Vikan


Vikan - 11.01.1990, Page 27

Vikan - 11.01.1990, Page 27
RÓ5A 5KRIFAR Klessa frá skessulandi Um ))fyrirneðanallarhellur“-grœðgi „Ég held að besta aðferðin á mig sé að fylla húsið hjá mér af hryllingsmyndum þar sem eitthvert ógeðslegt skrimsli frá undirdjúpum stórborganna kemur upp á yfirborðið til að éta spikfeitar konur sem láta allt eftir sér í mat.. . “ Nei, nú skyldi aldeil- is farið í megrun á nýja árinu og hætta öllu vitleys- isáti sem var svoleiðis fyrir löngu komið út í öfgar! Ein- hvern tímann í æsku var hins vegar brýnt fýrir manni að reglurnar væru eingöngu til að brjóta þær! Ég man að mér þótti þetta alltaf hálfóhugnan- leg útskýring sem smábarni, því sem slíku þótti manni ein- hvern veginn traustara að hafa allt í vissum og föstum skorðum. Með auknum þroska fór ég þó að sjá í gegnum spek- ina! Ég var í morgun að velta því fyrir mér hversu margir hefðu nú bætt á sig svo sem eins og 10-12 kílóum yfir jólahátíð- ina...um leið og ég tróð upp í mig síðasta Mackintosh-mol- anum í stóru kristalsskálinni minni sem tekur um það bil kíló af konfekti og meira ef maður með útsmoginni út- sjónarsemi veltir því fýrir sér hvernig best sé að raða molun- um upp með hliðunum og jafnvel upp í lokið...sem er hátt og vel kúpt. Þvílíkt og annað eins...að maður skuli láta sig hafa það að éta öll þessi ósköp. Það mætti halda að maður væri á stórhátíðarkaupi með fullum bónus og 45% næturálagi ofan á allt saman þegar maður setur á sig svuntuna og tekur stefn- una á eldhúsið með alla plast- pokana úr kjörbúðinni...því um leið og maður brýst í það að taka upp úr þessum bless- uðum pokum er byrjað á því að stinga upp í sig mola og mola af hinu og þessu og svo þarf náttúrlega að smakka á ýmsum kremum og smáköku- sortum og prufa nokkra rétti áður en sá endanlegi er gerður. Allt svona lagað getur þýtt nokkur kíló! Að ekki sé nú minnst á öll þau kíló er bíða manns í hinum einu og sönnu hátíðarréttum og öllum af- göngunum að jólahaldi loknu! Þá er bara eins og maður geti ekki hætt, það verður ein- hvern veginn í fjandanum að vera bara eitthvað nógu sætt og kjötmikið innan seilingar svo maður teljist með „fulle femm“ og nógu mikið gos og súkkulaði-kakó með þeyttum rjóma út á. Það er hreint út sagt ótrúlegt hvað maður verður heilaþveginn í kappáti um þessa blessaða friðarhá- tíð....maður verður bara eins og hvert annað fífl, sínartandi og snuðrandi í ísskápnum! Ég man alltaf eftir einu gamlárskvöldi sérstaklega, ég hef verið svona tíu eða ellefú ára...og það var alltaf til siðs heima að hafa svið á því kvöldi með rófustöppu, kartöflumús og jólaöli — appelsíni og malti blandað til helminga! Mamma var vön að raða þessu öllu saman af sinni alkunnu smekk- vísi á borðstofuborðið sem venjulega var dregið í sundur og stækkað undir þessum kringumstæðum því ekkert var skorið við nögl! Þá allt í einu heltók mig einhver „fýrirneð- anallarhellur“-græðgi og ég hugsaði með mér að nú skyldi ég aldeilis éta! Og eins og við manninn mælt réðst ég á fatið og hesthúsaði tvo hausa eða fjóra kjamma af stærstu og bústnustu gerð ásamt rófu- stöppu og appelsíni og malti, að ekki sé nú talað um kartöflumúsina sem ég rétt kom fýrir á diskbrúninni...að auki var svo boðið upp á karam- ellubúðing með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni út á...á eftir! Þetta allt át ég með bestu lyst og ég man að ég svona eins og fyrir hreina tilviljun gaut augunum á bræður mína er sátu hálfhvumsa inni í stofu og horfðu á mig með um- burðarlyndri fyrirlitningu þar sem ég sat í sóló-hlutverki við borðstofuborðið eins og klessa frá skessulandi eftir að fjöl- skyldan var sest inn í stofú með kaffibollann í rólegheit- um...eins og almennilegt fólk! Þarna sat ég með eitilhart hug- arfar, staðráðin í að éta nú sem mest, ef ekki allt sem eftir var á fatinu...en það var mikið...al- veg gífurlegt magn því foreldr- ar mínir skáru aldrei neitt við nögl! Þegar ég loksins stóð upp var klukkan orðin eitthvað í kringum hálfellefu og þá var útidyrabjöllunni hringt. Þar var komin Jenný vinkona mín í næstu götu að sækja mig á brennuna sem átti að fara að kveikja í uppi á Háaleitistúni. Jú, jú, ég var alveg að koma og ég sagði henni með fjálglegri röddu hvað ég hefði nú gert gamla árinu góð skil, næstum því étið gat á það! Jennýju fannst þetta svo merkilegt að hún togaði mig heim til sín til að segja foreldrum sínum frá þessari frækilegu ffammistöðu minni. Ég man hvað Mangi pabbi hennar varð skrítinn á svipinn, ekkert ósvipað og bræður mínir. Það brá sem sé fyrir sama umburðarlynda fyrirlitningarsvipnum og á bræðrum mínum, nema tor- tryggni gætti einnig ofan á allt saman! Og ég get svarið fyrir það að enn þann dag í dag bregður þessum svip fyrir á andliti hans þegar hann sér mig...honum hefur þótt nóg um! Hvernig á líka annað að vera? Eins og það sé eðlilegt að tíu ára telpa éti eins og svín, fjóra kjamma af stærstu gerð með öllu tilheyrandi eins og hver önnur skessa þegar það hefúr alltaf talist eðlilegt að borða eins og fjórðung af ein- um kjamma, það er að segja tunguna og part af neðri kjammanum. Nei, aumingja maðurinn gat ekkert að þessu gert! En ég var eitt af þessum börnum sem segja má að hafi verið alætur. Ég bókstaflega át allt sem borið var fýrir mig og meira en það...ég þótti alveg upplögð í að klára afganga fýrir þá sem leifðu, bæði heima og í veislum. Þetta hefúr nú sem betur fer elst algerlega af mér. Ég er að mestu núorðið á grænmetis- og kornfæðu en samt er ég eins og af gömlum vana ennþá að þessu snuðri í kringum ísskápinn í tíma og ótíma! En ég setti mér það mark- mið í byrjun síðasta árs að éta nú minna, að láta Snickers- súkkulaði eiga sig, að kaupa mér nýja og hárnákvæma bað- vog og jafnframt að snerta ekki súkkulaðikex...þótt lífið lægi við! Ég stóð ekki við neitt af þessu! Ég held að besta aðferðin á mig sé að fylla húsið hjá mér af hryllingsmyndum þar sem eitthvert ógeðslegt skrímsli frá undirdjúpum stórborganna kemur upp á yfirborðið til að éta spikfeitar konur sem láta allt eftir sér í mat! Ég er nefni- lega svo hrædd við hryllings- myndir! Gleðilegt nýtt ár! l.TBL. 1990 VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.