Vikan - 11.01.1990, Page 41
5MA5AC5A
Silvia Seidel - „Anna“
Mörg ykkar dreymir um að verða leikari
eða dansari. Þessi draumur rættist hjá Silviu
Seidel sem þá var sautján ára og fékk aðalhlut-
verkið í þáttunum um Önnu.
Silvia býr í gömlu leiguhúsnæði í Harlach-
ing hverfinu í Múnchen ásamt fjölskyldu
sinni. Foreldrar hennar eru Wolfgang og
Hannelore Seidel. Þau hafa stutt dóttur sína í
list hennar og höfðu ekkert á móti því að hún
hætti í skóla fimmtán ára til að geta snúið sér
óskipt að dansinum. Núna er hún tvítug. Hún
á afmæli 23. september og er því í stjörnu-
merkinu mitt á milli meyju og vogar. Hún er
á fúllu í að byggja sig upp sem dansara. Þrátt
fyrir þessa ástríðu sína er hún bara venjuleg
lífsglöð ung stúlka.
Eftir að gerð þáttanna lauk fékk Silvia aðdá-
endabréf í þúsunda tali, hundruð viðtala,
mjög oft þátttöku í aliskyns sjónvarpssýning-
um auk verðlaunanna sem áður var getið,
brons Bravo-Ottoinn.
Afit í einu var ballettskólastúlkan orðin
þekkt persóna, sem fólk lagði ýmsar spurning-
ar fyrir. Um þessar mundir fór Silvia að halda
dagbók. Þar skrifaði hún um reynslu sína í
ballettskóianum, við töku þáttanna og ýmis-
iegt annað. Með samtölum við rithöfúndinn
Marieluise Múller og með hjálp dagbókarinn-
ar er orðin til bók með fjölda mynda, sem
heitir„Silvia Seidel-Anna og ég“ og mun verða
gefin út af Loewe forlaginu, í byrjun febrúar.
„Frumdrög að dagbókinni gerði ég aðeins
að gamni mínu,“ segir Silvia. „En mér finnst að
aðdáendur mínir eigi það inni hjá mér að fá í
þessari bók svör við ýmsum spurningum, sem
þeir hafa spurt mig í bréfúm sínum, en ég ekki
haft tíma til að svara. Það myndi gleðja mig
mikið ef dagbókin mín veitti öðru ungu fólki
kjark.“
Þrátt fýrir mikla vinnu við að læra handritið
og æfa tökurnar fyrir þættina um Önnu og
standa í fjóra mánuði bæði í París og Múnc-
hen fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar
þurfti hún að æfa dansinn til að halda sér í
formi.
f París æfði hún með hóp sem saman stóð af
fólki ffá öllum heimshornum. Þau dönsuðu
mikið jassbaliett sem var mikil tilbreyting ffá
þeim klassíska.
Sifvia steffiir að því að ná langt í dansinum
og gæti eflaust hugsað sér að leika í fleiri kvik-
myndum. □
Frh. af bls. 37
stóð við hornið og beið. Eftir stundarkorn
kom litli, hrörlegi sporvagninn skröltandi
og stansaði við biðstöðina. Yst á einum
bekknum sat hún. Hún var í nýrri dragt og
ef nokkuð var hægt að segja þá var hún
ennþá fallegri en sú sem hún hafði verið í
áður. Á fótunum hafði hún skó með mjög
háum, mjóum hælum, sem örugglega
höfðu kostað að minnsta kosti fjörutíu
dollara, og á hnjánum var fína leðurtaskan.
— Sæl vertu, sagði ég og settist við hlið
hennar.
- Góðan daginn, sagði hún á þann hátt
sem alltaf reitti mig til reiði.
Fleiri orð fóru ekki á milli okkar.
Nú var ég reiðubúin. Þegar sporvagninn
rann niður að brekkunni, nálguðumst við
hana ffá tveim hliðum. En ennþá var
stundin ekki runnin upp. Við tókum beygj-
una og héldum áfram niður aðra brekku
og þegar sporvagninn hægði á sér stóð
hún upp til að stíga niður. Hún hafði tösk-
una undir vinstri handlegg og hélt fast í
stöngina með þeirri hægri. Það var dálítið
hvasst og ég varð að halda báðum höndum
undir logann meðan ég kveikti t sígarett-
unni. Stór vörubíll kom á móti okkur. Nú
stóð ég líka upp og þóttist hrasa en þrýsti
um leið sígarettuglóðinni á hægri hönd
hennar. Hún hljóðaði upp en þá sparkaði
ég af alefli í fjörutíu dollara skóna. Hún
fálmaði út í loftið og datt niður á götuna.
Það ískraði og hvein í hemlum en vörubíll-
inn gat ekki varist að aka á hana og þeyta
henni utan í gangstéttina. í nokkrar mínút-
ur var allt í uppnámi. Um stund horfði ég
á alla óreiðuna en svo kastaði ég sígarett-
unni kæruleysislega í göturæsið og gekk
burt. Nú var ég þó laus við hana.
Þetta slys orsakaði meiri blaðaskrif en
nokkru sinni fyrr um það hve hættulegir
þessir sporvagngarmar væru og ég ákvað
að vera kyrr í borginni þrátt fyrir allt. Ég
tók allt dótið mitt aftur upp úr töskunum
en ritvélina læsti ég kyrfllega inni í skáp.
Skáidskapargáfan varð að bíða þangað til
ég væri búin að fá nóg af þeim verkefhum,
sem nú hrúguðust upp í kringum mig. Ég
hló við sjálfri mér í baðherbergisspeglin-
um og nú var ég ákveðin í því að leggja
fyrir svo mikla peninga að ég gæti tekið
rriér ársfrí og farið til Mexíkó.
Lánið blasti líka við mér ffá þessari
stundu ...
Ég breytti hárgreiðslunni og fór að
grenna mig og um leið fékk ég meira sjálfs-
traust. Til þess að spara ennþá meiri pen-
inga keypti ég litla saumavél og saumaði
fötin mín sjálf og ég var betur klædd en
nokkru sinni fyrr. Ég keypti líka rándýra
krókódílaskinnskó og skjalatösku úr leðri,
sem ég var búin að mæna á í búðarglugg-
anum í margar vikur. Eftir því sem ég varð
öruggari því betri verkefrii fékk ég og
Marco var stórlega glaður yfir verkum
mínum. Loksins var ég búin að ná því sem
ég ætlaði. Ég var laglegri, betur klædd en
áður og frillkomlega róleg í allri fram-
komu.
Svo var það einn dag, fyrir nokkrum
vikum, að þessi óþolandi stelpa settist við
hliðina á mér í sporvagninum og mændi á
mig mjóum augum.
— En hvað þér eruð í fallegri dragt,
sagði hún.
- Takk fyrir, sagði ég og mér fannst ég
vera að mala eins og köttur. Það leit út
fyrir að hún væri líka á leið til teiknistof-
unnar. Hún var í ósmekklegum kjól og
skjalataskan hennar var úr ljótu gerviefni.
Ég heyrði að hún kom á eftir mér upp stig-
ann og að hún hrasaði í öðru hverju þrepi.
Hún þyrfti að megra sig um nokkur kíló.
Hvers vegna skyldu ungar stúlkur vera
svona kærulausar um vaxtarlagið? Hún
fylgdi líka á eftir mér inn í biðstofuna.
Auðvitað gekk ég beint inn til Marcos en
hún settist þarna frammi, ósköp óásjálegt
telpukorn og bjálfaleg í ffamkomu. Ég er
viss um' að hún nagaði á sér neglurnar og
keðjureykti.
Skrifborð Marcos var fúllt af teikningum
eins og venjulega. Ég fleygði mínum teikn-
ingum í hrúguna.
- Guði sé lof fyrir þig, elskan, sagði
Marco. — Stundvís eins og venjulega. Viltu
borða með mér hádegisverð?
Ég sendi honum fingurkoss, leit yfir öxl-
ina og sigldi út um dyrnar. — Auðvitað,
sagði ég, - sama stað og tíma!
í biðstofunni beið stúlkutetrið illa greitt
og illa snyrt að öllu leyti. Hún horfði eitt-
hvað svo einkennilega á mig. Mér fannst
það svo óþægilegt að ég fékk einhvern
skjálfta í mig. Vesalingurinn. Nú sé ég hana
í sporvagninum á hverjum morgni og allt-
af skal hún setjast við hliðina á mér. Hún
keðjureykir og lítur út fyrir að vera ákaf-
lega taugaveikluð. Ég væri ekkert hissa
þótt mér væri sagt að hún drykki líka. Það
er mikil samkeppni á öllum sviðum nú til
dags og það væri ekkert undarlegt að hún
öfúndaði mig. Stundum fmnst mér sem ég
hafi fengið eitthvert sjötta skilningarvit, að
minnsta kosti næ ég því alltaf að komast
inn á teiknistofuna á undan henni.
Nú er ekki svo langt þangað til ég kemst
til Mexíkó. Ég get varla beðið eftir síðasta
degi mínum í borginni, síðustu máltíðinni
með Marco, síðasta verkefriinu og síðustu
sporvagnsferðinni. □
l.TBL. 1990 VIKAN 39