Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 31
TIL TOKÝO MEÐ
LOÐNU FRÁ ÍSLANDI
TEXTI: JÓHANNES TÓMASSON
UÓSM.: HELGI ÞÓRHALLSSON
1"^ vær blómarósir frá
Vestmannaeyjum, Dís
Sigurgeirsdóttir og
. Linda Hrönn Ævars-
dóttir, brugðu undir sig betri
fetinum og lögðu upp í lang-
ferð til Japan í haust. Þar
dvöldu þær í tvær vikur og
gáfu Japönum að smakka ís-
lenska smáloðnu. Kynningar-
herferðin fór fram á vegum
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og japanskra samstarfsað-
ila en auk þess sem þær stöllur
stungu loðnu upp í fullorðna
Japani gáíú þær börnunum
blöðrur og fóru í leiki. Dís Sig-
urgeirsdóttir stundar nám í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð og Linda Hrönn starfar hjá
ísfélaginu í Vestmannaeyjum.
Dís gat slitið sig írá bókunum
Linda Hrönn Ævarsdóttir og Dís Sigurgeirsdóttir gáfii bömum
blöðrur meðan fullorðna fólkið smakkaði loðnuna.
Dís Sigurgeirsdóttir gefur hér einum viðskiptavininum
loðnubita. Sagði hún að mjög margir sem smökkuðu hefðu
keypt pakka af loðnu.
um stund til að spjalla við Vik-
una um þessa ævintýraferð.
,Já, þetta var heilmikil
ævintýraferð. Við kynntum
þarna djúpsteikta loðnu eða
steikta á pönnu og þá var hún
húðuð með hveiti. Okkur
sýndist fólki bara líka hún vel.
Mjög margir keyptu loðnu eft-
ir að hafa smakkað bitana hjá
okkur. Inn á milli brugðum við
á leik með börnunum og held
ég að fólki hafi þótt þetta ágæt
uppákoma í verslunarferð
sinni,“ sagði Dís. Helgi Þór-
hallsson, forstöðumaður skrif-
stofú SH í Japan, og Jón Magn-
ús Kristjánsson, sölustjóri fyrir
Asíulönd, sáu um skipulagn-
inguna í samvinnu við Japani.
Loðna á japönsku
— Og hvernig gekk að tala
við Japanina?
„Við rákum okkur fljótt á að
við urðum að geta svarað
spurningum fólksins um hvað
við værum að bjóða svo við
lærðum að segja loðna á
japönsku en það gekk nú
svona upp og niður að gera sig
skiljanlega."
Dís sagði að ekki hefði þýtt
að svara á ensku eða ræða yfir-
leitt á ensku við viðskiptavini.
„Við lærðum þess vegna líka
að segja já — þakka þér fyrir og
gerðu svo vel á japönsku en
annars var bara reynt að nota
fingramál og bendingar. Hlut-
verk okkar var fýrst og ffemst
að bjóða fólki loðnubitana og
svo gáfum við börnunum
blöðrur og ég held nú að Helgi
hafði á endanum verið farinn
að hafa áhyggjur af blöðru-
kostnaðinum.
— Þekkir fólk loðnu?
,Já, Japanir þekkja loðnu og
hún kemur til dæmis frá ís-
landi og Kanada. Þeir segja að
íslenska loðnan sé yfirleitt
bragðbetri en hún er smærri.
Þeir voru alveg ófeimnir við
að smakka þegar við buðum
þeim bitana en þeir voru hins
vegar látnir ósnertir ef við
brugðum okkur frá básnum."
— Var þetta eins konar ís-
landskynning í leiðinni?
„í rauninni ekki en við vor-
um náttúrlega að kynna ís-
lenska vöru undir íslenskum
vörumerkjum þannig að það
fór ekkert á milli mála hvaðan
varan kom og ég held að það
hafi varla farið framhjá mörg-
um sem í búðirnar komu að
verið var að kynna loðnu frá
íslandi. Á básnum héngu líka
uppi veggspjöld og myndir ffá
íslandi og fólkið var að spyrja
kokkana sem voru með okkur
eitthvað um landið.“
Dís og Linda Hrönn hafa
báðar starfað í fiski en þetta er
í fýrsta sinn sem þær ferðast til
Japan. Auk þeirra tveggja var
þriðja stúlkan í þessu kynning-
arstarfi fýrir SH, Edda Guð-
mundsdóttir.
Góð vist í Japan
— Hvernig þótti þér vistin í
Japan?
„Mér fannst hún góð og há-
hýsin í Tokýo minna á New
York. En við fengum líka tæki-
feri til að koma í minni borgir
og gátum líka skoðað musteri
og aðrar fornar byggingar.
Annars vorum við mest við
vinnu og sérstaklega um
helgar. Við byrjuðum í búðun-
um klukkan tíu og vorum að
ffam eftir degi en fengum samt
nokkurra daga ffí á þessum
hálfa mánuði sem við dvöldum
í Japan."
Helgi Þórhallsson og Jón
Magnús Kristjánsson sögðu
þær stöllur hafa staðið sig
mjög vel og japanskir sam-
starfsmenn þeirra hefðu verið
mjög ánægðir. Þær hefðu vakið
athygli meðal viðskiptavina
verslananna, hávaxnar, ljós-
hærðar og hlýlegar í viðmóti.
Þetta er í fýrsta sinn sem ís-
lenskt fyrirtæki stendur fyrir
slíkri kynningu í matvöruversl-
unum. En hefúr Dís smakkað
loðnu?
„Smakkað já, en spurðu mig
ekki hvort hún sé góð! Við
Linda ætluðum að skipta ein-
um bita en ég fékk hann eigin-
lega allan. Og ég býst ekkert
frekar við að smakka aftur í
bráð.“
1. TBL 1990 VIKAN 31