Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 19
TEXTI:
ÞORGEIR ÁSTVALDSSON
LJÓSM.:
CHRISTER SIDELÖV
Þeir eru ekki margir sem
gengið hafa til fundar
við Rambó með ís-
lensku lopapeysuna eina að
vopni og lítið upptökutæki.
Það gerði Jón Ársæll Þórðar-
son, núverandi þáttagerðar-
maður á Rás 2 og fyrrum
fréttamaður á útvarpsstöðinni
Stjörnunni. Fréttirnar á út-
varpsstöðinni voru öðruvísi en
áður hafði þekkst hér á landi.
Þær voru á köflum bráð-
skemmtilegar, stundum mein-
fyndnar og háðskar, stundum
persónulegar, léttvægar og
skreyttar með alls kyns hljóð-
effektum. Þessi fréttastíll féll í
góðan jarðveg þótt mörgum
þætti oft skotið yfir markið og
fréttirnar ekki nægilega alvar-
legar. En Stjörnufféttir eru lið-
in tíð, þær voru og hétu,
hvemig sem þær þóttu.
Einn góðan veðurdag kom
sú hugmynd upp á fréttastof-
unni að gera eitthvað óvenju-
legt svo um munaði og frétta-
menn höfðu fyrir tilviljun ffétt
af fúndi leikarans Sylvesters
Stallone í Stokkhólmi sem
fyrirhugaður var vegna sýning-
ar á Rambó. Jón Ársæll var val-
inn til fararinnar og hélt í út-
veg til fundar við hetjuna.
„Tilefnið var ffumsýning á
Rambó nr. 3 í Stokkhólmi og
ég var viðstaddur forsýningu
ásamt öðmm blaðamönnum
þar í borg. Ég var eini íslend-
ingurinn þarna og skemmti
mér bara vel. Árni Samúelsson
var í Stokkhólmi um þetta leyti
vegna samninga sem hann
gerði við framleiðendur
myndarinnar og það var hann
sem greiddi götu mína og kom
því í kring að ég fékk viðtal við
Rambó sjálfan, eða leikarann
Stallone. Leikarinn bjó á besta
hóteli eins og lög gera ráð fyrir
og mikil öryggisgæsla í kring-
um hann. Ég fékk ekki jákvætt
svar fyrr en effir drjúga stund
og ég var færður milli hæða á
hótelinu sem var að hluta tómt
vegna vem Sylvesters í einni
eða fleiri svítum þess. Hann
reyndist jafnvel betur varinn
en ég gerði mér í hugarlund
og var bróðir hans í öryggislið-
inu. Það er náungi sem ég vildi
ekki lenda í slagsmálum við.
Sylvester Stallone tók vin-
samlega á móti mér og reynd-
ist alúðlegur í viðmóti, vel
vaxinn tappi með upphand-
Sylvester Stallone hampar hér íslensku lopapeysunni sem Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður
færði honum að gjöf áður en sest var niður og málin rædd í viðtali í Stokkhólmi fýrir einu og
hálfu ári.
„Stallone minnti mig á
austfirska bílatöffara"
- segir Jón Ársœll Þórðarson útvarpsmaður
hetjusögur og ýkjur þar sem
ofúrmennið vinnur, í nafni
réttlætis, ótrúleg og í senn
brosleg afrek. Kraffur, þor og
áræði er það sem þarf. í viðtal-
inu gerði Sylvester sér far
um að verja þessa ímynd og
færði mörg haldgóð rök fýrir
henni. Barátta hins illa og góða
er alltaf til staðar og hann
sagðist vinna á vegum hins
góða sem sigrar að Iokum.
Ekki slæm heimspeki það. Við
Frh. á bls. 20
leggi eins og væn kvenmanns-
læri. Hann var með sænskri
vinkonu sinni sem ég veit eng-
in deili á og tók sér góðar pás-
ur í viðtalinu til að ræða við
hana. Hann reykti vindla,
sennilegast af Havanagerð, og
drakk vatn. Ég færði honum að
gjöf íslenska lopapeysu sem
hann var mjög hrifinn af og
reyndar sú sænska líka. Hann
smeygði sér í peysuna og hún
smellpassaði.
Það kom mér á óvart hvað
hann var vel heima í íslenskum
aðstæðum eða þekkti vel til.
Hann hafði til dæmis heyrt af
íslenskum sjómönnum og
þeim veðrum og skilyrðum
sem þeir vinna við — harð-
neskjulegri náttúrunni. Hann
líkti þeim aðstæðum við þá
erfiðleika og þolraunir sem
Rambó lendir í í baráttunni
við sovéska herinn í hálendi
Afganistan.
f hugum okkar eru Rambó-
myndirnar yfirgengilegar
MEÐ FRÆQU FÓLKI
3.TBL.1990 VIKAN 19