Vikan - 08.02.1990, Side 15
VIÐTALIÐ
„Ég hef þurft að þroska persónuleika minn mikið
því fólk eins og ég er viðkvæmt,“ segir Jóna Rúna
Kvaran I viðtali við Vikuna. „Ég þurfti að herða mig
upp til að geta lifað svona næm. Ég er alin upp i
fjölskyldu sem er mjög dulræn og margt af mínu
fólki er meira og minna dulrænt... “
Maður, sem náð hefur einhvers konar
styrk í hugsun sína í veraldlegum skilningi,
situr kannski með sveittan skallann og ætl-
ar að beita rökrænni skynjun á lífið öðrum
til tjóns, eins og til dæmis herforingi sem
úthugsar áætlanir sem eiga að geta gengið
upp en maðurinn þarf að athuga að hann á
sín takmörk."
Þetta er landið þitt
„í náttúrunni eru alls kyns lögmál sem
verið er að brjóta og við erum að súpa
seyðið af því í ýmsum myndum; sjórinn er
að verða of mengaður, loftið að fyllast af
alls konar eiturefnum og þetta stafar af því
að við erum sjálf að úthugsa lögmál náttúr-
unni til handa sem ganga ekki upp. Af-
leiðingin þarf kannski ekki að koma fram
fyrr en eftir okkar dag, hjá þeirri kynslóð
sem á líf framundan. Sama er með mann-
eskjuna sjálfa, við erum ekki bara efni, við
erum andi líka. Þessi andi er hluti af Guði
og andinn getur ekki þrifist á réttan hátt
nema í takt við andleg lögmál sem liggja
meðal annars í því að gera sér grein fyrir
að maðurinn er ófullkominn en yfir okkur
er afl sem er fullkomið.
Þó við höfum iðnvæðst og tækniþróast
erum við í raun og veru ekkert betur
stödd andlega en við vorum fyrir mörgum
öldum. Við erum enn að berjast á sama
hátt, af græðgi og efnishyggju. Fólk hugsar
sem svo: Ef ég get hrifsað til mín styrki ég
stöðu mína, en styrki hana gagnvart
hverju? Þeim sem minna mega sín og hafa
ekki sömu möguleika? Ég styrki ekki stöðu
mína gagnvart Guði eða því sem er ein-
hvers virði í sjálfri mér, nema að svo litlu
leyti. Ef efnishyggja og virðing fyrir þeim
lögmálum sem við lifum við fara ekki sam-
an er ekki von á góðu enda kemur í ljós að
meirihluti mannkynsins líður skort eða
fyrir kúgun afla sem í raun og veru sjá svo
skammt.
Svo er ég ósátt við að verið sé að þakka
forráðamönnum vissra þjóða eða himin-
tunglunum þær breytingar sem eru að ger-
ast í heiminum í dag, því þær eiga sér
undanfara. í öllum þjóðfélögum hafa verið
konur og karlar sem hafa þorað að rísa upp
og hafa skoðanir og neitað að láta stýfa
sína hugsun; hafa hafnað þessum úthugs-
uðu leiðum valdhafanna til að hafa áhrif á
menningarsamfélagið og það sem má og
má ekki.“
Grettistök
„Þetta kemur fram hjá andófsmönnun-
um sem í raun og veru sögðu: Taktu líf
mitt en ég breyti ekki skoðun minni. Sem
afleiðing af þessari afstöðu voru þessar
hetjur jafnvel látnar dúsa í dýflissum og
inni á geðveikrahælum og voru beittar
harðræði og þvingunum sem voru langt
undir því sem telja má mannlegt. En það
var þetta fólk sem undirbjó jarðveginn fyr-
ir þau öfl sem eru að rísa í dag, þvi þegar
manneskja segir öðrum að taka líf sitt en
neitar að víkja ffá hugsjón sinni, hvaða af-
leiðing sem svo bíður, þá er hún búin að
styrkja stöðu svo margra annarra."
Leiðin til Golgata
„Nú er kommúnisminn og sú hug-
myndaffæði mannsins að hrynja í Austur-
Evrópu en kenningar Krists standa fyrir
sínu og eru miklu nær okkur en það sem
áunnist hefur í gegnum menntun og rök-
hugsun. Þetta held ég að við hefðum gott
af að setjast niður og íhuga. Segja: Hvað er
það í kenningum Krists sem getur gengið
og af hverju getur það gengið? Hinar veikl-
uðu kenningar mannanna, sem byggjast
upp á því að það er alltaf einhver sem líð-
ur fyrir þær, hljóta að vera rangar því það
er ekkert jákvætt við þær.
Ef hlutföllin milli eftiishyggjunnar og
andlega heimsins yrðu réttlátari, sannari
og skýrari þá myndi heimsmyndin breyt-
ast en hún breytist ekki í þessu öfug-
streymi. Svo er verið að tala um að það
séu hlutir í gangi er ýti undir breytta
heimsmynd, hlutir sem ekki hafi verið fýr-
ir hendi áður. Þetta er hugsanavilla, að
mínu mati, því maðurinn hefur frá upphafi
þráð frið og jafhvægi því þannig er hans
eðli.
Þó maðurinn hafi fengið möguleika á að
upplýsast, menntast og tæknivæðast á hon-
um ekki að fara aftur í andlegum skilningi
3. TBL 1990 VIKAN 1 5