Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 12
Þegar ljósmynd-
ari Vikunnar
kom í samkomu-
hús bahaá’ía í
Reykjavík til að
mynda Ruhiyyih
Johanpour var
hún að leið-
beina ungum
bömum. Á einu
ári mun hún
heimsækja
nitján lönd.
LÍF5REYN5LA
I Iran er dómarinn prestur
Eins og nærri má geta er dómskerfið í
íran allfrábrugðið því sem við eigum að
venjast. Rudi var aldrei ákærð fyrir nokkuð
allan þann tíma sem hún sat í fangelsi og
hún var heldur ekki leidd fyrir dómara. „í
íran fær maður ekki lögmann eins og hér
og dómarinn er prestur sem dæmir eftir
lögum islams og ef hinn ákærði er til dæm-
is bahá’íi sem ekki vill afheita trúnni er
kveðinn upp dómur þegar í stað og það er
oftast dauðadómur."
Þar kom að Rudi, móður hennar og syst-
ur var ekki vært í íran lengur og þær
ákváðu að flýja land. Þær ferðuðust ýmist
gangandi eða með bíl yfir torfærar og
hættulegar slóðir en með góðra manna
hjálp komust þær klakklaust yfir landa-
mærin til Pakistan. „Það vildu allir hjálpa
okkur og alls ekki bara bahá’íar. Við vorum
í Pakistan í nokkurn tíma en síðan hjálp-
uðu Sameinuðu þjóðirnar okkur að kom-
ast til Kanada.
fyrir miðja öldina. En þrátt fyrir ofsóknirn-
ar á hendur henni og fjölskyldu hennar og
þær hremmingar sem hún hefur lent í ber
hún ekki kala til múhameðstrúarmanna.
„Fylgjendur islams eru flestir besta fólk en
það eru öfgamennirnir sem ofsækja okkur
og þá skiptir engu þótt við segjum að
bahá’ítrúin sé einungis eðlilegt framhald af
islam. Þeir eru hræddir við kenningar okk-
ar og hræddir við að almenningur fylgi
okkur og þá missi þeir tökin sem þeir hafa
á þjóðinni.“ Og hún heldur áfiram: „Áður
en ég lenti sjálf í fangelsi reiddist ég ofsa-
trúarmönnunum ef þeir gerðu eitthvað á
hlut okkar en fangavistin hefur breytt
skoðun minni. Nú vorkenni ég þeim
mönnum sem ffemja þessi voðaverk. Þessi
lífsreynsla hefur líka styrkt mig í trúnni og
nú veit ég að lífið hefur annan og háleitari
tilgang en söfinun veraldlegra gæða. Ég
vona bara að ég verði jafnsterk og æðru-
laus og þetta fólk ef ég lendi einhvern tíma
í sömu aðstæðum."
Mörg hundruð teknir af lífi
Þegar talið berst að ástæðum þessara
ofsókna segir hún að það sé fyrst og fremst
bahá’íar sem hafi verið ofsóttir í íran og
ástæða þess sé fyrst og firemst sú að þeir
haldi fast við sína trú og þvertaki fyrir að
afneita henni. „Ofeóknirnar hafa staðið yfir
allt frá því að Bahá’u’lla spámaður kom
fram með kenningar sínar fýrir 146 árum,“
segir Rudi með miklum þunga en heldur
svo áffam, „en að vísu hafa ofsóknirnar
verið mismiklar. Þær hafa stóraukist efitir
byltinguna 1979. Það er bara einu sinni
þannig að fylgjendur nýrra trúarbragða
hafa alltaf verið ofsóttir af áhangendum
þeirra gömlu." Rudi segist ekki vita ná-
kvæmlega hversu margir bahá’íar hafi ver-
ið teknir af lífi í íran síðan í byltingunni
1979 en þeir skipti hundruðum.
Fylgjendur islams eru flesfir
besía fólk
Rudi er ekki sú eina af fjölskyldu sinni
sem hefur þurft að þola ofsóknir á hendur
sér. Tveir forfeður hennar létu lífið fyrir
trúna í ofsóknum á síðustu öld og afi henn-
ar var líflátinn fyrir sömu sakir skömmu
Lög islams voru réttlót ó sínum tíma
Þegar blaðamaður spyr hvort bahá’íar
mótmæli ekki þessum ofsóknum og harð-
ýðgislegum stjórnarháttum á götum úti,
kemur undrunarsvipur á Rudi. „Það er mín
skoðun að lög og reglur breytist með
breyttum tímum og það mun líka gerast í
íran. Þegar lög islams voru sett á sínum
tíma hentuðu þau vel og voru bæði nauð-
synleg og réttlát." Þótt sumir þjóðfélags-
hópar í íran skipuleggi mótmælaaðgerðir
af ýmsu tagi mega bahá’íar ekki taka þátt í
slíku og trúin bannar þeim líka að hafa op-
inber afskipti af stjórnmálum. „Við höfum
valið okkur aðrar leiðir,“ segir Rudi og
hún heldur áfram: „Við störfum í gegnum
ýmis alþjóðasamtök sem berjast fýrir al-
heimsfriði og fjölmiðlar hafa verið okkur
mjög hliðhollir.“ Þetta telur Rudi að séu
höfuðástæðurnar fyrir því að beinum of-
sóknum, meðal annars á hendur bahá’í-
söfhuðinum í íran, hefur nánast verið
hætt, en hún bætir við. „Þrátt fýrir það höf-
um við ekki sömu lýðréttindi og aðrir
þjóðfélagsþegnar. Börn okkar fá ekki að
ganga í venjulega skóla, við höfum ekki
vegabréf og við fáum ekki að flytjast úr
landi.“ Réttindi kvenna hafa sérstaklega
verið fyrir borð borin í íran og Rudi segir
að ein ástæða ofsóknanna á hendur bahá’í-
söfhuðinum þar sé sú að stofnandi hans
hafi tekið skýrt ffam að jafhrétti ætti að
ríkja milli karla og kvenna og að konur
hefðu mikilvægu hlutverki að gegna við að
koma á alheimsffiði. En þegar talið berst
að öðrum hópum sem eru að berjast fýrir
réttindum og blaðamaður viðurkennir að
hann eigi meðal annars við þá sem berjast
fyrir auknum pólitískum réttindum kemur
nokkuð annað hljóð í strokkinn. „Auðvitað
trúum við á mannréttindi en við erum
ekki í andstöðu við neina einstaka ríkis-
stjórn og þess vegna getum við ekki barist
sérstaklega fyrir frelsun til dæmis póli-
tískra fanga. Ef við gerðum það værum við
að taka pólitíska afstöðu."
Á ekki afturkvœmt til írans
í ffamhaldi af þessu spyr ég Rudi hvaða
augum hún hafi litið sjálfa sig í fangelsinu.
Var hún þar sem venjulegur glæpamaður
eða af stjórnmálaástæðum? Hún hugsar sig
um augnablik en svarar síðan: „Ég var
vissulega ekki venjulegur glæpamaður og
ég tel mig heldur ekki hafa verið pólitísk-
an fanga. í fýrra skiptið sem ég var sett í
fangelsi vissu fangaverðirnir ekki hvort
þeir áttu að flokka mig sem venjulegan
fanga eða pólitískan fanga. En þetta var
einfaldara í seinna skiptið því þá var okkur
bahá’íum blandað saman við fanga sem
dæmir höfðu verið til dauða, hvort sem
það voru venjulegir glæpamenn eða póli-
tískir fangar.“
En horfa bahá’íar fram á betri tíma í
fran? „Ástandið þar er betra nú en það var
fýrir fáum árum og það sama má raunar
segja um allan heiminn. Það er hins vegar
erfitt að fullyrða nokkuð um hvort trú-
ffelsi verður komið á í íran. Við reynum að
ná rétti okkar en það er erfitt.“ Hún veit
ekki hvort hún á nokkru sinni eftir að líta
föðurland sitt augum aftur. „Eins og á-
standið í íran er nú get ég ekki farið þang-
að því ég er flóttamaður. Ég myndi gjarna
vilja flytjast til írans afitur því það er föður-
land mitt en ég veit heldur ekki hvort ég
get staðið frammi fyrir öllum þeim sáru
minningum sem ég á þaðan."
ísland er eitt fallegasta land
sem ég hef heimsótt
Rudi var hér á landi liðlega hálfan mán-
uð í boði bahá’ísafnaðarins hér. „Ég ferð-
aðist allt í kringum landið og fsland er
eitt fallegasta land sem ég hef heimsótt.
Fólkið er vinsamlegt og hér er svo
friðsamt. Það er ekki nema von að leið-
togafundurinn hafi verið haldinn hér árið
1986. Slíkan ffiðarfund hefði til dæmis
ekki verið hægt að halda í New York,“ seg-
ir hún og hlær. „Héðan fer ég til Kanarí-
eyja en alls mun ég heimsækja nítján lönd
og ferðin tekur heilt ár.“ En hvað skyldi þá
taka við? „Þegar ég kem aftur til Kanada
ætla ég að setjast á skólabekk og læra
læknisfræði. Þannig held ég að ég geti orð-
ið heiminum að bestu liði."
12 VIKAN 3. TBL. 1990