Vikan - 08.02.1990, Síða 44
FERÐAL0C5
Það er fagurt um að litast í Sviss, jafht úti á landsbyggðinni sem í borgum. Hér sér yfir hluta Genf og Genfarvatns.
í Sviss þvo þeir umferðar-
skiltin mel vatni og sápu
TEXTI: ÓMAR VALDIMARSSON
Sviss? Hvað veit maður um
Sviss? Jú, Evróvisjón, Vilhjálmur
Tell, Rauði krossinn, afvopnunarvið-
ræður og hlutleysi, súkkulaði og úr,
alþjóðastofnanir, stór fjöll og skjöld-
óttar kýr með bjöllur um hálsinn.
Heiða og Pétur...hmm, var það
kannski Austurríki? Jæja, næsti bær
við. Þrifalegt. Dýrt. Evrópa. Allt þetta
og meira til reyndist satt og rétt í
júní í sumar þegar ég átti tæplega
tveggja vikna erindi til Genfar.
Ég hafði tvisvar áður komið til Sviss.
Fyrst á járnbrautarferðalagi um Evrópu
sumarið 1978 þegar ég sofnaði á grasbala
framan við opinbera byggingu í Basel um
hádegisbil eftir næturlanga lestarferð frá
Mílanó. Um kaffileytið kom lögregluþjónn
og vakti mig — kurteislegar en löggurnar
við járnbrautarstöðina í Feneyjum, sem
slæmdu kylfum í sofandi fólk klukkan sex á
morgnana.
42 VIKAN 3. TBL. 1990