Vikan


Vikan - 11.01.1990, Síða 22

Vikan - 11.01.1990, Síða 22
VIKAN í RÓM Það er aðallega út af þessu sem við vilj- um fá raímagnið, segir mér ung kona, og fyrir sjónvörpin. Helvíti skítt að geta ekki horft á sjónvarp. Svo skella þau augnablik tónlistinni á og hún er svo óskyld arfleifð þeirra sem verið getur. Þau taka nokkur tvistspor í sandin- um og hætta svo. Ljósið slokknar í augum 1 j ósmy ndadrengsins. En nú, loksins, kemur aðvífandi í gervi ungrar konu allt það sem okkur dreymdi um. Ég finn hvernig rómantíkin reynir krampakennda upprisu innra með mér. Og ljósmyndadrengurinn, hann er gjör- samlega glataður frá fyrsta augnabliki. Hún er ekki aðeins falleg. Augun loga af lífl, yndisþokkanum stafar af henni, hún sameinar þetta villta, dýrslega, þetta tign- arlega og óbugandi, þetta mannlega og vitsmunalega. Hún er þjóðsagan lifandi komin. Hún talar mun betri ítölsku en félagar hennar og það eitt er nokkuð merkilegt því hún kann ekki að lesa og hefúr ekki notið sjónvarps þetta eina og hálfa ár sem hún hefur verið hér. Ennfremur talar hún þýsku eftir stutta dvöl í Þýskalandi og sveinninn nær í fyrsta skipti tjásambandi við fólkið. Það er hún sem segir okkur eitthvað um þau flakkarana. Sjálf er hún „kynblending- ur“, móðir hennar var Júgóslavi en faðir hennar sígauni. Hann gafst upp á flakkinu og býr núna í íbúð í Júgóslavíu. Hún segir það eins og aðrir segðu Pabbi minn er í stállunga. Hún kallar föður sinn mennta- mann en ég veit ekki við hvað hún miðar, þær konurnar kunna ekki að lesa. Á hverju lifið þið? spyr ég. O, segir hún, mennirnir vinna. Við hvað? spyr ég því þarna stöndum við í miðjum vinnutíma og ekki annað að sjá en allir karlmennirnir séu heima og spariklæddir líka. O, svona hitt og þetta. Eins og? Mmmm — margir vinna við listiðnað. Og nú fækkar skýringum nema hvað gefið er í skyn að þeir vinni eitthvað flúrað í járn. Ég trúi því strax, eftir hundrað handabönd hef ég ekki haldið um eitt einasta sigg nema í lófúm kvennanna. Börnin fæðast öll í kampinum. Hópur- inn hefur ljósmóður en ef eitthvað fer úr- skeiðis er farið með konurnar á sjúkrahús. Raddblærinn gefúr þó í skyn að sjúkrahús og læknar séu ekki misnotuð og ég held kannski að úrskeiðis á minn mælikvarða sé allt annað og minna en úrskeiðis hjá þeim. Ég reyni að spyrja hvort börnin séu bólu- sett, sem fyrir okkur er fýrsta skrefið í átt til siðmenningar. Hún skilur ekki orðið bólusetning. Þá hefúr hún tæplega farið mikið með börnin sín þrjú í þær aðgerðir. Hver, spyr ég að síðustu, er tannlæknir- inn ykkar? Þetta atriði hefúr lengi ert for- vitni mína. Flakkararnir eru með góðar tennur, sést hvergi skemmd eða viðgerð. En innan um þessar ágætistennur má sjá eina, tvær og allt að tuttugu skærgular gulltennur, allar að sjá af sömu lengd og lögun. Hér í landi hvítra er guilkróna loka- úrræði og sá sem skartar henni er yfirleitt ekki með allar hinar tennurnar heilar. Er það sem mig grunar að flakkararnir séu ekkert að vasast í fyllingum heldur með- höndli hverja tannskemmd með endan- legri lausn, guilkrónu? Hvað er tannlæknir? spyr hún á móti. Maður sem lagar tennur sem skemmast. Tannlæknirinn okkar, segir hún hiklaust með nýja orðaforðanum, er í Júgóslavíu. Hann er gullsmiður. Við komum með gull- ið og hann smíðar tennurnar. Ég lýsi ekki tilfinningum mínum. Jú, annars: Þetta minnti mig á miðaldir þegar rakarar voru líka læknar og geymdu blóð- sugur í krukkunni við hliðina á greiðun- um. Og þetta er ekkert ofsa góður gull- smiður heldur því hann á aðeins eitt steypumót fyrir tennur og yfirborð þeirra er undarlega kornótt þó þær séu fægðar. Og hver ætli það sé sem sargar tönnina niður í gullkrónuna og er deyfing viðhöfð? Við þessu fæst ekkert svar og ég giska á að tannaðgerðir fari fram á svipaðan hátt og feðingar, allt heimilisiðnaður. Þessum tannvísindakafla má ljúka á því að þetta vel tennta fólk hættir að vera það um fertugt þegar um konurnar er að ræða. Þær eru margar staktenntar og kemur ef- laust hvort tveggja til, tollurinn sem barn- eignirnar taka og illa gerðar gullkrónur á unga aldri. Tannhirða kemur málinu lítið við því ekki var einn einasta tannbursta að sjá í öllum búðunum. í sumum hjólhýsum var hægt að elda innandyra, en skortur er á nútímalegum eldhúsáhöldum. Eftirmáli Skyndilega varð breyting á andrúmsloft- inu í kampinum. Eiginmaður þessarar giæsilegu og greindu konu, því hún var hvort tveggja, er mættur á vettvang og er fokillur yfir athyglinni sem við sýnum henni. Úlfúðin breiðir úr sér og ég fæ á þriðja tug morðhótana. Ef ljósmyndarinn sendir ekki myndirnar eru dagar mínir taldir. Nú er ég farin, sagði ég. Þú getur orðið eftir ef þú vilt, en hún er gift og fjölkvænið á aðeins við um karlmennina. Drengurinn drattast upp slakkann. Hann er tregur til að yfirgefa þessa draumsýn en kominn upp á brúna fer hann raunsæis- kast, lítur yfir kampinn og umlar að þetta sé á sinn hátt alveg unaðslegt líf, en af- spyrnu skítugt. Og víst er það að aldregi hefúr víxill fall- ið á þetta fólk. Húsaleigan hækkar ekki, skattstjóri skrifar því ekki, það á ekki þvottavélar sem bila, börnin þess falla ekki á prófúm; það býr við fullkomið öryggi hins algera öry’ggisleysis. Aftur á móti varð mér á að klappa á koll- inn á stúlkubarni og þar sem hárið á henni hafði verið litað með henna gat ég séð á vextinum í hársrótinni að það gátu ekki verið nema sex vikur síðan hárið hafði síð- ast verið þvegið. En ég hefði ekki trúað því að óreyndu að hár gæti orðið svona skítugt á svo skömmum tíma. Húsvagnarnir eru ókyntir, sumir eiga olíuofna en ekki allir. Veikindi, tannpína, slys, allt fer að hafa sína náttúrlegu fram- vindu. Það var ekki ein einasta manneskja í kampinum yfir fimmtugt. Fólkið lyktar af skít, súrri þungri lykt sem stundum er dí- sætur rotnunarkeimur af að auki. Það vakti því athygli okkar þegar við komum inn í húsvagnana að þar var enginn ódaunn. Og þó var greinilega sofið lakalaust á dýnun- um. Kannski er þar að finna skýringu á dýnumergðinni, þau skipta bara um dýnu þegar aðrir skipta um lak. Það hjálpar að 22 VIKAN l.TBL.1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.