem gylling sé lítið mál, þrátt fyrir fátækt... því höfðinginn þarf að fara á fund með sendinefhd frá borginni. Svo dettur hon- um í hug að bjóða okkur með, þá getum við sjálf séð óréttlætið sem þau eru beitt og skilningsleysið sem þau eiga við að stríða. Fundurinn er haldinn í samkomu- tjaldinu og á hann mæta þrír erindrekar borgarinnar í jakkafötum með skjalamöpp- ur og fjórir flakkarar, þokkalega klæddir en ekki í jakkafötum. Hattu mér, slepptu mér Það kemur í ljós að hinar frjálsu náttúru- verur eiga í útistöðum við borgaryfirvöld og innfædda. Innfæddir vilja þá burt af smávægilegum ástæðum eins og rupli og rusli en þeir krefjast þess að fá rafmagns- línur í kampinn, rennandi vatn og að borg- in sjái þeim fyrir átta herraklósettum og átta dömuklósettum. Sendinefridin útskýrir af þolinmæði að þeir geti fengið kósettin, eða r.s. kamrana, en til að hægt sé að tæma þá verði til þess gerðar biffeiðar borgarinnar að geta kom- ist að þeim. Sem sagt, þau geta ekki staðið þar sem notendur vilja hafa þau og enn- fremur er þessi þjónusta háð því að sorpið verði fjarlægt og það samstundis og að hinir ffjálsbornu geti vanið sig á að nota sorpgáma borgarinnar. Einn sígaunanna stendur upp og sveiflar höndunum mikinn á meðan hann trúir sendinefndinni fyrir því „ ... að allt þetta rusl kemur frá þessum flækingum hinum megin við brúna. Það fólk er okkur óvið- komandi, annar þjóðflokkur. Ég er margoft búinn að fara yflr og tala við þau. Ég segi: Það eru lítil börn hérna og þau verða veik og deyja ef sorpið liggur svona um allt; segi ég. Þau neita að taka sorpið sitt. Þið verðið að tala við þau. Og það er ekki rétt að neita okkur um vatn, rafmagn og klós- ett bara af því að það er vont fólk hinum megin við brúna.“ Gasalega lúmskt, fólkið hinum megin við brúna, að geta læðst heilan kíiómetra með á að giska þrjú tonn af sorpi og komið því fyrir við svefhherbergisglugga annarra án þess að þeir veiti nokkra mótspyrnu. Sendinefndin gefst upp og fer eftir að hafa lofað að gera sitt besta en eygir litla von. Höfðinginn rjátlar í hjólhýsi sitt til að hvíla sig effir fundarstörfin og er búinn að missa áhugann á okkur. Enda koma ekki fleiri 50 þúsund líru seðlar upp úr vösum drengsins. En svona hundrað aðrir fá áhuga á okkur í staðinn. Höfðinginn skipar þeim að vera samvinnuþýðum áður en hann hverfur inn til sín. 20 VIKAN l.TBL.1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.