Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 5
Nr. 28, 1939
VIKAN
5
að var bjartur og hreinn júlímorgunn.
Einn af hinum fögru, seiðþrungnu
sumarmorgnum, þegar allt umhverfis
mann kastar tötrum hversdagsleikans og
klæðist guðvefum hinnar signandi sólar.
Það er líka ys og þys á götum bæjar-
ins, þótt klukkan sé enn ekki 6. Það er
sem hin árrisula morgungyðja hafi seitt
menn fram úr sængum sínum — eða lík-
legast var það þó öllu fremur ferðaþráin.
Laxfoss bíður albúinn að leggja frá
landi, þegar maður kemur niður á upp-
fyllingu. Menn skiptast á kveðjum: Vertu
bless! Skemmtu þér vel! — gengur eins
og bylgja yfir mannhafið. Maður heyrir
líka aðvarandi móðurrödd hvísla: Farðu
varlega, góða mín, — í fjöllunum. Guð
fylgi þér!
Landfestar eru leystar og Laxfoss mjak-
ar sér hægt og þunglamalega frá landi.
I gegnum vélarskröltið heyrir maður enn
hin algengu kveðjuorð: Bless, mamma!
Vertu bless! Og í gegnum sólvafið sumarið
sitrar rödd móðurinnar: Guð fylgi þér!
Guð fylgi ykkur öllum!
— Að hugsa sér, að vera komin út á
sjó! heyrist fagnandi konurödd segja. Hún
horfir inn til strandarinnar, í áttina til
Reykjavíkur. — Já, Reykjavík, þarna er
hún greyið. En hvað húsin eru lítil! —
Landakotskirkjan gnæfir ein, eins og
klettur úr hafinu, máttug og sterk, til að
hefja hug okkar til hins háleita og fagra,
— til guðs. Hún kveður auga manns síð-
ast af hinni íslenzku höfuðborg.
Brátt er Borgarnes í augsýn, ákvörð-
unarstaður Laxfoss. Á bryggjunni bíða bíl-
arnir albúnir að taka farþegana, um leið
og þeir stíga af skipsfjöl. Hér má fá far-
kost vestur og norður, og eftir dálitla
stund hafa bílarnir líka fengið sitt og
bruna af stað.
Við, sem ætlum vestur í Dali, höfum
hinn velþekkta Brand að bifreiðarstjóra.
Hann skilar okkur líka bráðlega inn í
Dalasýslu. Okkur, sem förum þessa leið
í fyrsta sinni, finnst heiti héraðsins sann-
nefni. Hér tekur hver dalurinn við af öðr-
um. Við athugum kortið og staðaheitin
blasa við. Við lítum út og sjáum eitt býlið
af öðru koma og hverfa eins og skugga-
myndir á tjaldi. Bæjarnöfnin eru mörg og
margvísleg, flest eru þau ný og framandi,
skilja varla spor eftir í meðvitund okkar,
— og við höfum það fyllilega á vitund-
inni, að þau séu okkur óviðkomandi, enda
má okkur einu gilda, hvort bærinn heitir
heldur Hlíð eða Brekka.
En hér eru líka staðarheiti, sem orka
á hugina eins og töfrandi tónar lengst utan
úr geimnum. — Órnefni, sem gefa hug-
anum vængi til að fljúga með lengst aftur
í gráa forneskju — Sauðafell, Hjarðarholt,
Höskuldsstaðir, Laugar — eru nöfn, sem
koma hjartanu til að slá örara. Sagan um
örlög fólksins, sem gerði þessa staði fræga,
rís sem bylgja úr djúpi hugans, — og það
er dimmt og dapurt yfir þeim minning-
um, — þrátt fyrir seiðandi sólskinið, sem
þær eru framkallaðar í. — En hugurinn
fær ekki lengi að reika um rökkurborgir
horfinná alda. Veruleikinn — um nálægð
sumars og sólar, og það, að á ákvörðunar-
stað sé komið, — hrífur hugann aftur til
hins bjarta dags.
Ég er brátt umvafinn gestrisni Dala-
fólksins íslenzka, afkomenda drottningar-
innar, Auðar djúpúðgu. — Viðmót þess er
falslaust og hlýtt, laust við tilgerð og
stolt. Og þegar júlínóttin, höfug og hlý,
breiðir sig yfir byggðina, líður fagnaðar-
kennd um hug mér eins og barns, sem
finnur gullið sitt eftir langa leit. —
Hvað? Hefir hin sunnlenzka rigning
virkilega leynst í ferðamal mínum ? er
fyrsta hugsun mín, er ég opna augun dag-
inn eftir. — En það er ímyndun ein, því
bak við dimm og drungaleg ský sjást heið-
ríkjublettir, sem spá góðu. Það er líka
mikilsvert fyrir mig, sem ætla að njóta
fegurðar og unaðar hinna íslenzku dala í
dag.------
Unga stúlkan, sem ætlar að vera leið-
sögumaður minn í dag, horfir sínum
björtu, bláu augum til hins hækkandi dags.
Hestarnir frýsa úti fyrir, svona til að
minna á, að þeir séu til hvenær sem er.
Við kveðjum fólkið og leggjum af stað.
— Leiðin liggur út með Hvammsfirði —
firðinum, sem liggur undir þeim þungu
álögum, að þar skuli enginn fiskur hald-
ast við, eða veiðast, fyrr en tuttugu skips-
hafnir hafa farist í honum.
Þetta eru álög konunnar, sem missti
manninn sinn í sjóinn, fyrir mörgum öld-
um síðan. — Þau eru stundum máttug orð
konunnar.-------Nú er fjörðurinn sléttur
svo það örlar varla á steini.
Hvammur, bær Auðar! Hér er þá bær-
inn hennar í skjóh hárra fjalla —- fyrir
mynni Hvammsfjarðar, eða því sem næst.
Hér nam hún staðar, konan, sem næstum
því er einstæð í sögu þjóðar okkar, fyrir
þrek og djörfung. Um landnám hennar
leikur litlu minni æfintýraljómi, en um
landnám Ingólfs Arnarsonar. — Mér finnst
ég skilja Auði, þegar hún velur einmitt
þennan stað fyrir bústað sinn. Það er eins
og helgar vættir hafi leitt hana í hvamminn
milli hárra og hrikalegra f jalla. — Þetta
var hvammurinn hennar, lítið sjálfgert
musteri, mótað af guði sjálfum í hið hrjúfa
landslag, — veslings óhamingjusömu kon-
unnar — sem látið hafði ástvini og fé fyrir
bitrum skapanornum — en konunnar, sem
átti sinn göfuga guð til að treysta á.
Hvammur, hin guði vígða jörð, á sér
langa sögu. Sú saga er samanofin flestum
þeim skapeinkennum, sem kynslóðirnar
hafa yfir að ráða. Yfir hinn fagra fjalla-
hvamm hafa svifið veðrabrigði hinna góðu
og vondu hvata mannssálarinnar — en
„Unnarsteinninn“ í flæðarmáli Hvamms-
fjarðar, þar sem Auður hvílir, mun um
allar ókomnar aldir, vitna um dýrsta þátt
mannssálarinnar — guðstrúna.
En áfram er haldið. — Leið okkar ligg-
ur út með Hvammsfirði norðanverðum, svo
nefnda Fellsströnd. Við förum fast með
sjónum. Það er svo gaman að sjá litlu bár-
urnar leika sér í fjöruborðinu — sjá þær
teygja sig upp til blómanna, sem hafa hætt
sér fram á yztu nafir, til þess að njóta sem
bezt þunglyndislegra söngva hafmeyjanna.
— Hestarnir eru viljugir, enda er vegur-
inn greiðfær. Það veitir heldur ekki af að
spretta úr spori, því út á Ytra-Fell er ferð-
inni heitið.
Landslagið, sem leið okkar liggur um, er
hrikalegt og fagurt í senn. Há og hrika-
leg f jöll, víða skógivaxin að efstu brúnum,
fléttuð silfurtærum strengjum hlaupandi
lækja. Eða fagrir og gróðursælir hvamm-
ar í algrónu hrauni.
Örnefnin koma eitt af öðru eins og óvé-
fengjanlegt vitni um óskráða sögu. Flest
hljóma þau eins og létt og liðlegt fótatak
fram í göngum horfinna alda, þó eru önn-
ur þung og dapurleg eins og haustnóttin.
— Hér er Staðarfell. Eitt' af okkar nú-
tíma nunnuklaustrum, með meistaralega
umgjörð: skógi vaxnar hlíðar og hið bláa
haf. — En skógurinn sem umvefur Stað-
arfell, er leiðinleg sönnun um hirðuleysi
Islendinga.
Staðarfellsskógurinn mun vera einn með
fegurri skógum hér á landi; en algjört
hirðuleysi verður sennilega ekki lengi að
breyta honum í lélegt kjarr — gróðurlítil
moldarbörð — uppblásið land — örfoka
Framh. á bls. 20.