Vikan


Vikan - 13.12.1990, Page 84

Vikan - 13.12.1990, Page 84
Gómsætir eftirréttir orðið hæfilega kalt er stífþeyttum rjóma bætt saman við. SKYRTERTA MEÐ JARÐARBERJUM - fyrir 14—16 1 kg rjómaskyr, hálfur I rjómi, 100 g sykur, 12 matarlímsblöð, 100 g jarðarber. Aðferð: Skyrið er hitað aðeins. Matarlfmið linað í köldu vatni. Síðan er það brætt yfir vatnsbaði. Þar næst er því blandað saman við skyrið og látið kólna. Blandað saman við léttþeyttan rjómann og jarðarberin sett út í. Gætið þess vel að skyr- ið sé ekki heitt. Gott er að setja 3-4 eggjarauð- ur saman við en þeim má þó sleppa. Botn: 200 g musli, 50 g sykur, 50 g smjör. Aðferð: Smjörið brætt ásamt sykrinum og múslíinu bætt út í. Þegar þessu hefur verið blandað vel saman er það sett í viðeigandi form. Múslfinu er þrýst vel niður í formið og látið kólna. Þegar það er orðið kalt er skyrblöndunni með jarðar- berjunum hellt í formið. Látið kólna. Jarðarberjahlaup: 100 g jarðarber, 50 g sykur, 2 matarlímsblöð. Aðferð: Sjóðið saman ber og sykur og merjið. Bætið matarlímsblöðunum út í eftir að þau hafa verið linuð á venjulegan hátt. Hrærið vandlega í á meðan matarlímið er að leysast upp. Látið kólna hæfilega og setjið maukið þessu næst ofan á tertuna, þó ekki fyrr en hún er orðin stíf. BRÓMBERJATERTA MEÐ SÚKKULAÐI Þessi uppskrift er miðuð við þrjár tertur. Þeir sem ekki eru svo stórtækir verða að minnka uppskriftin. Hér er bakaður einn þykkur tertu- botn, skorinn í þrennt. Botn: 125 g sykur, 120 g hveiti, 1 tsk. kakóduft, 4 egg. Sykurinn og eggin eru stífþeytt og síðan er hveitinu blandað varlega saman við. Sett í form og bakað við 160°C. Smyrjið formið vel að innan. Hliðarnar á kökunni: 125 g sykur, 125 g hveiti, 4 egg. Sykurinn og eggin eru stífþeytt og hveitinu blandað varlega saman við. Sett á bökunar- plötu með smurðum smjörpappír. Deiginu jafn- að þunnt yfir plötuna og bakað við 180°C í nokkrar mínútur. Þegar kakan er bökuð er henni hvolft á annan smjörpappír og hinn los- aður frá. Þunnt lag af brómberjasultu er borið á kökuna og hún skorin í fjóra jafna hluta sem lagðir eru saman. Sultan verður þá alls staðar á milli laga og einnig efst. Súkkulaði ofan á kökunni: 800 g dökkt súkkulaði, 4 heil egg, 100 g smjör, 1 lítri stífþeyttur rjómi, 450 g brómber og sykur til að strá á þau. Súkkulaðið er látið bráðna í vatnsbaði ásamt smjörinu. Einu og einu eggi er þessu næst bætt út í og hrært saman við. Þegar þetta er Kökubotninn (kakóbotninn) er settur á disk og hringform utan um. Kakan með sultunni á milli er skorin í hæfilegar sneiðar og þeim raðað innan í formið meðfram kökunni. Brómberin eru sett í miðjuna. Síðan er súkkulaðikreminu hellt ofan í og fyllt hæfilega. Kakan er höfð í kæli þar til hún stífnar. Ef kökuræmurnar standa upp úr eru þær skornar burtu og rest- inni af kreminu sprautað fallega á tertuna. FRÖNSK JÓLARÚLLUTERTA - fyrir 15 Botn: 10 eggjarauður, 10 eggjahvítur, 375 g sykur, 250 g hveiti. Aðferð: Stífþeytið sykurinn og eggjarauðurnar, sigtið hveitið út í og hrærið með sleikju eða sleif. Síðan eru eggjahvíturnar stífþeyttar og bland- að mjög varlega með sleikju eða sleif saman við hræruna. Sett á smjörpappír á bökunar- plötu, ekki of þykkt eða misjafnt. Bakað við 180°C í ca 8-10 mínútur. Látið aðeins kólna og kakan síðan sett á plastfilmu. Kremið er borið á með pönnukökuspaða, síðan er tertan rúlluð upp og lokað fyrir endana með því að binda hnút á plastfilmuna. Sett í kæli og látin kólna og stífna. Súkkulaðismjörkrem: 7 eggjarauður, 250 g sykur, 1 dl vatn, 250 g smjör, 250 g dökkt súkkulaði. Eggjarauðurnar eru stífþeyttar. Sykurinn er soðinn með vatninu f 145°C og síðan er hon- um hellt út í eggjarauðurnar og þeytt þar til kremið er farið að stífna og þykkna. Þá er súkkulaðinu bætt út í og loks smjörinu. Rúllutertunni er komið fyrir eins og trjádrumbi á diski eða fati (sjá mynd) og yfir hana er spraut- að chantilyrjóma og loks er stráð kakódufti yfir allt saman. Chantilyrjómi: 1/2 lítri rjómi, 75 g sykur. Sykrinum blandað saman við rjómann hálf- þeyttan og hann síðan stífþeyttur. EGGJABÚÐINGUR MEÐ KARAMELLUSÓSU 1 lítri mjólk, 6 eggjarauður, 4 heil egg, 150 g sykur, rifinn börkur af einni appelsínu, 200 g sykur. Grand Marnier Ifkjör. Appelsínubörkurinn settur út í mjólkina og hún hituð að suðumarki. Eggjarauðurnar og eggin eru þeytt saman við sykurinn (150 g) og bætt út í heita mjólkina. Gætið þess að mjólkin sé ekki sjóðandi heit. Úr afganginum af sykrinum (200 g) er búin til karamella sem sett er f form ásamt líkjörnum, en gætið þess að láta ekki of mikið af honum. Síðan er eggjamjólkinni hellt í formið og þetta er bakað í vatnsbaði í ca 40 mínútur við 150°C. Hafið lok eða álpappír yfir. 84 VIKAN 25. TBL. 1990
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.