Vikan - 11.01.1990, Page 39
5MÁ5AC5A
áðan, ég held ég þyrði að bölva mér upp á
að hún hefur einhvern sagnaranda. Þetta
er í annað sinn sem hún kemur með ná-
kvæmlega það efhi sem við erum að sækj-
ast eftir.
Marco virtist hálfskömmustulegur yfir
því að geta ekki látið mig hafa það starf
sem ég óskaði eftir en þannig gengur þetta
svo ég sagði: — Þetta er allt í lagi, Marco, ég
tek skartgripina.
Þannig byrjaði martröðin, sem næstum
var búin að ganga frá mér. Hún náði í óska-
verkefrii mitt að teikna nýju tískuna fyrir
vikublöðin. Hún rændi líka öðru verkefhi
frá mér; að teikna auglýsingapésa fýrir nýja
verslun, sem verslaði með kínverska
skrautmuni, og var um það bil að hefja
starfsemi sína. Og svo var það fleira og
fleira.
Smátt og smátt fór ég að efast um getu
mína. Ég var ágætis auglýsingateiknari en
ég hafði líka töluverða löngun til list-
sköpunar, sem ég varð að fá útras fyrir.
Þegar ég hafði tíma málaði ég, en það er
dýrt að lifa, vera vel klædd og það kostaði
líka heilmikið að kaupa efni til að vinna úr.
í fimmtán ár hafði ég haft auglýsingateikn-
un að atvinnu og seldi vinnu mína á frjáls-
um markaði. Fyrst í stað fannst mér þetta
bæði spennandi og skemmtilegt en svo fór
glansinn að fara af því og þetta varð eins
og hvert annað fast starf. Ég þurfti að ljúka
verkefnum fyrir ákveðinn tíma, ég þurfti
líka að eltast við geðvonda ffamkvæmda-
stjóra, hlaupa eftir sporvögnum, sem ég
stöðugt missti af, oft eyðilagði ég allt sem
ég hafði gert, með því að hella niður
teiknibleki í flaustrinu, — og svo bættist
hún við.
Að lokum kom að því eitt kvöldið að ég
ákvað að gefa fjandann í þetta allt saman.
Ég varð að viðurkenna að þessi stelpa
hafði unnið kapphlaupið. En það var ekki
þar með sagt að það væri úti um mig. Allt
mitt líf hafði ég haft löngun til að skrifa. Ég
hafði meira að segja einu sinni komist það
langt að ég lauk við fýrsta kafla bókar. Og
þegar ég nú stóð þarna við gluggann, sötr-
aði viskíblönduna og svalaði mér með því
að tuldra blótsyrði út yfir borgina, tók ég
ákvörðun. Ég lét ekki þar við sitja, ég fór
strax að taka saman föggur mínar. Daginn
eftir borgaði ég skuldir mínar og fór svo til
Marcos.
Þegar ég sagði honum að mig hefði allt-
af langað til að skrifa og nú væri komið að
því að ég léti verða af því að reyna hvað ég
gæti fékk hann allt að því æðiskast:
— Nei, hrópaði hann. — Ekki þú líka!
— Hvað meinarðu með því að segja líka?
sagði ég og óttaðist nú hið versta.
— Jú, keppinautur þinn, sem þú kallar
svo, er líka farin að skrifa sögur.
Ég galopnaði munninn, eins og asni, og
hné niður í hægindastól.
— Jahá, sagði Marco hæðnislega, — svo
þú ætlar að fara að skrifa skáldsögur. Jæja,
við höfum haft ágætis samvinnu, svo lengi
sem það varði. Ég óska þér til hamingju,
það veitir ekki af að biðja vel fyrir þér...
Svo sneri hann alveg við blaðinu, varð fok-
vondur og hvæsti: - Heyrðu, ég held þú
sért orðin geggjuð. Skrifa! Ekki nema það
þó! Á hverju ætlarðu að lifa? Mér kemur
þetta auðvitað ekki við. En eitt get ég sagt
þér. Hún svíkur okkur ekki. Hún vinnur
allt sem við biðjum hana um og skrifar
líka. Ef hún getur gert það ættir þú að geta
skrifað í hjáverkum eins og hún. Hvers
vegna geturðu það ekki?
— Marco, sagði ég og nú gat ég ekki
lengur kæft kjökrið. — Ég get hreinlega
ekki haldið áffam. Ég er búin að fá nóg,
skilurðu það, meira en nóg! Það er henni
að kenna, norninni! Hún les hugsanir, hún
nær í allar hugmyndir sem fæðast í mínum
auma haus. Hún framkvæmir hugmyndir
sem myndast í höfðinu á mér, gerir ffum-
drætti og hraðar sér til þín með teikning-
arnar áður en ég næ því að byrja á þeim.
Hún tekur allar hugmyndir mínar, öll
verkefhi mín, gerir þau miklu betur en ég
get sjálf gert þau og... og ég held að ég sé
að verða geggjuð! Marco, hún er hugles-
ari, það varst þú sjálfur sem sagðir það.
Hvernig á ég að berjast gegn þessu? Og nú
fór ég að gráta fyrir alvöru.
— Hamingjan hjálpi mér, hættu að
gráta! Ég þoli ekki að sjá konur gráta. Ef þú
hættir skal ég bjóða þér í hádegisverð.
Næstu klukkutíma sötraði ég eina sjö
eða átta kokkteila — fyrir hádegisverð. Ég
man ekki til að við borðuðum nokkurn
mat en við hesthúsuðum ein ósköp af
vökva. Þessi þvali dagur og kvöld, því það
var örugglega þó nokkuð rakt, endaði ekki
fyrr en klukkan eitt um nóttina. Við
kvöddumst, grátklökk, við dyrnar hjá mér
og ég féll um sjálfa mig í svefnsófann þegar
ég kom inn.
Morgunhljóð borgarinnar vöktu mig
næsta dag og aðra eins timburmenn hefur
örugglega enginn haft, að minnsta kosti
enginn sem hefur lifað það af. Eftir stund-
arkorn gat ég þó dregist ffam úr og leit í
spegil. Drottinn minn, þvílíkt útlit!
En smám saman náði ég mér. Ég tók
plasthettuna af ritvélinni, setti pappír í
valsinn og byrjaði að skrifa upphafið að
smásögu, sem hljóðaði þannig: — Ég sá
hana aftur í dag ...
Ég sat við allan daginn, n;fcrðist á kaffi og
kökum með súkkulaðihjúp og reykti ein-
hver ósköp af sígarettum. Þessi magnlausa
reiði sem logaði innra með mér jókst eftir
því sem ég skrifaði meira. Klukkan sex var
sagan búin og mér fannst hún ágæt, þegar
ég las hana yfir; söguþráður skýr og hæfi-
legur biturleiki í frásögninni. Þetta var ein-
mitt þess háttar smásaga sem vikublöðin
sóttust eftir. Ég stakk handritinu í brúnt
umslag, lokaði því og setti á það allt of
mörg frímerki, svo hljóp ég niður stigann
og æddi að næsta póstkassa.
— Þarna, skömmin þín, reyndu bara að
eyðileggja þetta... urraði ég við sjálfa
mig. Lögregluþjónninn á horninu Ieit á
mig hornauga.
Reiðin þvarr, ég fann aðeins til þreytu
og ákvað að fara snemma að sofa. Ég kom
við í blaðaturni, keypti nokkur vikurit.
Þegar ég kom upp í herbergið mitt bjó ég
til súpu. Þegar ég hafði borðað hana teygði
ég úr mér á svefnsófanum og fór að Iesa
blöðin.
Með þeirra hjálp var ég alltaf vön að
komast inn í einhvern ævintýraheim þar
sem allir höfðu það verra en ég. Ég las af
kappi, þangað til ég kom að smásögu með
yfirskriftinni Nemesis. Smásagan byrjaði á
þessum orðum: - Ég sá hana aftur í dag...
Meira þurfti ég ekki að lesa. Ég starði og
starði, svo hentist ég upp af sófanum og
fleygði blaðinu í gólfið.
Sjóðandi vonska og bitur auðmýking
flaug í gegnum mig og það komst ekkert
annað að í þessari tilfinningaþvælu en ein
hugsun - morð. Ég fór í kápu og flýtti mér
á barinn sem næstur var. Þar tók ég upp-
áhaldsbarþjóninn minn, Parnell, strax tali.
— Sæll, Parnell. Skota og ís og vertu nú
fljótur. Hafðu hann tvöfaldan.
— Skal gert. Hvernig líður þér annars?
- Prýðilega. Segðu mér eitt, hvað finnst
þér um þetta með sporvagnana? Það eru
uppi háværar raddir um að láta þá hverfa
algerlega. En ég myndi sakna þeirra.
— Ég líka. En fólk er orðið svo hrætt
við þá. { gær datt einhver ferðamannsauli
út úr einum þeirra.
— Er það satt? Ég hef ekki lesið blöðin.
En hvað um það, það er víst nóg af fólki í
veröldinni. Allt of margt fólk. Ég hló með
sjálffi mér, í fyrsta sinn í margar vikur.
Heyrðu, Parnell, þú ert einn af bestu vin-
um mínum, þú ert alltaf notalegur og legg-
ur ekki í vana þinn að særa fólk.
Hann hló glaðlega en hélt áfram að
þurrka glösin. Við vorum ein í salnum.
— Pamell, þú ert hygginn maður. Veistu
það að stundum, þegar ég finn sárt til ein-
manaleikans, hef ég það á tilfinningunni að
það eigi fýrir mér að liggja að detta út úr
sporvagni og verða undir vörubíl. Finnst
þér þetta ekki kjánalegt. Þetta er vegna ár-
ans háu hælanna, maður er svo óstöðugur
á þeim. Kvenfólk klæðir sig líka svo
heimskulega. Ég hef andstyggð á kven-
fólki. Ég er sjálf kona en hef andstyggð á
konum. Ég horfði þunglyndislega niður í
glasið mitt.
— Ég hef ekkert á móti konum, sagði
Parnell og hló. - Þú ert eitthvað þunglynd
núna. Viltu ekki aftur í glasið, ég býð?
— Nei, takk, ég er bara þreytt. Ég hefði
best af því að flýta mér heim í rúmið. Ég
þarf að vinna á morgun.
— Það var rétt, upp með höfuðið. Hann
horfði hlæjandi á eftir mér þegar ég gekk
út um dyrnar.
Ég gekk hugsandi heim, rólegum
skrefum. Það ætti ekki að vera svo erfitt að
fá færi á henni. Hún fór alltaf með sama
vagni og ég. Ég dró rúmfötin upp úr skúff-
unni og eins og til að undirbúa frelsisstríð
mitt sofnaði ég snemma. Ef ég ætlaði að ná
góðum árangri var nauðsynlegt að vera út-
hvíld og róleg.
Þegar ég klæddi mig næsta morgun fór
ég í lághæla skó og klæddi mig í þægilegt
pils og peysu. Taugar mínar voru eins og
hert stál og ég brann af hefndarþorsta. Ég
Frh. á bls. 39
l.TBL.1990 VIKAN 37