Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 46
DRAUMUR
Afa þínum
hefur þótt
hann þurfa
að minna
þig á þetta
Kæri draumráðandi!
Fyrir u.þ.b. viku dreymdi
mig draum sem ég tel að hafl
einhverja merkingu. Áður en
að draumnum kemur verð ég
að láta nokkur atriði koma í
ljós. Þetta er það sem gerðist í
raun og veru.
Ég átti afa og ömmu í Hafn-
arfirði en nú eru þau bæði
dáin. Afi dó á undan ömmu
eða árið 1983 en amma dó
1985. Áður en mig dreymdi
drauminn hafði ég ekki nýlega
hugsað um þau þannig að þau
voru mér ekki ofarlega í huga.
Hér kemur draumurinn:
Ég kom hjólandi að húsi afa
og ömmu og eiginlega ætlaði
ég ekki í heimsókn en þar sem
ég sá afa í glugganum fór ég
inn. Mér fannst eins og hann
væri einn eftir í kotinu og
amma væri dáin. Þegar ég kem
inn segir hann við mig: „Ég hef
svolítið handa þér sem ég ætla
að biðja þig um að máta.“
Hann fann hlutinn og reyndist
það vera gömul skyrta af
ömmu (notuð en ekki illa
farin). Mér fannst eins og hann
væri að reyna að selja okkur
ættingjunum fötin af ömmu.
Skyrtan, sem afi kom með, var
bleik- og hvítköflótt með
brúnum teinum eða strikum á
milli. Ég tók mest eftir bleika
litnum. Ég man ekki alveg
hvort ég mátaði hana eða ekki
en ég tók eftir því að skyrtan
var af grannri manneskju
(amma var frekar feit í lifanda
Iífi).
Næst segir afi við mig: „Ég
skal selja þér hana á 1500
krónur." Mér fannst þetta of
hátt verð þar sem mér líkaði
ekki blússan allt of vel. Ég
sagði því við afa: „Ég skal
kaupa hana af þér á 600
krónur.“ Þá finnst mér eins og
tengdadóttir afa sé stödd
þarna líka og hún segir: „Hvað
heldur þú að þú kaupir ekki
skyrtuna af afa þínum á 1500
krónur."
Stuttu eftir þetta vaknaði ég.
Draumurinn er mér enn mjög
skýr og greinilegur. En það er
margt sem mér finnst skrítið í
honum og ég held að hafi ein-
hverja merkingu.
Með von um draumráðn-
ingu.
Stefanía Sæmundsdóttir.
Það er augljóst að afi þinn
hafði samband við þig meðan
þú svafst. Lögmálin eru önnur
á andlega sviðinu þangað sem
við förum á nóttunni og verð-
um við því að reyna að ráða
gátumar sem draumamir
leggja fyrir okkur.
Pú minnist því miður ekki á
hvort þetta séu foður- eða
móðurforeldrar þínir. Ef þetta
er móðuramma tril ég benda á
að móðurömmur taka gjam-
an á sig hlutverk vemdara
dótturdóttur, sérstaklega þeirr-
ar elstu.
Hvað sem því líður átt þú að
þiggja frá ömmu þinni eitt-
hvað sem þérþykirþú þwfa að
fóma of miklu fyrir. Honum
afa þmum hefur þótt hann
þutfa að minna þig á þetta.
Par sem blússan var bleik og
hvít að mestu og þú tókst mest
eftir bleika litnum ráðlegg ég
þér að biðja fyrir hetmi ömtnu
þinni og senda henni. hlýjar
kveðjur á hverju kvöldi áður
en þú ferð að sofa. Pað hjálþar
því sem koma skal að verða.
Tengsl milli
kvenna innan
fjölskyldu
KÆRI DRAUMRÁÐANDI
Fyrir þremur árum, þegar ég
gekk með eldri dóttur mína,
dreymdi móður mína að hún
hefði alið sveinbarn. Kom ég
þá til hennar og sagði henni að
hún skyldi láta skíra drenginn
Egil.
RÁÐNING
Hér er gott dœmi um tengsl
milli kvenna innan fjölskyldu.
Pað er algengt og eðlilegt að
móður dreymi að hún hafi
fcett bam sem dóttir hennar
gengur með í vökulífinu. Þar
sem móðir þín veit ekki kyn
bamsins, sem þú getigur með,
hefur hún það son og lengir
það þér með því að í draumn-
um vilt þú ákveða nafnið á
haminu.
GINSENG
Frh. af bls. 41
stærð og vera að minnsta kosti
sex ára gamlar.
Rautt eðalginseng er aðeins
unnið úr bestu rótunum og
lögin segja til uni hvernig
vinnslu á rótinni skuli háttað.
Þá er beitt háþróaðri aðferð
sem tryggir varðveislu virku
efnanna en þau ganga undir
samheitinu ginsengósíðar. í
vinnslunni er rótin meðal ann-
ars gufúhituð við 80 gráður á
Celsíus og við það breytist lit-
ur rótarinnar og verður rauð-
ur. Eins og fýrr segir hafa rækt-
unarsvæðin einnig úrslitaáhrif
hvað varðar gæði ginsengs en
mismunandi jarðvegur, veðr-
átta og vinnsluaðferðir valda
gæðamun á ginsengafurðum.
Utan Kóreu er ginseng ræktað
í Kína, Japan, Sovétríkjunum,
Bandaríkjunum og Kanada.
Ginseng vinsælast
í Húnavatnssýslu
Eins og fýrr segir þá segja
fornar heimildir að ginseng
hafi bætandi áhrif á ýmsa þá
kvilla sem þjá menn í amstri
dagsins, en hvað segja nútíma-
heimildir? Reyndar er stöðugt
verið að rannsaka virkni gins-
engs og eitthvað nýtt að koma
í ljós, en í stuttu máli má segja
að nútímarannsóknir styðji
það sem ffam kemur í þeim
fornu um áhrif ginsengs auk
þess sem ýmis áhrif á aðra lík-
amsstarfsemi en þar er nefnd
hafa komið ffam. Eitt af því
sem gamlar og nýjar heimildir
eru sammála um er að ginseng
hafi góð áhrif á kynkirtlastarf-
semina en samkvæmt heimild-
um ffá umboðsmanni rauða
Kóreu-ginsengsins á íslandi,
Sigurði Garðarssyni, selst gins-
engið mjög vel en þó á fáum
stöðum betur en í Húnavatns-
sýslu og það gæti verið for-
vitnilegt að vita hvort ginseng-
ið hefur haft þau áhrif þar í
sveit að barneignum hafi fjölg-
að að undanförnu eða sé að
fjölga ... Húnvetningar, við
bíðum spennt eftir að heyra
frá ykkur.
(Heimildir: Ritröð Ginsengríkiseinkasölu
lýðveldisins Kóreu. „Ginseng: Næringarrík
rót eða náttúrulyf?" Grein e. Indriða
Karlsson. „Ginsengjurtin: Upplýsingar og
gagnáróður“ Grein e. Geir V. Vilhjálms-
son.)
Tafla:
Hér er tafla sem sýnir mæling-
ar í millígrömmum á virkefn-
um í hverju grammi af gins-
engtegundunum:
Síberískt ginseng hylki.... 1,7
Ekta Panax ginseng G1000 ... 24.2
Kóreskt Panax ginseng 1000 . 19,2
Action rússnesk rót......... 14,2
Tai-ginseng................. 13,9
Gericomplex ................ 20,4
Ginsana G115 ................ 5,8
Gerimax..................... 37,6
Panax 600 ginseng............ 6,0
Kóreskt ginseng hylki....... 28,9
Hreint sterkt ginseng ...... 20,3
Rautt kóreskt ginseng...... 70,1
Rautt kóreskt ginseng extrakt. 167,0
STÓRBORGIR EVRÓPU
SVÖR VIÐ SPURNINGUM Á BLAÐSÍÐU 40.
l:a. 2:C. 3:a.
7:a. 8:a. 9:b.
13:a. I4:b. 15:C.
19:b. 20:C.
Yfir 900 stig: Þekking þín á
evrópskum stórborgum er að-
dáunarverð. Þú kennir ef til
vill landafærði?
800-890 stig: Þekking þín er
töluvert meiri en í meðallagi.
Þú hefur greinilega mikinn
áhuga á sögu og landaffæði —
eða hefúr ferðast óvenju víða.
700-790 stig: Yfir meðallagi.
Ber vitni um góða almenna
þekkingu.
600-690 stig: Góður árangur.
Þú ert nokkuð vel að þér í
stórborgum Evrópu.
500-590 stig: Aðeins undir
meðallagi. Landaffæði og saga
eru líklega ekki þín aðaláhuga-
mál en eitthvað veistu þó.
4:b. 5:b. 6:b.
10:a. 11:C. 12:b.
l6:b. 17:a. 18:a.
400-490 Stig: Ef þú ætlar í Evr-
ópureisu máttu alls ekki
gleyma kortum og ferðahand-
bókum því borgirnar í Evrópu
virðast vefjast nokkuð fýrir
þér.
300-390 stig: í hreinskilni
sagt var þetta ekki góð fram-
mistaða — þú ert ekki sér-
ffæðingur í borgum í Evrópu.
200-290 stig: Nú elti óheppn-
in þig — eða veistu ef til vill
næsta lítið um þetta efni? Ef þú
ætlar til Evrópu, væri senni-
lega góð hugmynd að afla sér
upplýsinga um hvað borgirnar
þar heita og hvar þær eru.
Undir 200 stigum: Ótrúlegt!
Þetta ætti ekki að vera hægt en
þér hefúr tekist það.
44 VIKAN l.TBL. 1990