Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 50

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 50
IW) ERLENDI5 „Að flytja heim var ekki auðveld ákvörðun eftir þetta langan tíma,“ segir Guðlaug Guðjónsdóttir, sem stundaði nám í bænum Husqvama í Svíþjóð. Fjölbreytt námsskrá í upplýsingafræði MYND OG TEXTI: ÞÓRDÍS E. ÁGÚSTSDÓTTIR I Guðlaug Guðjónsdóttir, fædd 7. febrúar 1957. Upplýsingafræði í Jönköping, Svíþjóð. Lauk I stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1977. ' Guðlaug Guðjónsdóttir lærði upp- lýsingafræði (Information tech- nique) og tók hagfræði, tölffæði og tölvufræði sem framhaldsnámsgrein við Háskólann í Jönköping. Hún starfar nú hjá útgáfu- og kynningarfyrirtækinu KOM (Kynning og markaður hf.). Guðlaug sagði að upphaflega hefði hún stefnt að því að verða blaðamaður og fór með því hugar- fari í norrænan lýðháskóla í Svíþjóð árið 1977-78, á svokallaða blaðamannalínu. Guðlaug fluttist síðan aftur til Svíþjóðar og eftir tveggja ára dvöl í landinu ákvað hún að hefja nám í upplýsingafræði. Þá taldi hún sig hafa náð nokkuð góðu valdi á mál- inu en það er mjög mikilvægt í slíku fagi. Á þeim tíma sem Guðlaug hóf nám við skól- ann var aðeins hægt að læra upplýsinga- ffæði við Háskólann í Jönköping sem heila námslínu en síðan hefur þetta þróast og núna eru margir háskólar í Svíþjóð með upplýsingafræði á námsskrá. Nám í upplýsingafræði tekur að meðal- tali þrjú ár og er námsskráin mjög fjöl- breytt. Nemendur eru búnir undir að vinna með upplýsingar og þjálfaðir í að koma þeim á framfæri við almenning eftir mismunandi leiðum. Það er til dæmis gert í formi greina í dagblöðum eða tímaritum, með auglýsingum, bæði prentuðum og lif- andi (til dæmis í sjónvarpi), einnig í gegn- um þáttagerð í sjónvarpi og útvarpi og með því að nota ýmiss konar prent, svo sem vegg- og auglýsingaspjöld. íhugað er mjög gaumgæfilega með nemendum hvernig upplýsingaflæði gengur fyrir sig og hvert sé hlutverk þess aðila sem situr uppi með upplýsingar frá einum aðila og þarf að koma þeim á framfæri til annars eða annarra aðila. í Jönköping er nám i upplýsingaffæði skipulagt þannig að öll árin er kennsla í sænskri tungu, möguleikar tungumálsins eru athugaðir og einnig er fjallað um breytilega málnotkun, bæði mismunandi þjóðfélagshópa og eftir landshlutum. í ffamhaldi af þessu æfa nemendur sig í að semja og skrifa á sænsku og lögð er áhersla á að þeir geti skrifað á því tungumáli sem meirihluti almennings skilur. Nemendum er þannig þröngvað til að „túlka“ mál sérmenntaðra hópa þjóðfélagsins, svo sem lækna og hagfræðinga, yfir á tungumál al- mennings. Jafnffamt er lögð áhersla á að forðast slangur. Félagsfræði er kennd á fyrsta og þriðja ári og eru þá athuguð tengsl fjölmiðla og almennings og hver séu áhrif fjölmiðla á almenning. Fjölmiðlun og upplýsingafræðitækni eru fög sem fjalla um hlutverk fjölmiðla og uppbyggingu fjölmiðlakerfa en einnig eru athuguð ýmiss konar vandamál sem koma upp innan fjölmiðlanna á alþjóðagrund- velli. Önnur bókleg fög, sem nemendum ber skylda til að læra, eru þjóðháttafræði, stjórnmálafræði, hagfræði, sálar- og upp- eldisffæði og aðferðafræði fjölmiðla. Hins vegar geta nemendur tekið valfög og stendur valið þá á milli lögfræði, ensku og þjóðhagfræði. Fyrir utan bóklegu grein- arnar fá nemendur verklega þjálfun sem á að gera þeim kleift að notfæra sér ólíka samskiptamiðla samfélagsins. Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa mismunandi gerðir blaðagreina í dagblöð og tímarit, fá kynn- ingu í fjölbreytilegum möguleikum í skipulagningu og hönnun á útlitsteikningu bóka, blaða eða auglýsinga, eru þjálfaðir í notkun myndbandatækja og skeytingu myndbanda sem og öðrum atriðum varð- andi myndbandafféttamiðlun og þátta- gerð. Guðlaug tók fram að þetta nám væri alls ekki eingöngu ætlað fólki sem vildi starfa við fjölmiðla heldur væri það kannski ffekar fyrir þá sem hefðu áhuga á að starfa sem upplýsinga- eða samskipta- aðilar fyrir mismunandi fyrirtæki eða stofnanir, koma upplýsingum á framfæri á árangursríkan hátt, frá fýrirtæki til almenn- ings eða milli starfsmanna innan fyrirtækis. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist góðan skilning á hvernig upplýsingar kom- ast sem best til skila og á réttum tíma — til að einhver tilgangur sé með upplýsinga- streyminu. Inntökuskilyrði í upplýsinga- ffæði eru stúdentspróf og góðar einkunnir í þeim fögum er viðkoma náminu. Einnig er hægt að komast inn í sænska háskóla án stúdentsprófs ef umsækjandi hefur náð tuttugu og fimm ára aldri og tekur þá við- komandi inntökupróf. Guðlaug bjó í tíu ár í Svíþjóð og seinni hlutann af þeim tíma í Husqvarna sem er inni í miðju Iandi. Hún sagðist hafa unað sér mjög vel í Svíþjóð og væri að mörgu leyti mun auðveldara að búa þar en hér. Hún sagði að fólk í lægstu launaflokkunum gæti lifað af dagvinnunni og einstæðir foreldrar fengju ýmiss konar aðstoð til að geta lifað á sama hátt og þeg- 48 VIKAN l.TBL.1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.