Vikan


Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 34

Vikan - 11.01.1990, Qupperneq 34
DULFRÆÐI ÞÝÐING: BJARNI ÁRNASON Hér segir Margit Sand- emo, höfundur bóka- flokksins um ísfólkið, frá því er hún tvisvar stóð við dauðans dyr. Hún segir suma upp- lifa algjört tóm eða myrkur eins og djúpan svefn eða meðvitund- arleysi. Aðrir upplifi eitthvað alveg einstakt og hún sé sjálf ein af þeim. réBvar25ára Hvemig er að deyja? Tf il er fjöldinn allur af frásögnum fólks sem eitt augnablik hefur kynnst dauðanum af eigin raun. Þessar sögur eru flestar ótrúlega líkar og það er fyrst og fremst tvenns kon- ar reynsla sem þetta fólk hefúr orðið fyrir. Sumir hafa bara upplifað algert tóm eða myrkur eins og djúpan svefn eða meðvit- undarleysi. Við verðum bara að sætta okk- ur við það án þess að skilja af hverju það stafar. Hinir hafa upplifað eitthvað alveg einstakt og ég er ein af þeim og þá sögu ætla ég nú að segja ykkur. Enginn sem hefur fengið reynslu af því að deyja hefúr nokkru sinni sagt nokkuð um helvíti, djöfla eða illa tilveru þannig að mér finnst að við ættum að leggja til hliðar allar hugmyndir um slíkt. Djöfúlinn var þægilegt að hafa á miðöldum til þess að hræða fáffóða alþýðu manna frá ósiðlegu líferni, þjófnaði, morðum og öðrum ill- verkum. En hvaða staður er það sem í Biblíunni kallast Gehenna? Þetta er óhugn- anlegur dalur, kaldur og sem eyðimörk yfir að líta og er staðsettur suðaustur frá Jerúsalem. í þessum dal fórnuðu menn börnum sínum á altari hjáguðsins Moloks og seinna voru lík afbrotamanna og hræ sjálfdauðra dýra brennd á þessum stað. Þannig varð Gehenna hvílustaður for- dæmdra eftir dauðann eða með öðrum orðum helvíti. Þjóðsagan um tilvist helvít- is er í raun ekki stærri eða merkilegri en þetta. Ég held að það gangi ekki lengur að hræða fólk með svona sögum vegna þess að enginn sem farið hefúr yfir landamærin milli lífs og dauða hefúr haft nokkurn áhuga á að koma aftur til jarðlífsins. Það er ekki fyrr en eftir á, þegar fólk hefúr fengið tíma til að hugsa sig um aftur, að það segir: ,Jú, ég vil gjarna deyja, það var dásamleg tilfmning. En ég er ekki tilbúin ennþá því ég hef svo margt að gera hér á jörðinni sem ég þarf að ljúka og ég þarf að nota tíma minn vel.“ Það var eitthvað þessu líkt sem ég hugsaði með mér þau tvö skipti sem ég hef kynnst dauðanum af eigin raun. Fyrra skiptið var árið 1949 þegar ég var 25 ára gömul. Ég var stödd í litlu fæðingar- herbergi til að eignast mitt annað barn. Því miður var ég mjög blóðlítil og við fæðing- una missti ég hátt í tvo lítra af blóði. Lækn- ir var kallaður á staðinn en það var ekkert hægt að gera því tæki til blóðgjafar voru ekki til. Mér leið vel og ég var í einhvers konar móki. Ég heyrði lækninn og ljósmóðurina tala saman og nýfædd dóttir mín grét í lít- illi vöggu í herberginu. Læknirinn lyfti öðru augnlokinu á mér og ég sá að hann var mjög áhyggjufúllur. Ég færðist alltaf lengra og lengra burtu frá raunveruleikan- um og mér leið mjög vel. Það síðasta sem ég tók eftir var að læknirinn þreifaði eftir hjartslætti og sagði: „Nei, hér er enginn lífsneisti eftir. Hér er ekkert meira hægt að gera.“ Heyrnin er það síðasta sem deyjandi manneskja missir. En þrátt fyrir þetta var mér alveg sama. Síðan lyftist ég upp og sveif í lausu lofti hátt yflr rúminu og horfði niður. Ég sá sjálfa mig liggja í rúminu og ég sá að ég var náföl, eins hvít og rúmfötin. Læknirinn beygði sig yflr mig og ljósmóð- irin stóð hinum megin við rúmið og ég sá að hún var mjög taugaóstyrk. Litla dóttir mín grét hástöfúm í vöggunni og það flaut blóð um allt herbergið. Síðan fannst mér eins og ég þrýstist inn í dimm göng. Þau voru mjög löng en allt þetta gekk mjög fljótt fyrir sig og brátt sá ég ljós fyrir endanum á göngunum, langt í fjarska. Ljósið varð sífellt greinilegra og skyndilega var ég komin á áfangastað. Allt var fullkomlega kyrrt og þarna ríkti ólýs- anlegur ffiður. Mjúku skýhnoðrarnir, sem liðu hægt allt um kring, skiptu litum og voru ýmist hvítir, ljósbláir, bleikir eða gulir. Þetta var allt mjög fallegt og líktist engu hér á jörðinni. Síðan heyrði ég hljóð sem ég get ekki kallað tónlist því þessir tónar voru miklu fegurri en nokkur jarð- nesk tónlist. Margir sem orðið hafa fyrir sömu reynslu og ég segja þessa sömu sögu. En að einu leyti er mín saga mjög frábrugðin sögum annarra. Flestir segja frá því að látn- ir náskyldir ættingjar hafi tekið á móti þeim hinum megin en sá sem tók á móti mér var aðstoðarmaður minn, þessi með fallegu augun sem geisluðu af ást og um- hyggju og ég hef þegar sagt ykkur frá í einni af fyrri greinum mínum hér í Vik- unni. Ég var alveg óhrædd og var glöð yfir því að vera með honum á þessum stað. Allt var gott. Hann breiddi út faðminn á móti mér og við gengum hvort á móti öðru og ég vissi að ég var komin heim. Ég hafði aldrei fyrr upplifað aðra eins sælu á ævinni. En skyndilega varð allt dimmt aftur og ég var aftur komin í sömu göngin og ég hafði verið í áður. Mér var þrýst til baka og var allt í einu aftur komin í sjúkrarúmið. Þá skyndilega heyrði ég í lækninum sem sagði: „Guð minn góður, hún er lifandi!" Fyrst varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég hafði verið „heima“ og skyndilega hafði Frh. á bls. 35 34 VIKAN l.TBL.1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.