Vikan


Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 39

Vikan - 08.02.1990, Qupperneq 39
5MA5AGA — Býr herra White hér? — Já, gjörið svo vel að koma inn. Ókunni maðurinn var mjög snyrtilega klæddur. Hann var með hanska og gler- augu. Hann brosti vandræðalega. — Ég var sendur hingað... hóf hann máls en leit svo vandræðalega í kringum sig. Svo ræskti hann sig. — Ég er sendur frá Maw og Meggins, sagði hann svo. Frú White hrökk við. Hún tók af sér svuntuna og lagði hana á stólbak. — Er... er eitthvað að? Er það eitthvað sem viðkemur Herbert? — Eitt í einu, sagði herra White. — Bjóddu herranum sæti! Gjörið svo vel, herra minn! Fáið yður sæti og segið mér svo hvað yður er á höndum. Ég vona bara að þér komið ekki með slæm tíðindi... ? - Mér þykir ákaflega mikið fyrir því... tók ókunni maðurinn til máls. - Hefur eitthvað komið fyrir hann? hrópaði frú White. - Er hann mikið slasað- ur? — Já, hann slasaðist mikið en hann flnn- ur ekki lengur til. Hálftíma síðar voru hjónin orðin það róleg að þau gátu hlustað á alla málavöxtu. Herbert hafði fest sig á drifhjóli á vél og slasast svo að hann beið bana. Pað var ekk- ert hægt að gera fyrir hann. — Það er að segja, sagði ókunni maður- inn og tók umslag úr frakkavasa sínum. Maw og Meggins bera auðvitað ekki ábyrgð á þessu hörmulega slysi. Sonur yðar fór ekki eftir öryggisreglunum. En vegna þess að hann hefur unnið við fyrir- tækið í svo mörg ár óskaði Maw fram- kvæmdastjóri eftir því að þér veittuð við- töku þessari peningaupphæð ... Ókunni maðurinn rétti herra White umslagið. Herra White sleppti hönd konu sinnar og tók við umslaginu. Angistin í brjósti hans var honum sár kvöl. Svo leit hann upp. Úr augum hans lýsti skelfing. Hann sleikti þurrar varir sínar og stundi svo upp: — Hve ... hve mikið er þetta? — Tvö hundruð pund, sagði maðurinn. Frú White rak upp skerandi óp og féll aftur á bak í sófann. Maður hennar gaf ffá sér eitthvert hljóð sem líktist hlátri. Svo brast hann í grát og féll í gólfið. Um það bil viku eftir þennan válega at- burð vaknaði gamli maðurinn um miðja nótt. Hann þreifaði í rúmið við hlið sér og fann að hann var einsamall. Herbergið var dimmt en við gluggann heyrði hann hljóð- látan grát. Herra White reis upp á olnbog- ann og hlustaði um stund. — Komdu hingað! sagði hann lágt. — Þú ofkælist ef þú stendur þarna. Komdu til mín! Kjökrið hætti og herra White lagðist aft- ur út af og féll í eins konar mók. En svo glaðvaknaði hann við það að konan hans rak upp skerandi hljóð. — Apaloppan! hrópaði hún. — Apalopp- an! Gamli maðurinn settist upp, skelfingu lostinn. — Hvað er með hana? Hún kom til hans en hrasaði í myrkrinu. - Náðu í hana! hrópaði hún. - Þú hefúr vonandi ekki fleygt henni! — Nei, hún liggur í skúfíúnni í anddyr- inu, svaraði hann. - Hvað ætlar þú að gera? — Það voru tvær óskir eftir, svaraði konan. — Við höfum aðeins notað eina ósk. — Og með slíkum afleiðingum, sagði maðurinn. - Finnst þér ekki komið nóg? — Farðu og sæktu apaloppuna! sagði konan í skipandi róm og fór að toga hann fram úr rúminu. Herra White þreifaði sig niður stigann í myrkrinu. Svo hélt hann áffam og fálmaði fyrir sér þar til hann kom að skúfíúnni í anddyrinu. Hann fann fljótlega fyrir loðna hlutnum. Þegar hann sneri upp á loftið aft- ur stóð konan hans í efsta stigaþrepinu. — Óskaðu nú! sagði hún. — Það er bæði óguðlegt og hættulegt, sagði hann. Frú White kom til móts við hann. Hún neyddi hann til að lyfta hendinni. — Óskaðu nú! sagði hún í skipandi róm og herra White sagði með titrandi röddu: — Ég óska syni mínum lífs! Svo gengu gömlu hjónin upp á loft. Maðurinn lagði sig í rúmið. Hann skalf og nötraði. Konan hneig niður í stól. Eftir stundarkorn kveikti hún á eldspýtu og tendraði ljós í náttborðslampanum. Svo lagðist hún við hlið manns síns. Mínúturn- ar liðu og gömlu hjónin hafa líklega blund- að eitthvað. Allt í einu reis konan upp. Það var barið á útidyrnar - þrjú högg. - Hvað er þetta? hrópaði hún og herra White vaknaði nú alveg. Hann settist upp og um leið var aftur barið þrisvar sinnum á útidyrnar. Herra White vætti þurrar varir sínar. — Þetta er... þetta er bara rotta, sagði hann og röddin var hás. En konan æddi upp úr rúminu, greip ljósið og hélt í áttina til stigans. Þá var ennþá einu sinni barið að dyrum. — Þetta er Herbert! hrópaði hún og hvarf út úr herberginu. - Þetta er Herbert! Herra White flýtti sér fram úr rúminu, titrandi af skelfingu. — Þetta er sonur okkar! Þetta er Herbert! heyrðist í konunni í stiganum. — Ég verð að opna fyrir honum! — í guðs bænum... opnaðu ekki fyrir neinum! öskraði herra White til hennar. Það var barið ennþá einu sinni. Herra White stóð uppi í stiganum. Hann grét og bað konu sína að snúa við en hún sinnti því engu. — Ertu hræddur við þinn eigin son? kall- aði hún og röddin var algerlega óþekkjan- leg. - Ég kem, Herbert, ég kem. Nú dundu höggin á hurðinni og berg- máluðu um allt húsið. Herra White heyrði að konan hans var að reyna að ná öryggis- keðjunni ffá dyrunum. Hann heyrði líka hvernig hún saup hveljur. — Komdu niður og hjálpaðu mér! kall- aði hún. — Ég næ ekki keðjunni ffá! En herra White féll á kné á gólfið. Hann leitaði æðislega að apaloppunni. Hann heyrði í öryggiskeðjunni niðri og bað til guðs að hann kæmist þangað áður en henni tækist að opna. Þegar hann heyrði skröltið í keðjunni í þriðja sinn fann hann fyrir loðna gripnum, tók hann í hægri hönd sína og flýtti sér að hafa yfir þriðju óskina. Höggin á hurðina hættu en það var eins og bergmálið af þeim væri effir í húsinu. Hann heyrði að konan hans opnaði, ískald- ur vindur smaug um húsið og fyllti stiga- ganginn. Konan rak upp örvæntingarhljóð. Herra White gekk varlega niður. Hann skalf frá hvirfli til ilja en flýtti sér til að koma konu sinni til hjálpar. Hún stóð graf- kyrr í dyragættinni. Fyrir utan lá vegurinn auður og einmanalegur. □ 3.TBL.1990 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.