Vikan - 08.02.1990, Side 46
FERÐALOC5
Roskinn ítali - líklega sjálfur Tinni kom-
inn á efri ár og orðinn drykkfelldari en
Kolbeinn kafteinn - með hundinn Tinna
í bandi helltí bjór í öskubakka handa
kvikindinu. Báðir voru drukknir í lyft-
unni á leiðinni upp á herbergi.
gamla manninum. Hann haggaðist ekki og
andaði þungt.
Nú ruku upp fleiri farþegar og í samein-
ingu tókst okkur að leggja manninn í
gólfið, losa um hálsmálið og einkennis-
jakkann. Innlendur farþegi tók á rás fram
eftir lestinni til að láta kalla í lækni og
sjúkrabíl á næstu brautarstöð. Hann kom
aftur að vörmu spori með annan kond-
uktor. Augun í gamla manninum gljáðu og
andardrátturinn varð óreglulegri.
Eftir tvær eða þrjár mínútur renndi
hraðlestin milli Lugano og Zúrich inn á
brautarstöðina í Airolo. Þar beið sjúkrabíll
og tveir menn þustu um borð með sjúkra-
börur áður en lestin hafði að fúllu numið
staðar.
Þegar gamli maðurinn var borinn út var
ekkert lífsmark að sjá með honum.
John Allen reif hálfskrifaða kvittunina úr
blokkinni, sem lá í sætinu fyrir framan
okkur; lestarþjónninn hafði náð að skrifa
hálft nafnið sitt áður en það breyttist í
beint strik niður eftir blaðinu.
Síðan fórum við í veitingavagninn og
borðuðum dýrindis máltíð fyrir 37 ffank-
ana sem ég var aldrei rukkaður um meir —
og sórum þess dýran eið að þrátta aldrei
framar við lestarþjóna.
Tinni heldur bjór að Tobba
í sumar kom ég sem sé aftur til Sviss-
lands og stoppaði í rúma viku í Genf og
nágrenni, einkanlega þó Frakklandsmegin
landamæranna þar sem heitir Ferney-Volt-
aire og er pláss á stærð við Sauðárkrók.
Ferney er alveg á landamærunum og ekki
nema um tíu mínútna akstur niður að
Genfarvatni og miðborg Genfar.
Nýjasta hótelið í Ferney-Voltaire er í
eigu Pullmankeðjunnar og lítur út eins og
flest önnur nýtísku hótel - þar er þrifhað-
Fáeinum dögum síðar stökk ég af lest-
inni í litlu plássi skammt frá Interlaken,
Bönigen heitir sá staður og er fallegur eins
og póstkort. Þar fann ég þokkalegasta far-
fúglaheimili fúllt af amerískum skóla-
krökkum, sem voru „doing Europe“ og
voru búnir að segja okkur hinum allt um
samkomulag og ósamkomulag sitt við for-
eldra sína og elskhuga fyrir kvöldmat.
Jóðlandi þjóðdansarar í
2000 metra hæð
Það var hægt að komast með kláfi lengst
upp í fjöllin og horfa niður á þorpin allt í
kring. Á veitingastað á fjallstindi í tvö þús-
und metra hæð spruttu allt í einu upp jóðl-
andi svissneskir þjóðdansarar í leðurstutt-
buxum með þriggja metra löng blásturs-
horn. Það drundi í fjöllunum við hvern
blástur og veröndin nötraði undan hoppi
þeirra. Eftir að þeir voru farnir tók ung
amerísk stúlka upp gítarinn sinn og söng
Plaisir d’Amor svo yndislega að viðstaddir
viknuðu. Þegar hún hafði lokið við að
syngja lagið stóð hún orðalaust upp og
leystist upp í blámóðu fjallanna í fjarska,
Eigertinds, Jungfrau og fleiri, sem rísa fjóra
kílómetra upp í himininn.
Fjórum árum síðar kom ég aftur til Sviss
til að sitja þing Alþjóðasambands blaða-
manna í Lugano. Það hlýtur að vera ein-
hver fegursti staður á jarðríki — skaparinn
hefur verið í sérlega góðu skapi þegar Lug-
ano varð til og hann úthlutaði veðrinu; þar
er nánast hitabeltisloftslag og þar vaxa alls
konar plöntur sem ekki þrífast í öðrum
héruðum. Handan við Luganovatn er ein-
hvers konar ítalskt ffíríki, Ticino, með
spilavíti og tilheyrandi. Þar horfði ég með
sænskum kollegum á glaumgosalegan
mann um flmmtugt tapa jafnvirði nýju
fjögurra herbergja íbúðarinnar minnar á
fimm mínútum. Hann deplaði ekki auga
heldur gaf mafíulegum náunga handan við
borðið merki um að færa sér fleiri spila-
peninga.
Aldrei skal þræta
við lestarverði
Svisslendingar vilja hafa allt í röð og
reglu. Rétt skal vera rétt og ekkert múður.
Við John Allen, suður-affískur blaðamað-
ur, uppgötvuðum það þegar við vorum
samferða í lestinni ffá Lugano til Zúrich.
Það er tiltölulega stutt leið, fáeinir klukku-
tímar, svo við keyptum miða á öðru farr-
ými. Skömmu eftir að við vorum sestir
kom lestarþjónninn til að gata farseðlana.
Honum fannst við ekki hafa borgað nóg —
það væri ekkert annað farrými í þessari
lest. Við þrættum, sögðumst hafa beðið
um annað farrými og fengið þessa sömu
miða afhenta athugasemdalaust.
Þetta var rígfullorðinn maður og hrukk-
óttur í konduktorbúningi með kaskeiti og
keisaraskegg, hár og tággrannur. Býsna
virðulegur. Hann gaf sig ekkert, borga 37
franka í viðbót, sagði hann.
Við þrættum enn.
Karlinn gaf sig ekki og var farinn að
byrsta sig.
John Allen gafst upp á undan mér og tók
upp veskið. Lestarþjónninn fór að skrifa
kvittun í blokk sem hann dró upp úr leð-
urtöskunni sinni. Ég horfði á hann út und-
an mér og hugsaði honum þegjandi þörf-
ina.
Allt í einu tók ég eftir að karlinn var
hættur að skrifa og stóð þráðbeinn og stíf-
ur með starandi augnaráð, vaggaði svolítið
í takt við ruggið í lestinni. Ég leit á John
Allen. Hann horfði út um gluggann og hélt
úti hendinni til að taka á móti kvittuninni.
Lestarþjónninn var orðinn öskugrár í
ffaman. — Er allt í lagi með þig? spurði ég.
Hann svaraði engu, var eins og stein-
runninn.
Andskotinn sjálfúr! Hér var eitthvað að.
Ég spratt á fætur og tók í handlegginn á