Vikan - 11.01.1990, Side 36
Panneruð kjötsneið
að hætti Vínarbúa
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími 40 mín.
Hófundur: Sverrir Halldórsson
Kjöt
INNKAUP:
500 g kálfakjöt
2 egg
hveiti
rasp
1/2 flak kryddsíld
1 sítróna
40 g capers
200 g smjör
steinselja
Helstu áhöld: Buffhamar, panna,
steikartöng, hnífur
Ódýr Sl Erfiður □ Heitur Sl
Kaldur □ Má frysta H Annað:
ADFERÐ:
■ Kjötiö skorið í 4 jafnþunnar sneiöar
■ Eggin slegin saman og krydduð meö salti og pipar.
■ Kjötsneiðunum velt upp úr hveiti, eggjum og raspi, síðan brúnaðar á
vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið.
■ Þá eru sneiðarnar settar inn í heitan ofn þar sem þær eru látnar steikjast
í gegn.
■ Sítrónan er skorin eins og á mynd, kryddsíldin skorin í ræmur og lögð
í hálfhring og capers settur í miðjuna og skreytt með steinselju.
■ Borið fram með steiktum kartöflusneiðum, fersku grænmeti og brúnuðu
§ smjöri.
Opið alla daga vikunnar
Grundarkjör
Stakkahlíð 17, sími 38121
Furugrund 3, sími 46955
Reykjavíkurvegi 72, sími 53100
Brœðraborgarstíg 43, sími 14879
Steiktur skötuselur
á sítrónu-sinnepssósu
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími 15-20 mín.
Höfundur: Sverrir Halldórsson
Fiskur
INNKAUP:
ADFERD:
800 g skötuselur
1 sítróna
3 msk dijon sinnep
V4 I rjómi
8 cl hvítvín, þurrt
salt og pipar
Helstu áhöld: Panna, hnífur,
sleif, steikartöng
Ódýr □ Erfiður □ Heitur Sl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
■ Skötuselurinn skorinn í 8 jafnar sneiðar sem velt er upp úr hveiti og
brúnaðar á vel heitri pönnunni og geymdar á heitum stað.
■ Hvítvíninu hellt út á pönnuna og steikarskófin leyst upp. Þá er rjóman-
um og sítrónusafanum bætt út í og soðið saman í tvær mínútur.
■ Þá er sinnepinu hrært saman við og látið samlagast sósunni. Bragðbætt
með salti og pipar.
■ Borið fram með kartöflum og fersku grænmeti.
■ Mjög gott er að hafa þurrt hvítvín með þessum rétti.
Opið alla daga vikunnar
Grundarkjör
Stakkahlíð 17, sími 38121
Furugrund 3, sími 46955
Reykjavíkurvegi 72, sími 53100
Brœðraborgarstíg 43, sími 14879