Vikan


Vikan - 08.02.1990, Síða 13

Vikan - 08.02.1990, Síða 13
ROSA 5RRIFAR Ævisögur ungbarna Nú er í tísku að gefa út æviminningar ungs fólks! Ég held ég taki ekki of mik- ið upp í mig þó ég álíti bóka- útgefendur þessa lands eitt- hvað bilaða! Það verður bara að hafa það...en þetta ævisögu- æði er komið út í svoleiðis eða þvílíkt og annað eins bull að maður verðui eiginlega alveg miður sín þegar maður eins og fyrir hreina tilviljun gengur fram hjá einhverri bókabúð- inni, sárasaklaus, að kaupa sér einhverja góða uppskriftabók í matarlegri kantinum...nei, þá blasir þessi hrikalegi óskapn- aður við sjónum manns eins og hvert annað skrímsli sem hefúr verið sleppt lausu til að hræða líítóruna úr nærstödd- um! Nei, þetta er hreint út sagt komið út í vitleysu og meira en það. Hugsið ykkur bara... núna fyrir jólin komu út þó- nokkrar bækur þar sem fórnar- dýrin voru á aldrinum, ja, allt frá fertugu og upp í sextugt! Eins og það sé einhver gamal- mennaaldur. Gera þessir bóka- útgefendur sér ekki grein fyrir því að sextug manneskja er ung? Hún er bara rétt komin á svalir lífsins, þar sem hún er í því að líta yfir ástandið...og far- inn veg...áður en hún tekur stefnuna hærra, það er að segja upp á við, alla leið upp á þak þar sem biðsalurinn er stað- settur með sínar rútuferðir. Og rútur geta nú verið mis- fljótar í ferðum eins og gengur. Það þarf að smyrja þær...skipta um dekk...fara með þær á verkstæði...yfirfara raf- kerfið og þrífa þær. Allt tekur þetta sinn tíma eins og nærri má geta og því getur dvölin þarna í biðsalnum orðið býsna löng, allt frá tíu árum og upp í fjörutíu. En það er alltaf heitt á könnunni! Ekki að spyrja að myndarskapnum þarna efra! Það mega þeir eíga. Og ekki má gleyma pönnukökunum sem hreinlega eru bakaðar oft á dag, að manni skilst...eða þá herbergisaðstöðunni með litla dúllulega eldhúskróknum sem þeir hafa látið útbúa. Þetta er víst alveg til fýrirmyndar hjá þeim. Einhver sagði mér að hugmyndin væri þýsk...ekki að spyrja að Þjóðverjunum, þeir eru svo asskoti sniðugir í allri hagræðingu. Biðtíminn þarna í Uppsölum getur þannig orðið æði mis- langur eins og gengur. Svo fýlgjast þeir víst bara ansans ári vel með í tónlistinni, eftir því sem manni skilst...„hedd- fónar“ út um allt. Það eina sem þarf víst að gera er að hugsa sér einhverja melódíu sem er í uppáhaldi hjá manni - þá er hún víst samstundis farin að hljóma! Já, það er margt sem biðsal- urinn býður upp á og þar er sko ekkert rusl heldur það nýj- asta hverju sinni! En nú bíð ég eftir næsta skrefi...já, gott fólk, næsta skrefi. Sem sagt því að á næsta ári verði dellan komin út í svoleiðis vitleysu að þegar næstu jól nálgast verði það œvisögur ungbarna sem verða gefhar út...svona frá tveggja til sjö ára. Þar verður rifjuð upp fýrsta bernskuminningin, það er að segja þegar barnið man fyrst eftir sér...viðbrögðin, fýrstu viðbrögðin þegar pelinn og túttan voru kvödd...þegar hætt var á bleiu og hvernig þau umskipti virkuðu á við- komandi. Þá væri jafhframt hægt að grúska örlítið lengra og spyrja hver viðbrögðin hefðu verið þegar ungbarna- eftirlitið var fastur liður í til- verunni og um allt umstangið er því fýlgdi...sprautur, mælingar, bæði á hæð og þyngd, og hvort barnið væri farið að segja gigg eða gogg. Kanna mætti hvort viðkomandi barn myndi eftir ógnvaldinum mikla, mannin- um í hvíta sloppnum með ísköldu slönguna um hálsinn sem potað var hirst og her, í maga og háls...að því ó- gleymdu þegar farið var hönd- um um öll liðamót og þau kramin og gjugguð til...yfirleitt með afleiðingum sem kost- uðu grát og gnístran tanna í hálftíma og flóttalegar endur- minningar. Svo væri hægt að færa sig upp á skaftið og huga að aldr- inum svona frá átta til fjórtán ára, þegar skólagangan hófst. Hrekkjusvinin í götunni, fýrsta sjokkið í vinahópnum...þegar fýrsta ástarævintýrið varð að veruleika og þegar matvendn- in fór að ágerast, að ekki sé tal- að um þegar fatadellan var al- veg að leggja heimilisfólkið í rúst...fyrstu unglingabólurnar og þegar fýrsti brjótahaldarinn var keyptur. Svona mætti lengi halda áfram...en það skal ég ábyrgjast að bókaútgefendur verða á einhverjum svona nótum fyrir næstu jól...verið þið viss! ...með ástarkveðju!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.