Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 28

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 28
LITIÐ EITT UM VINSÆLUS Með vottorð í leikfimi SA6AN Auk ÞORGEIR ÁSTVALDSSON TÓK SAMAN Það er til siðs um hver áramót að gera upp alla skapaða hluti. Litið er um öxl og það góða og það slæma vegið og metið. Hvað árið 1989 verður kallað í framtíðinni leiðir sagan ein og tíminn í Ijós. Ársupp- gjörið nær ekki bara til alvarlegu hlut- anna, þetta léttvæga er líka gert upp, þar á meðal dægurlögin. Sennilega verður nýliðið ár ekki í hópi eftirminnilegra ára hvað þau snertir en auðvitað urðu nokkur vinsælli en önnur eins og gengur og gerist. í stað þess að stilla upp einhvers konar vinsældalista popplaga fyrir árið 1989 skyggnumst við á bak við tjöldin - spyrjum nokkra flytjendur og höfunda vinsælla laga hvernig þau urðu til. Bjartmar Guðlaugsson Bjartmar tilheyrir trúba- dorum þjóðarinnar og var á ferð og flugi á síðasta ári, ým- ist í rokksveit eða einn síns liðs. Það er af nógu að taka þegar ljóð Bjartmars eru ann- ars vegar, svo aðgengileg og al- þýðleg sem þau eru. Lagið Með vottorð í leikfimi heyrðist oft og naut vinsælda á fyrstu mán- uðum síðasta árs og er heitið harla óvenjulegt. „Þetta er sagnffæðilegur texti, að sjálfsögðu," segir Bjartmar, „nokkur minninga- brot frá því maður var í gaggó úti í Eyjum. Það að verða sér úti um vottorð í leikflmi var fyrsta uppreisnartilraunin, fýrsta tilraunin til að plata kerf- ið og ná sér niðri á systeminu. Vinnan í frystihúsinu var meira heillandi en skólinn og ein- hvern veginn nær lífinu eins og maður sá það ffá degi til dags. Vinnan gaf manni aura til að þjóna lundinni og takast á við freistingarnar. Lífsspekina var að finna í saltinu, Tígulgos- anum Raleigh-pakkanum og stelpunum. Það þótti við hæfi að hafa lagið í fjörmiklum bún- ingi, það er svona í takt við spennandi hluta af ævinni - gaggóárin." Síðan skein sól Ein af bestu rokksveitum landsins sýndi á sér nýja hlið. Birtist á vínyl og diski með lögin Dísa og Leyndarmál sl. sumar. Þau eru ólík öðru því sem Sólin hafði verið að ffemja ffam að því og Dísan telst ó- tvírætt til vinsælli laga ársins 1989. „Lagið var nokkurs konar fikt eða brandari hjá okkur á tónleikum,“ segir Helgi Bjömsson, söngvari Sólar- innar. „Textinn var ortur eða sunginn á staðnum. Hann var breytilegur frá stað til staðar, sögur spunnar um það sem okkur datt í hug. Þetta varð að hálfgerðu leikriti á sviði. Ein sagan er um það þegar ég var polli á ísafirði — stelpurnar að verða aðaláhugamálið. Þetta var spurning um hraða og hvaða tækni var beitt í ástamál- unum. Lagið er ekki um ein- hverja eina Dísu. Dísu er víða að finna — þetta er dísin okkar allra, draumadísin. Lokaorðið í textanum er tæknilegs eðlis. „KENWOOD-JEFF" er langur, blautur og djúpur koss.“ Dísa 28 VIKAN 1. TBL. 1990 \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.