Vikan


Vikan - 13.12.1990, Side 48

Vikan - 13.12.1990, Side 48
TEXTI OG LJÓSMYNDIR: PORSTEINN ERLINGSSON VAR EKKISEIN AÐ KAUPAVIKUNA - OGVANN Hjónin Pálína Jensdóttir, starfsmaður gæsluvall- ar, og Þorkell Jóhann- esson, bæjarverkstjóri á ísa- firði, voru ein af þeim heppnu þegar Vikan dró út lúxusferð til Reykjavíkur á vegum Vikunn- ar, Flugleiða og Hótel íslands. Hjónin eru bæði um þrítugt, fædd og uppalin á Vestfjörð- unum og eru nú búsett á ísa- firði. „Það var mikil heppni að við skyldum vinna þessa yndis- legu ferð,“ segir Pálína. „Við erum ekki áskrifendur Vikunn- ar en kaupum hana oft. Þaö var vinkona mín sem sagöi mér frá því að þessi útdráttur stæði til í blaðinu og ég var því ekki sein á mér að kaupa það og senda horn einnar síðunn- ar til ritstjórnarinnar eins og til var ætlast. Skömmu síðar hringdi rit- stjóri Vikunnar i mig og óskaði mér til hamingju með sigurinn. Ég var hins vegar hin skrýtn- asta í símanum og spurði hver væri eiginlega að gera at í mér. Ég gerði mér þó fljótlega Ijóst að um veruleika var aö ræða. Þetta var í sumar en við ákváðum að njóta vinningsins nú í nóvember." Flugleiðir buðu vinnings- höfunum flug til og frá Reykja- vík. Þar beið þeirra glæsilegur bílaleigubíll frá Bílaleigu Flug- leiða, Toyota Tercel með al- drifi, fullur af eldsneyti. Einnig beið þeirra uppbúið rúm á Hót- el Loftleiðum. Þar er aö finna flest þau þægindi sem tilheyra vel búnu hóteli. Ekki eru veit- ingarnar af lakara taginu, þar sem meðal annars Lónið, hinn nýlegi glæsilegi veitinga- staður hótelsins, býður upp á það besta sem gerist. „Við komum til bæjarins á föstudagsmorgni og tókum þá við bílnum, sem okkur fannst ekki af lakara taginu," segir Þorkell. „Helst vildum við ekk- ert þurfa að skila honum." „Eftir aö við höfðum komið okkur fyrir á hótelinu fórum við Pálfna Jensdóttir og maður hennar, Þorkell Jóhannesson, bæjarverkstjóri á ísafirði, komin til Reykjavikur. að heimsækja systur mína,“ segir Pálína, „og síðan skoðuðum við okkur um í verslunum höfuðborgarinnar. í aðra heimsókn var síðan hald- ið og kvöldið meðal annars notað til að fara í afmæli föður Þorkels, sem við hefðum alls ekki komist í ef við hefðum ekki unnið þessa ferð. Þaðan fórum við síðan í enn fleiri heimsóknir til ættingja, vina og kunningjafólks en af því eigum við mikið hér. Margt fólk af heimaslóðunum er statt hér af ýmsum ástæðum, í námi, tímabundinni vinnu eða hrein- lega búsett hérna. Mjög langt var síðan við höfðum séð margt af þessu fólki.“ „Laugardagsmorguninn notuðum við til þess að sofa Frh. á næstu opnu Hjónin með bílinn, sem þau tímdu varla að sklla, fyrir utan Hótel Loftleiðir. 48 VIKAN 25. TBL. 1990
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.