Vikan


Vikan - 13.12.1990, Page 55

Vikan - 13.12.1990, Page 55
r Sólrún gert. Finnakerlingin fálmaöi eftir skjóöu sinni þar sem hún geymdi lækningalyfin sín, hún sönglaði undarlegan söng. Upp úr skjóðunni dró hún leðurreim, svarta að lit, harða af storknuðu blóði. Hún hélt söngnum tilbreyting- arlaust áfram og batt hægt flókinn hnút á reim- ina. Sigurhnút til þess gerðan að greiða fyrir fæðingunni. Kerlingin reis upp og hélt hnútnum yfir stynjandi konunni, leysti hann með knýttum en ákveðnum höndum. Það hafði engin áhrif. Konan bylti sér ákaft og það virtist draga af henni. Kerlingin hætti sönglinu og gretti sig. Magn- aðri krafta þurfti til ef takast átti að bjarga barn- inu. Hún dró í skyndi upp lítinn kuta og skar í öxl konunnar, svo snöggt að dimmrautt blóðið spratt samstundis úr sárinu. Kerlingin bleytti fingur sína í blóðinu og teiknaði stafi í lófa sér. Húsbóndinn þekkti þá, bjargrúnir. Kerlingin tók þéttingsfast um úlnlið konunnar og bað með hárri sönglandi röddu dísir og vinveitta vætti að hjálpa sér að koma þessu barni lifandi í heiminn. Líkami konunnar spenntist upp og hún veinaði. Kerlingin kurraði af ánægju því vættirnir virtust ekki ætla að bregðast henni. Barnið var greinilega á leiðinni og það mundi lifa. Að skammri stund liðinni hljómaði barns- grátur í kotinu og angan af nýju lífi fyllti hvert skot. Finnakerlingin laugaði barnið vandlega. Við hlið sér hafði hún ker fyllt vatni, hún saup á en kyngdi ekki heldur velgdi það í munni sér og sprautaði síðan yfir barnið. Barnið grét há- stöfum yfir hinum nýja heimi sem það hafði komið svo harkalega í. Ungi maðurinn horfði á. Hann gældi grimmdarlega við þá hugmynd að neita að taka við því þegar það yrði borið til hans og rjúfa þannig heit sitt við annan mann. Hugsunin skelfdi hann um leið og hann fann til ánægju yfir henni. Þá ætti hún, móðirin, aðeins um tvennt að velja, að eiga óborið barn, hvorki viðurkennt af ætt né föður, og neyðast sjálf til að ábyrgjast allar gerðir þess á lífsleiðinni eða bera það út og láta illa vætti hræða úr því lífið og hrafnana kroþpa úr því augun. Hann vissi að hún veldi seinni kostinn, hún hafði aðeins fallist á að eiga barnið fyrir orð annars manns. Finnakerlingin lauk við að þrífa barnið og vafið því varlega í brúna grófgerða voö. Hún tók það í fang sér og bar það, bogin og hrukkótt, í átt að manninum unga og lyfti því upp til hans. Hann hikaði andartak, enn fang- inn af sínum dimmu hugsunum, svo lyfti hann höfði ofurlítið og leit beint í óttaslegin gljáandi augu móðurinnar ungu þar sem hún lá föl og tekin. Hann rétti út hendur sínar og tók við barninu. Hann hafði viðurkennt það, hér eftir yrði hann faðir þess. Hugsuninni dimmu skaut aftur upp í huga hans. Enn mátti bera það út, réttindi sem manneskja öðlaðist það ekki fyrr en það hafði nærst í fyrsta sinn. Finnakerlingin leit á hann illskulega, eins og hún hefði lesið hugsanir hans, farga barni sem hún hafði lagt svo mikið á sig til að koma lifandi í heiminn. Hún hrifsaði barnið af honum og bar það til móðurinnar. Hans þætti í fæðingunni var lokið. Stúlkubarnið lá við hlý og gjöful brjóst móður sinnar og teygaði volga mjólkina værðarlega og öðlaðist þannig rétt sinn til lífs í samfélagi mannanna. Grátur barnsins ( troginu var hættur. Hús- bóndinn ungi fann til ótta. Skyldi hún hafa sofnað? Hann gekk varlega nær troginu og horfði ofan í það. Þar leit hann beint ( stór mosalit barnsaugu, svo full af forvitni og Ijósi. Maðurinn og barnið störðu augnablik hvort í annars augu, gagntekin hvort af öðru. Eins og ósjálfrátt teygði hann stóra grófgerða hönd sína fram og strauk mjúka barnskinnina. Eins og glitrandi, viðkvæmur sólargeisli fæddist stórt og bjart bros á andliti barnsins, fyrsta bros þess. Ungi maðurinn kenndi sársauka innra með sér þegar brosið bræddi hatrið í brjósti hans og bar í burtu biturðina. Hann fann hvernig ylurinn í brosi barnsins vermdi kalt og vonsvikið hjarta hans. Óstyrkum höndum lyfti hann því upp úr troginu og bar að brjósti sér. „Fyrirgefðu, litla barn,“ hvíslaði hann að bögglinum, „fyrirgefðu mér að hata það sem er jafn saklaust og varnarlaust og þú. Fyrirgefðu mér. Ég óskaði þess bara svo heitt að þú værir mín.“ Ungi maðurinn vissi ekki að frá þessari stundu var hún hans. □ Norsku Stil ullarnærfötin Þeim verður ekki kalt aílan daginn. Dæmi um verð: Stærð Buxur einf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.” 4-6-8 10-12 1432- 1551- 1487- 1701- 1560- 1738- 1672- 1831- * fóðruð með mjúku Dacron efni. aitkaassaa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 25. TBL. 1990 VIKAN 55
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.