Vikan


Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 38

Vikan - 08.02.1990, Blaðsíða 38
5MA5AC5A Frh. af bls. 34 — Það var ekki neitt, sagði gesturinn. — Ekkert til að tala um ... - Apaloppu? sagði frú White forvitin. Áheyrendurnir þrír hölluðu sér ákafir fram í stólunum. Gesturinn virtist eitthvað utan við sig. Hann lyfti tómu glasinu upp að vörunum og setti það svo frá sér aftur. Húsbóndinn fyllti glasið. Gesturinn stakk hendinni í vasann. — Þetta er svo sem ekki mikið að sjá, sagði hann. — Þetta er bara eins og lítil loppa. Og alveg skrælnuð. Hann tók einhvern hlut upp úr vasa sín- um og sýndi þeim. Frú White hrökk við og gretti sig en sonur hennar tók hlutinn og skoðaði hann gaumgæfilega. — Hvað getur verið merkilegt við þetta? Sonurinn lagði hlutinn frá sér á borðið. — Það var gamall fakír sem magnaði þetta, sagði fánaberinn. - Hann var heilag- ur maður. Hann vildi sýna fram á að það séu örlögin sem ráða lífi mannanna og að þeir sem reyni að stritast á móti örlögun- um verði illa úti. Hann gerði þessa apa- loppu að töfragrip þannig að þrjár mann- eskjur geta fengið þrjár óskir uppfylltar. Gesturinn hafði talað með svo miklum þunga að hláturinn dó á vörum áheyrend- anna. — Hvers vegna óskar þú þér ekki þriggja óska? spurði frú White kæruleysis- lega. Gesturinn virti húsbænduma íyrir sér og það var ekki laust við fyrirlitningarsvip á andliti hans. - Ég hef þegar borið fram þrjár óskir, sagði hann og var nú orðinn fölur ásýnd- um. — Og hvernig gekk það? Fékkstu óskirn- ar uppfylltar? — Já, sagði gesturinn og þau heyrðu tennur hans glamra við glasbrúnina. — Hefur nokkur annar notað sér óskirn- ar? spurði frúin. — Sá fyrsti sem átti apaloppuna óskaði sér þriggja óska, sagði hann. — Ég veit ekki hverjar tvær fyrstu óskirnar voru en sú þriðja hafði dauðann í för með sér. Þá kom apaloppan í mínar hendur. Rödd hans var svo alvarleg að dauða- þögn sló á alla í herberginu um stund. — Ef þú hefúr sjálfúr óskað þér þriggja óska hefúr þú engin not fýrir apaloppuna, sagði herra White. — Hvers vegna ertu þá með hana ennþá? Gesturinn hristi höfuðið. - Hjátrú, býst ég við, svaraði hann. Gesturinn tók apaloppuna upp, hélt henni milli þumalfingurs og vísifingurs og kastaði henni svo skyndilega inn í eldinn. Herra White rak upp óp og náði loppunni áður en logarnir náðu að eyðileggja hana. — Ef þú vilt ekki eiga hana, Morris, má ég þá ekki eiga hana? — Helst ekki, sagði gesturinn ákveðinn. — Ég kastaði henni á logana vegna þess að ég vildi losna við hana. Þú skalt því ekki kenna mér um ef þú lendir í einhverjum leiðindum. Ég ráðlegg þér eindregið að kasta loppunni á logana, vinur minn. En herra White hristi höfuðið og athug- aði nákvæmlega þessa nýfengnu eign sína. — Hvernig hagar maður sér við þetta? spurði hann. — Þú heldur henni í hægri hendi og berð fram óskir þínar með hárri raust, svaraði gesturinn — En ég vara þig við þessu. — Þetta er eins og frásögn úr Þúsund og einni nótt, sagði frú White og stóð upp til að hugsa um kvöldverðinn. - Ég þyrfti eig- inlega að óska þess að ég hefði fjórar hendur. Maður hennar hélt apaloppunni í hægri hendi og fjölskyldan fór að hlæja en andlit gestsins varð sem steinrunnið þegar hann rétti fram höndina og kom í veg fyrir að vinur hans gerði einhverja vitleysu. — Ef þú ætlar að óska einhvers þá gerðu það með skynsemi, sagði hann. Herra White stakk apaloppunni í vasa sinn og fór að raða stólum við matborðið. Meðan á máltíðinni stóð gleymdist apa- loppan. Svo sátu þau ffam eftir kvöldi og hlustuðu á furðulegar sögur frá Indlandi sem gesturinn var óspar á. — Ef sagan um apaloppuna er eitthvað lík þessum sögum trúi ég svo sem mátu- lega á mátt hennar, sagði herra White þeg- ar dyrnar lokuðust á eftir gestinum. — Borgaðirðu honum eitthvað fyrir hana, spurði frú White og horfði á mann sinn. — Það var bara smávegis, svaraði herra White. — Hann vildi ekki taka neitt fýrir hana en ég þröngvaði smáupphæð upp á hann. Hann reyndi fram að því síðasta að vara mig við loppunni og fá mig til að fleygja henni. Sonurinn hló. — Það væri lítið vit, sagði hann. - Nú þegar við getum orðið rík, fræg og ham- ingjusöm. Þú getur byrjað á því að óska þér að þú verðir keisari, pabbi. Þá þorir enginn að andmæla þér. Hann stökk í kringum borðið og móðir hans elti hann og hótaði honum refsingu, í mesta galsa. En herra White tók ffarn apa- loppuna og virti hana nákvæmlega fýrir sér. — Ég veit alls ekki hvers ég á að óska mér, sagði hann lágróma. — Mér finnst við hafa allt sem við þörfnumst. - Langar þig ekki til að lagfæra húsið, spurði sonurinn og lagði höndina á öxl föður síns. — Óskaðu þér að minnsta kosti tvö hundruð punda. Þá getur þú gert það sem þig langar til. Faðirinn var skömmustulegur þegar hann hélt töfragripnum í hægri hendi sinni en sonurinn settist við píanóið og sló nokkrar nótur. - Ég óska mér tvö hundruð punda, sagði hann mjög hátíðlegur á svipinn. í sömu andrá hljóðaði hann upp yfir sig og sonurinn spratt upp frá hljóðferinu. — Hún hreyfðist! hrópaði herra White. — Um leið og ég sagði þessi orð hreyfðist hún í hendi mér, alveg eins og ormur. Sonur og móðir störðu á apaloppuna sem lá á gólfinu. Það leið nokkur stund áður en nokkurt þeirra sagði orð. Svo sagði sonurinn: — Hvar eru peningarnir? Ég sé enga peninga. Hann tók apaloppuna upp og lagði hana á borðið. Ég þori líka að veðja um að það koma engir peningar... Þau sátu um hríð fyrir framan arininn og feðgarnir reyktu pípur sínar. Þau voru öll þögul þangað til þau gengu til hvílu. Morguninn eftir, þegar sólin skein yfir morgunverðarborðið, hló sonurinn að þessu öllu. Herbergið var ósköp hvers- dagslegt í morgunbirtunni. Apaloppan lá eins og hver önnur tuska á skenkborð- inu. Það var alveg fúrðulegt að hafa látið sér detta í hug að hún byggi yfir einhverj- um töffamætti. — Gamlir hermenn eru sjálfúm sér líkir, sagði frú White. - Að hugsa sér að hann skyldi Iáta sér detta í hug að telja okkur trú um aðra eins vitleysu. Óskir! Ha-ha! En það væri óneitanlega þægilegt að fá tvö hundruð pund. — Bíddu bara, þau detta bráðum af himnum ofan, sagði sonurinn stríðnislega. — Morris sagði að þegar óskirnar rætt- ust yrði það á eðlilegan hátt, sagði faðir- inn. — Ef það skeður vona ég að þið verðið ekki búin að eyða öllum peningunum áður en ég kem heim í kvöld, sagði sonurinn og reis upp ffá borðum. Móðirin hló og fylgdi syni sínum til dyra. Hún horfði effir honum þangað til hann hvarf niður eftir götunni. Svo sneri hún aftur inn og settist við borðið. Eftir hádegisverðinn sat herra White og sötraði úr ölglasi. Þá barst apaloppan aftur í tal. — Ég get svarið að hún hreyfðist, sagði herra White ákveðinn. — Það er ímyndun í þér, svaraði ffúin. - Nei, ég segi alveg satt. Ég get svarið það ... Hvað er þetta? Konan hans hafði staðið upp. Hún svar- aði engu. Hún horfði út um gluggann þar sem dökkklædd vera kom í ljós. Þetta var maður í svörtum yfirfrakka. Hann nam staðar fyrir utan hliðið og virti húsið fyrir sér eins og hann væri hikandi og ekki viss um hvort hann ætti að berja að dyrum. Þegar ljóst var að hann átti eitthvert er- indi til þeirra gekk frú White ffam og opn- aði útidyrnar. Hún ávarpaði ókunna manninn. Hann gekk hikandi upp stíginn. Nokkra metra frá dyrunum nam hann staðar. 36 VIKAN 3. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.