Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 33
TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON
▲ Stuttbuxnasamfestingur.
Nunnuhetta, gammósíur og háir
sokkar og hanskar.
► Kufl með hettu tekinn saman í
hliðum með belti. Krosssaumaður
að framan. Skrautband á neðri
hluta.
á bláum ís
r
Islensku nemarnir fjórir í fatahönnun, sem báru sigur úr bítum í
hönnunarsamkeppni Vikunnar og Smirnoff á íslandi og sagt var frá
í síðasta tölublaði, hafa síðustu vikur keppst við að sauma föt þau
er verðlaunateikningarnar sýndu. Fötin þurfa að vera tilbúin fyrir 29.
janúar, en þá fer fram keppni norrænna nema í fatahönnun í Helsinki.
Þaðan fer svo einn nemi frá hverju Norðurlandanna til Lundúna þar sem
úrslitakeppnin 1990 fer fram.
Nema fjórir sem unnu til verðlauna hér heima heita Þórunn Jónsdóttir,
Valgerður Melstað, Rósa Jónsdóttir og Valgerður Schopka. Tvær
fyrrnefndu stúlkurnar eru við nám í Róm, en hinar tvær í París. öllum
er stúlkunum boðið til Helsinki til að vera viðstaddar þegar úrslitin þar
verða tilkynnt. Arna Kristjánsdóttir fatahönnuður og fulltrúi Vikunnar í
þeirri þriggja manna dómnefnd sem réði úrslitum í keþpninni hér á landi
mun einnig eiga sæti í dómnefndinni I Finnlandi.
Franska tískukynningarfyrirtækið Promostyl lagði línurnar fyrir
keppendurna varðandi þemað, en það snýst um höfuðskepnurnarfjórar;
vatn, vind, jörð og eld.
Hér í opnunni birtum við teikningar Þórunnar Jónsdóttur, sem færðu
henni fyrstu verðlaun í forkeppninni hér heima. Yfirskrift hennar er:
Nunnur á bláum ís.Jeynd og Ijós tilbrigði. Og þemað er vatn í föstu
formi. Þórunn notar ullarefni í þykkara lagi í band við prjónaefni í
gammósíur, sokka og annað þess háttar. Litirnir sem hún valdi eru í
köldum tón. Einskonar tilbrigði við bláan frumlit.
Þórunn hélttil náms í fatahönnun við Esmod í Róm eftir eins árs nám
f Iðnskólanum í Reykjavík. Hún er nú að Ijúka fjórða og síðasta árinu
við Esmod og hefur þegar skilað inn lokaverkefni sínu.
l.TBL. 1990 VIKAN 33