Vikan - 08.02.1990, Page 30
landar mínir, Danir, svo ekki sé nú talað
um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft
að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja.
Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og af-
dráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér
á ykkar landi, stundum logn, stundum
hvasst og veðráttan hörð. Húmorinn ykkar
er í samræmi við það. Ég reyni á hverjum
stað að tileinka mér það andrúmsloft sem
ríkjandi er og set mig inn í málefni sem
eru á döfinni og felli inn í prógrammið. ís-
lenskan er erfitt tungumál að bera fram en
ég get þó sagt nöfn eins og Steingrímur
Hermannsson, Davíð Oddsson og Ragnar
„álskalli" svo allir skilja," segir Skoller og
hlær að sjálfúm sér.
Þegar hann var hér að skemmta árið
1988 í Óperunni kom fyrir atvik undir lok
skemmtunar sem hann hefúr notað til að
segja öðrum ffá gálgahúmor íslendinga. í
búningsherbergjum Óperunnar er lágt til
lofts og Skoller var kominn af sviði. Hann
var klappaður kröftuglega upp og á leið-
inni rak hann sig harkalega á steinsteyptan
þverbita í loftinu svo blæddi úr. Þegar
hann kom inn á sviðið aftur þurrkaði hann
af sér svitann með vasaklút en klúturinn
varð þegar rauðlitaður af blóði og enni
grínistans varð blóðrautt og skellótt. Þá
hló salurinn dátt... hélt þetta vera bráð-
snjalla „brellu“. Það varð hins vegar að
færa Skoller undir læknishendur strax að
skemmtun lokinni og saumuð voru átta
spor í höfúð hans.
Einn af okkur
Það er Lionsklúbburinn Njörður sem
staðið hefúr að komum Eddie Skoller
hingað til lands í öll þrjú skiptin og hefur
hann gert stormandi lukku á herrakvöld-
um klúbbsins á Hótel Sögu.
„AHur ágóði af mikilli sjálfboðavinnu
kringum þetta allt saman rennur til líknar-
mála og höfúm við verið ákaflega heppnir
með Skoller," segir Steinar Petersen, lions-
maður úr Nirði. „Hann er einstaklega
þægilegur í viðmóti, samvinnuþýður með
afbrigðum og gjörsamlega laus við allt sem
heitir stjörnustælar og stjörnusérþarfir.
Segja má að hann sé orðinn „einn af
okkur“ og hann metur mikils þær móttök-
ur sem hann hefúr fengið hér. Við höfum
líka lagt okkur fram um að gera vel við
hann. Hann er hrifinn af íslenskum áhorf-
endum og finnst mikið til Vigdísar forseta
koma, ber mikla virðingu fýrir henni.
Hann er harðduglegur og áhugasamur. Við
fórum með hann á Þingvelli, sem honum
fannst undarlegur þingstaður og í senn
stórbrotinn. Vélsleðaferð á Mosfellsheiði
er okkur eftirminnileg því tæki af því tag-
inu hafði hann aldrei séð, hvað þá ekið og
hann gerði grín að sjálfúm sér eftir útreið-
artúr á brokkgengum hesti. Gamla bíó eða
Óperuna sagði hann hafa hlýja sál og gott
að skemmta þar og Borgarleikhúsið nýja
spennandi leikhús þar sem gaman væri að
koma fram — einhvern tíma í ffamtíðinni.
Skoller er þetta þrennt, listamaður, grallari
og sannur heiðursmaður.
„Vigdís er fallegur forseti," syngur Eddie Skolier í vísunni um okkur Íslendinga.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var heiðursgestur á hljómleikum Skoller.
Skoller sem hér er í faðmi lionsfjölskyld-
Frh. af bls. 28
skemmti fyrir íúllu húsi í þrígang en
þetta er í þriðja sinn sem hann kemur
hingað til lands til að skemmta. Hann
sýndi að hann kann að kitla hlátur-
taugamar í landanum og var fljótur að
átta sig á spaugilegum hliðum mála
sem hátt ber í íslensku þjóðlífi.
Skoller er grínisti af guðs náð, örygg-
ið uppmálað á sviði og hrífur áhorf-
endur með frá fyrstu mínútu rétt eins
og ekkert sé eðlilegra í heimi hér.
Hann hefúr ferðast til skemmtana-
halds víða um lönd og þekkir vel hvað
húmor getur verið breytilegur eftir
löndum.
íslenskir áhorfendur
„Að skemmta ykkur er svipað og gerist á
meginlandi Evrópu," segir þessi víðförli
skemmtikraftur og brosir hlýlega. „Þið
eruð opnari og móttækilegri fýrir gríni en
„Þetta er stórfjölskyldan mín,“ segir Eddic
unnar.
Tveir húmoristar, kankvísir og orðhvatir.
Það fór vel á með þeim Davíð Oddssyni
og Eddie Skoller
5KEMMTAMIR
30 VIKAN 3. TBL. 1990