Vikan


Vikan - 11.01.1990, Page 53

Vikan - 11.01.1990, Page 53
5T0Ð Z Snuddarar í spennandi málum Hjónin Tim Reid og Daphne Maxwell Reid, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þátt- unum Simon og Simon birtast nú að nýju á skjánum í nýjum sjónvarpsmyndaflokki. Fáguð, skemmtiieg, spennandi og veraldarvön. Hann er pró- fessor í afbrotafræði. Hún er siðameistari hjá ríkinu. Hann elskar bjór og strigaskó. Hún elskar kampavín og háa hæla. Þetta eru hjón- in Chance og Micki Dennis sem eiga fátt sameiginlegt nema að slægjast eft- ir og leysa glæpamál. Og það oft á hinn ótrúlegasta máta. Þessi nýja þáttaröð sem Stöð 2 er að taka til sýningar hóf göngu sína í bandarísku sjónvarpi í september á síðasta ári og nýtur þar vestra mikilla vinsælda. Þessi ólíku hjón þykja með afbrigðum skemmtilegir leikarar en sjálf segjast þau þekkja persónurnar sem þau ieika ýkja vel. Þau bæði leika hjón og eru hjón. í þessum nýju, léttu spennuþáttum er ekki alltaf útséð um hvort þau snudda uppi misjöfn mál eða öfúgt en þau eru snjöll við að koma sér úr og í vægast sagt skemmtilega spennandi kringumstæður. Tim Reid sem fer með hlutverk Chance Dennis hefúr verið nefndur til Emmy verðlauna en margir munu eflaust þekkja hann úr bandarísku þáttaröðinni Símon og Símon sem sýnd var í Sjónvarpinu fýrir rúmu ári. Daphne Maxwell Reid fer með hlutverk Micki en hún lék á móti manni sínum í ofannefndri þáttaröð en hún er einnig mjög kunn fyrir fyrirsætustörf og hefúr komið fram í þáttaröðum eins og Cagney og Lacey og Hill Street Blues. Þau eru Snuddararnir enda þefvís með eindæmum á sakamál sem eru hið mesta glæfraspil. —zAðlaðandi er konan ánœgð^ PAIMA mrtisWa EINARSNESI S4 - SÍMI IPOfiR U

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.