Vikan


Vikan - 08.02.1990, Side 24

Vikan - 08.02.1990, Side 24
DULFRÆÐI Ufum við oftar • sinni? en einu TEXTI: MARGIT SANDEMO / ÞÝÐING: BJÖRN ÁRNASON Norska skáldkonan Margit Sandemo segist alltaf hafa verið sann- færð um að maður lifi oftar en einu sinni. Hún segir það hafa komið fram hjá fjórum mis- munandi aðilum, sem hún hafi enga ástæðu til að rengja, að á einu af tilveruskeiðum henn- ar hafi hún verið mið- aldra karlmaður sem uppi var á síðari hluta 17. aldar. í þessari grein sinni segir hún frá átta af sínum endur- holdgunum. Og hún segist hafa komist illþyrmilega að því hvaðan sögur hennar um ísfólkið eru komnar. ^ Sagan um ásíolhid ^lrRargií Sandemo Er cinhverþarna útl? egar maður skrifar eitthvað í lík- ingu við sögurnar um ísfólkið þar sem allt úir og grúir af yfirnáttúr- legum og dularfúllum atburðum fer ekki hjá því að maður komist í kynni við margt skemmtilegt og athyglisvert fóik. Þeir sem hafa upplifað eitthvað í lík- ingu við það sem ég lýsi í bókum mínum skrifa mér oft og segja mér frá reynslu sinni og þau bréf met ég mjög mikils. Spurningin um sálnaflakk hefur alla tíð höfðað mjög sterkt til mín. Hér áður fyrr trúði ég aldrei beinlínis á að sálin væri á eilíffi hringrás eins og ffarn kemur í búddatrú. Á hinn bóginn hef ég alltaf verið sannfáerð um að maður lifði oftar en einu sinni. Það hefur líka komið fram hjá fjór- um mismunandi aðilum, sem mér dettur ekki í hug að rengja, að á einu af mínum fyrri tilveruskeiðum hafi ég verið miðaldra karlmaður sem uppi var á síðari hluta 17. aldar. Það var kona nokkur sem fyrst fullyrti þetta við mig. Hún hafði hæfileika til að uppgötva svona lagað og tilkynnti mér þetta strax eftir að við höfðum hist í fyrsta sinn. Hinir aðilarnir voru sama sinnis en bættu því við að ég hefði liðið miklar kval- ir í mörgum af mínum fyrri lífum og að það hefði legið eins og skuggi yfir núver- andi lífi mínu allt þar til ég varð 22 ára gömul. Þá hafi þessi svarti skuggi horfið. Þetta er allt sannleikanum samkvæmt. Ég var á eilífu flakki inn og út af geðveikra- spítulum þangað til ég varð 22 ára en þá fékk ég að vita að ég væri alls ekki geðveik heldur skyggn. Það hjálpaði líka mikið til að á þessum tíma hafði maðurinn minn hjálpað mér að hreinsa til í skúmaskotum sálarlífsins, ef ég má komast þannig að orði. Áhugi vakinn Eftir þetta fékk ég aukinn áhuga á endurholdgunum og 40. bókin í bóka- flokknum um ísfólkið átti einmitt að fjalla um þetta. Þess vegna hafði ég samband við sænskan lækni sem ég vissi að nokkrum sinnum hafði hjálpað fólki að losna við slit- ur af fyrri tilverustigum. Ástæða þess að ég bað hann um aðstoð var sú ég þurfti auð- vitað að vita um hvað ég var að skrifa. Við unnum saman að þessu í tvo mjög spenn- andi en jafnframt mjög erfiða daga. Sá sem ekki er góður á taugum ætti ekki að reyna eitthvað þessu líkt. Nokkru eftir þetta hitt ég fjórða mann- inn sem hefur sagt mér frá endurholdgun- um mínum. Ég hef lifað margoft en þekki samt aðeins til fárra af mínum fyrri ævi- I skeiðum. Þau sem ég þekki finnast mér þó mjög áhugaverð. Það eru til margar og ólíkar aðferðir til að lesa í fyrri líf fólks. Það er hægt að nota dáleiðslu en þá man sá sem verið er að rannsaka ekkert eftir á. Það er líka hægt að láta viðkomandi kafa djúpt niður í sinn innri mann þar til fyrri tilverustig rifjast upp og hann man eftir atburðum sem fýrir löngu voru fallnir í gleymsku. Það er hægt að nota kristalkúki sem safhar í sig orku- bylgjum og miðlar þeim aftur og sumum nægir einfaldlega að halda í höndina á þeim sem verið er að rannsaka. Fyrir þá sem eru næmir eru fáir möguleikar útilok- aðir. Mínar eigin endurholdganir Mig langar nú til að segja lesendum Vik- unnar ffá nokkrum af mínum endurholdg- unum og þótt þær séu taldar hér upp í réttri tímaröð vil ég taka fram að ég kynnt- ist elsta persónuleika mínum síðast. 1. Ég var galdrakona í mínu elsta lífi. Það var um árið 300 fýrir Krist. Þessi kona var mjög einmana og hennar eina gleði í lífinu var ungur drengur sem eitt sinn fýlgdi henni spölkorn á götu án þess að finna til andstyggðar á henni. Henni var síðan stillt upp við vegg og hún grýtt og þannig end- aði hún líf sitt. Þennan dauðdaga upplifði ég mjög veikt því hún hafði tekið inn deyfilyf áður en hún var drepin. 2. Þá var ég krossfari sem uppi var á 13. öld. Hann hét Guillaume en það er nafn sem ég hef notað oft í bókum mínum án þess að vita nokkra sérstaka ástæðu til þess. 3. Ég var ítalskur handverksmaður sem var ákærður fyrir landráð árið 1457. Hann var pyntaður mikið og ég fann fyrir sárs- aukanum og fann líka lyktina af brenndu holdi. Hann dó eftir að hafa verið innilok- aður einn í litlum fangaklefa í mörg ár. 4. Sofia var sænsk aðalsmær sem dó úr farsótt þegar hún var aðeins 25 ára gömul. Það gerðist árið 1593. Sofia var líka ein- mana mannvera sem fékk hægan og kvala- fullan dauðdaga. 5. Armfeldt var kafteinn í hernum og var skotinn til bana í Svíþjóð eða Finnlandi árið 1682. Nú veit ég hvernig það er að vera skotinn. Allur líkaminn kippist til en það er meira af högginu en af sársaukan- um, sem maður finnur í raun ekki fyrir. 6. Ég var hefðardama af virðulegri og gamalli fjölskyldu sem bjó í St. Petersburg. Nafh hennar hef ég líka notað í sögur mín-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.