Vikan


Vikan - 29.11.1990, Side 70

Vikan - 29.11.1990, Side 70
KÓKOSBOLLUR Þetta er frekar ódýrt og auðtilbúið sælgæti sem bæði börn og fullorðnir kunna vel að meta. Kókosbollurnar þarf að geyma ( lokuðu íláti eða I plastpoka á köldum stað. Uppskrift: 2 dl vatn, 5 dl Ijós púðursykur, 8 blöð af matarlími og vatn, 1 msk. vanillusykur, 1 pakki hjúpsúkkulaði, 2-3 dl af kókosmjöli. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn. Blandið saman 2 dl af vatni og sykri og látið suðuna koma upp við vægan hita. Látið sykurlöginn sjóða í 2-3 mínútur og bræðið síðan matar- límsblöðin í heitum leginum. Bragðbætið með vanillusykri. Látið sykurlöginn kólna svolítið. Þeytið duglega, helst í hrærivél, þartil lögurinn er orðinn alveg kaldur. Þá er hann orðinn seig- ur og hvítur. Þegar þessu er lokið eru búnar til kúlur úr þessu seiga deigi og þær settar á vel smurðan bökunarpappír. Bræðið hjúpsúkkulaðið, stingið kúlunum nið- ur í það og leggið þær svo aftur á pappírinn. Veltið þeim upp úr kókosmjöli og látið þær svo standa á köldum stað þar til þær eru orðnar vel stífar. HNETUKÚLUR Það má nota hvaða hnetur sem er ( þessar kúlur, heslihnetur, valhnetur eða jarðhnetur og gott getur verið að blanda þessu saman líka. Uppskrift: 100 g hnetukjarnar, 100 g suðusúkkulaði, 1 tsk. smjör. Hakkið hneturnar gróft og ristið þær létt í smjöri. Bræðið súkkulaðið og hrærið hnetun- um saman við það. Setjið blönduna f mislit álform. Látið þau standa á köldum stað þar til súkkulaðið er orðið stíft. VALHNETUKONFEKT Uppskrift: 200 g marsípan, grænn matarlitur, ef vill, 10-12 valhnetur, 100 g hjúpsúkkulaði. Hnoðið marsípanið og blandið fáeinum dropum af matarlit út í ef þið viljið hafa konfekt- ið grænt. Búið til sívalning úr marsípaninu og skerið hann niður í 20 jafnstóra hluta. Þrýstiö hnetukjörnum ofan á hvert stykki. Bræðið hjúpsúkkulaði og stingið hálfum bitanum niöur í það, svo hver biti verði að hálfu hulinn súkku- laði. Leggið bitana á olíuborinn pappír og leyf- ið súkkulaðinu að harðna. Fallegt er að bera þessa bita fram í litlum mislitum álformum. 70 VIKAN 24. TBL.1990

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.