Vikan - 08.02.1990, Side 8
LOTTO
Það er fulltrúi dómsmálaráðuneytisins sem ákveður hvort kúlusettið skuli notað og rífur inn-
sigli viðkomandi tösku nokkrum minútu fyrir útdrátt. Þórður Þorkelsson varaformaður ís-
lenskrar getspár og Úlfúr Ragnarsson taeknifúlltrúi fylgjast grant með.
Að loknum útdrætti er lottóvélin innsigluð í kassa og ekki kom-
ið nálægt henni fyrr en við næsta útdrátt að viku liðinni.
ræður hvort settið er notað og
rýfúr innsiglið þegar kúlunum
er komið fyrir í stokknum á
vélinni. Mannshöndin ber
snertir aldrei kúlurnar, þeim
er raðað upp með hönskum og
í viðurvist allra viðstaddra í
nákvæmri tölusettri röð. Með
hringli detta kúlurnar ofan í
kassann og blandast í blæstri
vélarinnar. Það verður að líða
ákveðinn tími í blöndun og er
það fulltrúi lottósins sem gefúr
merki um hvenær má byrja og
hvað langt líður á milli þess að
kúla skjótist upp. Ólafur Walt-
er fylgist grannt með og skráir
í mikinn doðrant hverjir eru til
staðar, hvernig útdráttur fer
fram og staðfestir tölurnar sem
upp koma.
Þetta er undirritað af við-
stöddum og þar með staðfest.
Kúlurnar eru settar aftur í
tösku, hún innsigluð og færð í
geymslu í eldtraustan peninga-
skáp. Lottóvélinni er ekið inn í
sérsmíðaðan vagn, honum
harðlæst og ekið í örugga
geymslu.
Ótrúlegt umstang
Þrjár mínútur eru fljótar að
líða og allt gekk þetta nákvæm-
lega eins og það átti að gera.
Það er ótrúlegt umstang kring-
um einfalda og sakleysislega
athöfh eins og útdrátt í lottó-
inu.
- En hvað ef vélin bilar
eða rafmagnið fer á meðan
á útdrætti stendur?
Þá gilda þær tölur sem þegar
hafa komið upp, hinar eru
dregnar með hanskaklæddum
höndum og bundið fyrir aug-
un á þeim sem það gerir. Þess
vegna er alltaf hafður klútur til
taks. Það er séð fyrir öllu og
reglur til um það sem úrskeið-
is kann að fara.
— Geta kúlurnar verið
misþungar?
Það er kirfllega gengið frá
því með reglubundnum hætti
að kúlurnar séu nákvæmlega
jafnþungar — upp á millí-
gramm. Keypt eru ný sett
kúlna að utan með reglulegu
millibili og þær vigtaðar af
löggiltum aðila hér á landi.
- Sjá stjómendur lottós-
ins kúlurnar um leið og
dregið er?
Guðrún Þórðardóttir svara
því hlæjandi: „Nei, það er ekki
nokkur vegur að sjá hvaða kúl-
ur skjótast upp. Maður er líka
með hugann við það eitt að
þetta gangi snurðulaust fyrir
sig. Smámistök geta verið af-
drifarík."
Að meðtöldum starfsmönn-
um sjónvarpsins, sem taka þátt
í þessari stuttu og einföldu út-
sendingu, eru það alls tíu
manns sem sjá um útdráttinn í
hvert sinn. „Auðvitað á að
vera létt og líflegt yfir þessu en
þetta er nú einu sinni peninga-
spil með háum upphæðum
sem fjölmargir taka þátt í,
þannig að leikreglur verða að
vera nákvæmar," segir Þórður
Þorkelsson, varaformaður ís-
lenskrar getspár.
Meðan lottóliðið skeggræðir
tölur kvöldsins og gengur úr
salnum malar móðurtölvan í
Laugardalnum og leitar ákaft
að vinningshöfúm kvöldsins.
Það tekur hana um það bil
klukkustund að finna hve
margir duttu í lottópottinn að
þessu sinni og hvar á landinu
miðarnir voru seldir. Um eig-
endur hefur hún enga
hugmynd. Hverjir hinir
heppnu eru kemur ekki í ljós
fýrr en eftir helgi þegar eig-
endur vinningsmiða vitja vinn-
inganna. Aðeins örfáir starfs-
menn íslenskrar getspár vita
hverjir þeir eru og eru bundn-
ir ströngu þagnarheiti. Vel-
flestir vilja algjöra nafnleynd
og er það skiljanlegt. Sumir
eiga þó erfitt með að leyna
fögnuði sínum. Sums staðar
erlendis eru vinningshafar
skyldugir til þess að koma
fram. Það er beinlínis kveðið á
um það í lögum og reglugerð-
um.
8 VIKAN 3. TBL. 1990
LOTTO
„Maðurinn með hvítu hansk-
ana“ Úlfúr Ragnarsson raðar
kúlunum vandlega upp áður en
útdráttur hefst. Kúlumar em
aldrei snertar með bemm
höndum.
Vinningsupphæð vandlega
skrifúð á limræmu aftaná
„Lottu“.
m
Farið yfir hvert smáatriði einni
mínútu fyrir útsendingu. Úlfúr
Ragnarsson og Guðrún Þórðar-
dóttir bjástra við „Lottu". Þor-
geir og fulltrúi dómsmálaráðu-
neytisins Ólafúr W. Stefánsson
taeða nákvæmnisatriði.
Hinn mikli fjöldi lottóvéla um
hnd allt er beinlínutengdur við
tölvubúnað íslenskrar getspár.
Hér sést starfsmaður við hluta
tölvusamstæðunnar.
Frh. af bls. 7
Klikkun
Eftir að hjónakornin Philo-
mena og Tom Drake höfðu séð
kvikmyndina Rocky sögðu þau
hvort við annað: „Ef Rocky
getur þetta getum við það.“
Við svo búið héldu þau heim
og ákváðu að gefa brauðstritið
upp á bátinn, láta sparsemina
lönd og leið og eyða aleigunni
í lottómiða. Á níutíu dögum
keyptu þau tíu þúsund lottó-
miða en stóri vinningurinn lét
á sér standa. Áfram héldu þau
að eyða öllu fé sem gafst, laun-
um, andvirði íbúðar og jarðar-
skika sem seldur var og svo
framvegis. Þau fengu fjölda
smávinninga sem þau notuðu
til að kaupa fleiri miða.
Þegar æðið rann loksins af
þeim áttu þau sem samsvarar
42 þúsundum króna, það var
allt og sumt. Enginn stórvinn-
ingur kom á miðana sem kost-
uðu hátt í tvær milljónir króna.
Þau seldu tímariti sögu sína og
lítið kvikmyndafyrirtæki
keypti tökuréttinn. Þau gerðu
sig ánægð með það. „Við sjáum
ekki eftir neinu, þetta var
spennandi tímabil í lífi okkar,“
sögðu hjónakornin en stuttu
síðar skildu þau og hvort hélt
sína leið á vit nýrra ævintýra.
Siðan hefur ekkert til þeirra
spurst hjá lottófyrirtækjum.
Skammvinn gleði
María Kurkowiak, 63 ára
gömul frá New Jersey, gat ekki
beðið með að njóta vinnings-
ins sem henni var sagt að hún
hefði unnið í lottóinu. Vinn-
ingurinn samsvaraði tæpum
flmm milljónum íslenskra
króna. María keypti gjaflr
handa vinum og ættingjum og
eyddi til þess öllu sínu sparifé
eða sex þúsund dollurum. Þá
kom upp úr kaflnu að vinning-
urinn var ekki hennar. Hún
hafði fengið tölurnar staðfestar
með því að hringja í tvígang til
höfuðstöðva lottósins og í
bæði skiptin fengið sömu töl-
urnar uppgefnar. Þar með var
hún sannfærð um eigin heppni
og örlætið greip hana. Hins
vegar er kveðið á um það í lög-
um lottósins að vinninga sé
ekki hægt að staðfesta endan-
lega gegnum síma. Það verður
að gerast á staðnum eða með
opinberri birtingu í fjölmiðl-
um. Forsvarsmenn lottósins
flrruðu sig þar með allri
ábyrgð og sögðu ekki hægt að
leiðrétta þennan leiða mis-
skilning. Frú María var ósátt
við niðurstöðuna, hefur nú
höfðað mál gegn lottóinu og
standa málaferli yflr.
Megrun sem
borgaði sig
Strangur megrunarkúr
heima fýrir var að gera Louis
Robey vitlausan. Hann vann
sem sölumaður í Tennessee-
fýlki. Dag einn var hann óvænt
beðinn um að fara í söluferð til
Missouri-fylkis og gladdist yfir
að fá tækifæri til að vera að
heiman í nokkra daga. Hann
gæti fengið sér ærlega að
borða án þess að nokkur skipti
sér af. Hann átti í miklu sálar-
stríði fyrir utan glugga sælgæt-
is- og ísverslunar í upphafi
ferðar. Girnilegur rjómaís með
þykkum sætsósum ffeistaði
hans óstjórnlega — en hann
hætti við og keypti lottómiða
fýrir aurana, svona í einhverju
hugsunarleysi. Miðunum stakk
hann í vasann, lauk erindum
sínum í söluferðinni og hélt til
síns heima.
Það var ekki fyrr en viku eft-
ir að Robey kom heim að hann
mundi eftir miðunum í vasan-
um. Hann fann hvergi buxurn-
ar sínar með lottómiðunum í
vasanum enda hafði eiginkon-
an stungið þeim í þvottavélina.
Robey stöðvaði vélina og dró
miðaræflana upp úr vasanum.
Á þeim mátti greina daufar
tölurnar. Þær komu heim og
saman við útdregnar lottótöl-
ur í lottói Missouri-fylkis. Eftir
að hafa aftur farið í ferð til
næsta fylkis til að fá tölurnar á
þvegnum miðanum staðfestar
hjá forsvarsmönnum lottó-
fyrirtækisins hélt hann glaður
og sæll heim með þann stóra -
ávísun upp á milljón dollara
eða sem samsvarar 61 milljón
íslenskra króna. Ferðalögin og
megrunarkúrinn höfðu svo
sannarlega borgað sig. Fylgir
ekki sögunni hvað Robey létt-
ist mikið í. kúrnum eða hvort
hann er enn að slást við auka-
kílóin.
Sárabætur
innflytjanda
Verkamaður í San Diego,
Jose Caballero, vann tvær
milljónir dollara í lottói Kali-
forníuríkis. Það sem hann
gerði sér ekki grein fyrir voru
reglur um að hver sá sem
hreppir umtalsverðan vinning
er athugaður sérstaklega í
manntali og hjá skattyfirvöld-
um. Jose hélt að hann væri
kominn á beinu brautina í líf-
inu, ameríski draumurinn
hefði ræst fýrir tilstilli guðs og
það með ótrúlegum hætti.
Annað kom á daginn. Nafn
hans var hvergi að finna á
skrám yflr bandaríska ríkis-
borgara. Hann var ólöglegur
innflytjandi frá Mexíkó og var
því sendur suður fyrir landa-
mærin í einum grænum. Allir
mega spila í lottói og því fékk
hann að taka með sér bróður-
partinn af vinningnum. Sagan
segir að Jose hafi verið fúll-
komlega sáttur við það.
Líkt og silfur Egils
Þegar lottó Colorado-fýlkis
var sett á laggimar var mikið
um dýrðir. Á opnunarhátíð var
þúsund miðum hent af svölum
ráðhúss nokkurs. Hófst þá mik-
ill darraðardans og stimpingar
meðal fjöldans sem endaði
með því að flytja varð nokkra á
sjúkrahús og fjöldi gesta þurfti
aðhlynningar við eftir hama-
ganginn. Athöfn sem þessi hef-
ur ekki verið endurtekin.
Hábölvaður
vinningur
„Ég vildi að ég hefði aldrei
unnið þennan bölvaða vinn-
ing,“ segir ónefhdur fjöl-
skyldufaðir í New York sem
þurfti að gjörbreyta lífsháttum
sínum vegna milljónavinnings
í lottóinu. Ásælni stórfjölskyld-
unnar var með ólíkindum.
Frænkur og ffændur spmttu
upp hér og þar, heimilis-
friðurinn var rofinn allan sólar-
hringinn af sölumönnum trygg-
ingarfélaga, bílasalar lágu á
bjöllunni og fasteignasalar
vora stöðugt að koma, hringja
eða senda bréf. Söfnuðir og
góðgerðarstofnanir vom sí-
sníkjandi og honum var ekki
einu sinni vært í vinnunni fyrir
stöðugu ónæði.
Fjölskyldan, sem hafði lifað
rólegu lífi og unað glöð við
sitt, varð að þremur mánuðum
liðnum að flytja til annars fylk-
is þar sem enginn nema for-
eldrar og tengdaforeldrar vita
hvar hún býr. Lottófyrirtækið
sendir reglulega ávísun til lög-
fræðings fjölskyldunnar sem
kemur henni fýrir í ákveðnu
pósthólfi. Þangað sækir fjöl-
skyldan peningana. Hamingja
og auður fara ekki alltaf saman.
3.TBL. 1990 VIKAN 9