Vikan


Vikan - 11.01.1990, Page 29

Vikan - 11.01.1990, Page 29
TU DÆGURLOGIN1989 í útvarpinu heyrði ég lag HLH-flokkurinn Lagið hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Það er einfalt, grípandi og yfir því gamli stíllinn í rokkinu en það er einmitt sérgrein HLH- flokksins. Viðlagið er á ensku og fyrir því eru ástæður. Krakkarnir kalla þetta einfald- lega útvarpslagið. „Þótt útvarpsstöðvum hafi fjölgað á undanförnum árum fylgist ég alltaf með því sem er á dagskrá á Kananum. Þar er m.a. að finna ágæta þætti með gamla rokkinu sem ég hlusta oft á,“ segir Björgvin Hall- dórsson, annað háið í flokknum. „Eftir að hafa heyrt þar lagið Twinkle Twinkle Little Star kviknaði hugmyndin að laginu. Með viðlagið í huga smíðaði ég lagið. Jónas Friðrik kveikti strax á hugmyndinni og lagði til textann — þar með gekk dæmið upp. Þetta var eitt af því síðasta sem hljóðritað var fyrir plötuna Heima er best. Það er oft tilviljunar- kennt hvernig lög verða til og hvemig þau koma út þegar upp er staðið. HLH-flokkurinn hefur nú starfað með hléum í tíu ár. Við höldum okkur í ýmsum mynd- um við sama tímabilið, tímabil támjóu skónna, brilljantín- greiðslunnar og gamla rokksins, — þetta sem menn heyrðu meðan djúkboxin vom og hétu. Við höfúm haft af þessu mikið gaman og í sumar bmgðum við okkur á afvikinn stað uppi í sveit og þar varð til gmnnurinn að þessari afmælis- plötu, má segja. Ég upplifði ekki þetta tímabil sjálfúr nema gegnum systkini mín en hef alltaf verið heillaður af því.“ Hallbjörn Hjartarson Kántrísöngvarinn frá Skagaströnd kvaddi sér hljóðs á ný í íslenskri dægur- tónlist á nýliðnu ári og hlaut góðar undirtektir, honum sjálf- um til nokkurrar undmnar. Lagið er af plötu hans, Kántrý 5 og í texta segir af honum sjálfum, lífinu í blíðu og stríðu. Hallbjörn lítur yflr farinn veg og er kominn á kreik á ný. „Eft- ir að hafa lent í bílslysi árið 1985 og langa sjúkrahúslegu í ffamhaldi af því hét ég sjálfúm mér að koma aldrei nálægt bransanum og músíkinni framar," segir Hallbjörn. „Fyrir mér var hver dagur eitt svart- nætti á þessum tíma. Ég vildi í raun ekkert með lífið hafa lengur og vonaði að hver dag- ur væri minn síðasti. Meðan ég var í þessu svartsýnisástandi rétti bróðursonur minn, Rúnar Kristjánsson, mér texta sem bar heitið Kúreki norðursiris og þáði ég hann og setti ofan í skúffu. Hugsaði ekki meir um hann þar til í upphafi nýliðins árs þegar ég fann hjá mér hvöt til þess að gera eitthvað til að hjálpa dóttursyni mínum sem er heyrnarlaus. Litli drengur- inn þurfti að komast undir hendur færustu lækna. Þá mundi ég eftir textanum og það var byrjunin á ánægjulegri endurkomu ffam í sviðsljósin. Ég fann aftur tilganginn í lífinu. Það skrýtna er að textann bað ég aldrei um frá ffænda mínum og hann var saminn tveimur árum áður en ég fór á kreik á ný í músíkinni. Einhvern veg- inn held ég að þetta allt hafi átt að gerast í mínu Iífi.“ Betri tíð Valgeir Guðjónsson Valgeir var afkastamikill á árinu og lagasmíðar hans heyrðust oft. Hann bar sigur úr býtum í landskeppninni fyrir Júróvisjón og það kom í hans hlut að semja og syngja bjór- lagið. Landsmenn voru snöggir upp á lagið og sungu hástöf- um. Ég held ég gangi heim, en hins vegar hefðu fleiri mátt fara eftir þessum syngjandi til- mælum og ganga heim eftir öldrykkju en það er nú önnur saga og verður ekki sakast við lagahöfúnd. Stuðmenn voru á faraldsfæti sl. sumar og þótt Valgeir væri ekki með á flandr- inu kom hann við sögu á hljómplötunni Listin að lifa sem út kom á vordögum. „Það kom í minn hlut að semja danshæft lag í þetta gleðiverk og útkoman varð Betri tíð. Kveikja að því varð til síðla á hörðum vetri og í text- anum er að finna óskhyggju um batnandi tíð. Sögumaður er fjarskalega ánægður með sitt hlutskipti og unir glaður við sitt. Eigum við ekki að segja að þarna sé að finna há- mark jákvæðrar lífssýnar og kannski er nöturlegt að semja og syngja, bráðum kemur ekki betri tíð, því betri getur tíðin ekki orðið, þegar veðrið í sum- ar er haft í huga eða ástand í þjóðmálunum. Lag og texti er hraðsoðið og í fýrstu hafði textinn meira með garðyrkju að gera. Þessu skaut ofan í koll- inn á mér sisvona. Ég fylgdi þessu úr hlaði við upptökur og félagar mínir í Stuðmönnum sniðu þetta til og fierðu í endanlegan danshæfan bún- ing-“ Háflóð Bubbi Morthens Bubbi hafði hægt um sig framan af ári. Var lítið í sviðs- ljósinu. Hann hugsaði hins vegar gang mála vel og vand- lega og uppskar eftir því. Plata hans Nóttin langa reyndist sú söluhæsta á árinu og sýnir að Bubbi á sér trygga aðdáendur og vísan stað í framlínu ís- lenskra popptónlistarmanna nú sem fyrr. Hann er hreint ekki að dala drengurinn og getur léttilega leyft sér að hverfa úr sviðsljósinu um tíma ef hann kærir sig um. „Lagið Háflóð varð til á svip- stundu, því skaut oní kollinn á mér svona einn tveir og þrír,“ segir Bubbi. „Hins vegar var ljóðið til fýrir og tilheyrir bálki sem ég nefni Fundur. Þetta er þriðji hluti þessa ljóðabálks og fjallar um sjóinn eins og nafnið bendir til. Væntanlega birti ég þennan ljóðabálk í ljóðabók sem ég hef lengi haft í smíðum — hver veit? Hugur minn hvarflar alltaf að sjónum. Þar er að finna ótrúlegustu myndir sem hleypa huganum á flug. Sjávarþorpin og tengsl þeirra við sjóinn eru óþrjótandi uppspretta hugmynda sem má útfæra á óteljandi vegu. Ég er öðruvísi þenkjandi nú en ég var. Textarnir og ljóðin mín endurspegla hugðarefni mín og líðan hverju sinni. Þannig á það líka að vera, þannig líður mér best.“ 1. TBL. 1990 VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.