Vikan


Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 16

Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 16
VIÐTALIÐ en það hefur þó orðið raunin því þessi ytri árangur hefur ekki orðið fóiki andleg lyfti- stöng. Við stríðum enn við sömu erfiðleika og við gerðum fyrir mörgum öldum. Það er enn fátækt, enn hræðilegt ofbeldi, enn hleypidómar, enn óskaplega mikili ójöfnuður og efhahagsstefhur eru kolvit- lausar." Himinn og jörð „Við sjáum einnig að Móðir Jörð er orð- in mjög þreytt og mannfólkið ekki síður og ég held einfaidlega að við getum ekki lifað því iífí áfram sem hefur verið að þró- ast á síðustu áratugum. Við verðum að iifa lífí sem reiknar með því að við séum and- legar verur. Nú eru vísindin að vinna að því að reikna út forsendur og sannanir fyrir lífi að loknu þessu og ég er þeirrar skoðunar að ef hægt væri að sanna slíkt líf yrði alveg ör- ugglega breyting. Um leið og rennur upp fyrir fólki að það þarf að taka afleiðingun- um af sjálfu sér erum við hreinlega svo eigingjörn að við viljum af tvennu illu velja betri leiðina en þá verri. Það ranga ferli hefur þróast að fólk bregst við hvert öðru án þess að reikna með áframhaldi og þá reiknar maður held- ur ekki með afleiðingum af gerðum sínum og reikni maður ekki með þeim er ekki hægt að vænta þess að fólk breyti á neinn þann hátt að það sé ávinningur fyrir þá sem eru í kringum viðkomandi. Þjófur veit að hann getur lent í vand- ræðum ef upp um hann kemst en maður sem hugsar rangt getur komist upp með rangar athafhir og rangar hugsanir allt of fengi og jafhvel allt lífið ef hann ekki tekur sjálfur í taumana því hann er sitt eigið varnarkerfi. Hann er sitt yfirvald og í raun og veru á hver og einn að gæta þess að fara ekki of langt í ranga átt. Þetta þarf fólk að hafa í huga.“ Áttu þá við að það komi að synda- gjöldum, ef ekki í þessu lífi þá í fram- haldslífinu? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Hver einasta persóna verður að taka af- leiðingunum af því lífi sem hún kýs að lifa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á þessu og ég tel alfa hugsun um meira líf vera mjög holla. Hún virkar sem bremsa á ranga breytni." Guð á margan gimstein „Sú þróun sem átt hefur sér stað í trú- málum og það að geta hitt 10-11 ára börn sem ekki kunna faðirvorið finnst mér skelfileg. Mér skilst einnig að öll kennsla í kristnum fræðum sé hverfandi í skólakerf- inu en fólk má ekki vera svo gagntekið af því að koma sér áfram að það gleymi að rækta þennan þátt í barnssálinni. Trúin er kjölfesta sem gefur barni öryggi og opnar hug þess í átt til andlegra verðmæta. Ef barn veit ekki hvað bænin er þá er eitt- hvað mikið að. Ég held líka að þegar kemur að þeim augnablikum í lífi okkar að okkur finnast öll sund vera að lokast þá sé ekki lítið at- riði að hafa trú og traust á Guði og hæfni og getu til að beita bæninni." Strákar sem fermdust í fyrra „Ef við skoðum ungt fólk í dag þá er ég kannski ekki að segja nýjan hlut þegar ég segi að ekki sé unglingavandamál fyrir hendi í eiginlegum skilningi heldur for- eldravandamál. Ég veit að þjóðfélagið er þannig uppbyggt á íslandi að fólk þarf að leggja mikið á sig til að hafa ofan í sig og á en ég sé líka vel að við gerum umframkröf- ur um óþarfa lúxus sem vitanlega er á kostnað einhvers. Til að vinna fyrir því fé sem þarf til þessara hluta, sem við í raun og veru þurfum ekki á að halda, erum við kannski að vanrækja barnssálina. Það er ekki nóg að við séum að kaupa falleg föt eða byggja stór hús ef við kenn- um ekki barninu okkar að bera virðingu fýrir lífinu. Það er til að mynda alls ekki hentugt kerfi að neyða fólk til að eignast þak yfir höfuðið, hvort sem það er á kostn- að þess sjálfs og heilsu þess eða barnanna. Við erum alltaf að ákveða hvernig Guð á að starfa. Það er afskaplega eðlilegt að finna lágnætti og lífsfirringu í sér. Það þarf annað fyrirkomulag sem auðveld- ar okkur að hafa húsaskjól svo við höfum meiri tíma til hvíldar. Manneskja, sem er alltaf þreytt, á mjög lítið að gefa öðrum, hvort sem það eru börnin hennar eða ann- að fólk. Svo er fólk að reyna að komast undan þreytunni og spennunni með blekkingum, því í hverju felst slökunin? Hún felst í áfengisdrykkju og lyfjaneyslu. Börnin kynnast þreyttum foreldrum sem eru að deyfa sig með áfengi frá sínu ytra lífi og allri þeirri spennu sem því fylgir, af því þeir eygja enga leið út. Vandamálin byrja þannig ekki á götunni. Þau byrja inni á heimilinu og fólk sem ætlar að byggja börnum sínum betra líf verður að gera á- kveðnar siðferðislegar kröfur til sjálfs sín. Það væri miklu hollara fyrir börnin að fá minna af veraldlegum gæðum en meira af foreldrum sínum — í jafnvægi og sátt við lífið. Börnum getur þótt mjög notalegt að láta segja nei við sig, þau finna væntum- þykju í gegnum neitunina. Það er ekki ókostur að aga barnið sitt og ábyrgðin á barninu liggur fyrst og fremst í breytni for- eldranna sjálfra, ekki hvað öðrum finnst. Hins ber að gæta að kristin trú hentar ekki öllum og við megum ekki fordæma búdd- isma eða önnur trúarbrögð því það held ég að séu ólíkar leiðir að sama marki.“ Fyrirmyndarfólk? „Svo eru aðrar fýrirmyndir en foreldr- arnir því við eigum þess kost núna að fýlgjast mjög grannt með málum og ég get ekki séð að það sé traustvekjandi að menn, sem eiga að vera áhrifavaldar þjóðar sinnar, geti ekki sýnt stillingu. Börnin horfa á þessa menn missa tök á hugsun sinni og þá er ekki von á góðu því þeim finnst þau hljóti að geta látið eins og þeim sýnist líka. Stjórnmálamenn verða að hafa í huga að þeir eru fyrirmyndir, beint eða óbeint, þó það verði aldrei sannað í hverju það liggur nákvæmlega. Mér finnst því að þeir verði að vanda sig þegar þeir koma ffam þar sem hvert einasta heimili á aðgang að þeim.“ Hefur mannúðin gleymst? „Skólakerfið má heldur ekki gleyma að við erum andlegar verur og það er afskap- lega lítið gagn að því að koma út í lífið, stútfullur af áunninni þekkingu til að auð- velda okkur að fá stöður og tækifæri á sama tíma og skólakerfið kemst upp með að halda ffá öllu því sem varðar mannkær- leika, mannúð og tilfinningar fólks hvers til annars. Hvernig eiga börnin svo að lifa sjálf sig af svo vel fari í samfélagi við annað fólk? Þarna þarf skólakerfið að breyta um stefnu og leggja svolitla vinnu í það mann- eskjulega, sem yrðu þá kannski ekki tekin nein próf í heldur væri hluti af þjálfún sem börnin fengju svo þau kæmu ekki eins og kjánar út í lífið. Þegar þau svo rekast á veggi og kynnast lágkúru sem getur þrifist í mannlegu eðli; svo sem afbrýði og höffiun, að þau hrynji þá ekki saman og bíði hnekki af og þurfi kannski að lenda í þeirri stöðu að verða undir af þeim ástæð- um, ef maður tekur gróf dæmi. Skólakerfið á ekki að koma í stað for- eldra en það á að geta mætt þeim börnum sem ekki fá þessa kennslu og aðhlynningu heima fyrir og stutt hin sem kannski fá hana í einhverri mynd.“ Eiga kost á því að hrasa ofurlítið „Ef ung manneskja, sem búin er að leggja mikið á sig í skóla, uppgötvar að hún er á einhvern hátt ófýrirgefanleg og er hafnað þá velur viðkomandi oft leið eitur- lyfja og áfengis út úr þeim sársauka. Hún velur líka leið rangra hugsana, fyllist bit- urð og neikvæðni sem ekki er líldeg til að auðvelda henni að reyna affur. Þá er hafin andleg stöðnun og mér finnst skólakerfið vera komið á tíma með að endurskoða hjá sér að þessu leyti og tel að heimspeki- kennsla og kristin fræði gætu gert mikið gagn nú á tímum. Ég er hrædd um að það sé mikið tjón fyrir þjóðarsálina að afhema kristinffæðikennslu." Nú segir þú að kirkjan sé ekki hlynnt því fólki sem er að vinna að dulrænum málum en talar sjálf mikið um kristna trú og bænina. 16 VIKAN 3. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.