Vikan - 13.07.1939, Qupperneq 17
Nr. 28, 1939
VIKAN
17
Hvít, titrandi snæbreiða allt í kring,
svo langt, sem augað eygir.
Og mitt í þessari miklu auðn er mað-
ur á ferð, — einn maður, á gömlum, slitn-
um skíðum með úreltu lagi, með langan
broddstaf, sem hann tvíhendir að gömlum
sið. Álútur heldur hann áfram jafnt og við-
stöðulaust eins og hann hafi engan tíma
til að nema staðar, ekki svo mikið sem til
þess að kasta mæðinni fáein andartök. Ef
til vill er einhver veikur heima og hann
er að sækja lækni eða yfirsetukonu, ef til
vill er það eitthvað
annað, sem rekur á
eftir honum. Kann-
ske er hann ekkert
að flýta sér, hjá sum-
um mönnum er það
bara vani að flýta
sér alltaf eins og lífið
liggi við.
Það er snemma
morguns og tæplega
fullbjart enn þá þó að komið sé fram í
mið-góu. Gráhvítur himinninn rennur sam-
an við snæþakta jörðina. í hálfbirtu morg-
unsins er það mannlegu auga ofvaxið að
greina takmörk himins og jarðar. Allt
rennur saman í eitt, sem hvort tveggja í
senn virðist endalaust og þó umlykja
ferðamanninn, — ásækja hann, svo að
hann hraðar ósjálfrátt ferð sinni undan
einhverju, sem hann veit ekki hvað er.
En hver er hann þessi maður, sem held-
ur svona viðstöðulaust áfram ferð sinni
yfir fannbreiðurnar ? Hvert skyldi hann
ætla og hverra erinda svona snemma dags ?
Maðurinn heitir Jónas Þorsteinsson
bóndi á Bergsstöðum og hann er á leið í
kaupstaðinn. Leiðin er löng og hann ætlar
sér að ná heim um kvöldið. Hann má þess
vegna ekki gefa sér tíma til þess að nema
staðar í öðru hverju spori. Því aðeins getur
það tekist, að hann haldi viðstöðulaust
áfram og skíðafærið og góða veðrið haldist
óbreytt. Undanfarnar vikur hefir tíðarfar-
ið verið meinlega ótryggt, snjónum kyngt
látlaust niður svo að nú sést ekki steinn
upp úr hvað þá meira.
En í nokkra daga hefir veðrið verið sæmi-
lega bjart og stillt. Vonandi vissi það á
breytingu til batnaðar. Bændurnir voru
farnir að mæla heybirgðirnar hugsandi.
Þær endast ekki lengi ef harðindin hald-
ast. — Þrátt fyrir heyleysi og horfelli ár
eftir ár öldum saman, kunna íslenzkir
bændur ekki enn þá að mæta reglulegum
fimbulvetri og sennilega verður þess langt
að bíða að þeim lærist það að fullu.
Þegar hríðargangurinn fer hamförum
yfir landið, viku eftir viku og jafnvel mán-
uð eftir mánuð, og allar skepnur standa
inni á gjöf, verður mörgum bóndanum
þungt í huga. En strax og rofar til, og sól-
in skín, birtir í sál hans og hann eygir ótal
leiðir og möguleika þar, sem öll sund virt-
ust lokuð. Þá brjótast menn með hesta og
sleða yfir snæbreiðurnar til þess að sækja
björg handa mönnum og skepnum. I
skemmum og kjöllurum sveitabæjanna rísa
upp hlaðar af fóðurbæti, svo að hægt sé að
spara heyin, en öll þessi feikn af fóður-
bæti kosta ógrynni fjár, miðað við kaup-
getu bóndans. En samt er þetta eina leiðin
þegar fóðurskortur vofir yfir. Skepnunum
verður að bjarga. Verði fellir er úti um
allt. En þegar batinn kemur er öllu and-
streymi lokið — í bráð, og sveitabóndinn
fyllist fögnuði og bjartsýni. Það er hvort-
tveggja í senn blessun hans og bölvun
hvort hann er fljótur að gleyma þvi illa,
því að strax næsta haust teflir hann á
VIXIIIIII
Smásaga eftir Sigurð Róbertsson.
tæpasta vaðið með ásetninginn eins og
hann hefir gert á hverju hausti allan sinn
búskap, og eins og forfeður hans hafa gert
um fleiri aldir. —
Þessar og þvílíkar hugsanir brjótast um
í höfði Jónasar. Hann hrukkar ennið og
svipur hans er þungbúinn, þó þarf hann
ekki að kvíða heyleysi. Hann er einn af
þeim sárfáu, sem eiga nóg fyrir sig, því
að, sem betur fer, eru ekki allir undir sömu
sökina seldir. En útlitið í heild er ljótt og
það er erfitt að neita þeim um hjálp, sem
þegar eru komnir á vonarvöl.
Nei, það er ekki fóðurskortur, sem ligg-
ur honum þyngst á huga, heldur er það
þessi bölvaður víxill, sem kom yfir hann
eins og reiðarslag og kollvarpaði öllum
hans framtíðardraumum og vonum í einu
vetfangi.
Þúsund krónur, þúsund krónur. Hann
endurtekur þessi orð með sjálfum sér um
leið og hann herðir gönguna enn meir og
horfir mót hækkandi degi. Þúsund krón-
ur er geysimikil upphæð og þessa upphæð
verður hann að greiða, hvort sem honum
er ljúft eða leitt, og þó hafði hann ekki
haft neinn hagnað af þessum þúsund krón-
um, síður en svo. Ekki hafði hann stofnað
til þeirrar skuldar.
En það, sem honum svíður jafnvel sár-
ast, er það, að öll þessi ógæfa á beinlínis
rót sína að rekja til þess ósiðar að setja á
guð og gaddinn, sem kallað er. Hefði Gunn-
ar á Læk gætt þess að setja ekki fleira á,
en hann gat tryggt nægilegt fóður, hefði
allt getað farið vel. Raunar mátti hann
sjálfum sér um kenna, að nokkru leyti,
hann hafði verið of auðtrúa þegar hann í
fyrstu skrifaði nafn sitt á þennan bölvað-
an víxil.
Jónas er búinn að búa á Bergsstöðum
í fimm ár. Tengdaforeldrar hans höfðu bú-
ið þar á undan honum allan sinn búskap.
Þegar Jónas giftist Ástu dóttur þeirra
hættu þau og seldu jörðina og búið í hend-
ur ungu hjónunum.
Bergsstaðir var gæðakot, en þar biðu,
eins og svo víða annars staðar, mörg óleyst
og aðkallandi verkefni. En Jónas var
áhugasamur og starfsþrek hans óbilandi,
svo að þegar hann nú leit til baka yfir
fimm ára búskaparferil varð hann að vísu
að kannast við að mikið væri enn þá ógert.
En þó gat hann, og það með töluverðu
stolti, litið yfir margt, og það jafnvel ótrú-
lega margt, sem honum hafði áunnist til
þess að bæta jörðina.
Jónas var greiðvikinn og hjálpsamur.
Þess vegna fékk hann sig ekki til þess að
neita Gunnari á Læk
um að skrifa á eitt
þúsund króna víxil.
Ábekingur hans var
líka sæmilega stæður
og áreiðanlegur mað-
ur. Gunnar hafði líka
lag á því að haga
beiðninni þannig að
erfitt var að neita.
Peningunum ætlaði
hann að verja til þess að auka búskapinn.
Hann gat fengið keyptar ær fyrir gjaf-
verð, ef hann borgaði þær út í hönd. Það
var viss gróði og Jónas lét tilleiðast. Hann
vildi ekki verða til þess að Gunnar missti
af þessu einstaka tækifæri til þess að bæta
afkomu sína.
En gróði Gunnar á ærkaupunum varð
minni en hann hafði látið í veðri vaka, eða
búist við. Kjötið féll í verði. Svo bættust
við ýmis ófyrirsjáanleg óhöpp: illar heimt-
ur, vanhöld allskonar og margt, margt
fleira. Lánið varð því að framlengja, því
að það var ekki meira en svo að hann
gæti borgað vexti. Svo bættist það við, að
hinn ábyrgðarmaðurinn heltist úr lestinni
og það án þess að Jónas vissi um fyrr en
um seinan.
Nú var svo komið að Gunnar var kom-
inn í þrot. Heylaus og allslaus, ekkert
nema skuldir og allt marg veðsett. Og nú
krafði bankinn Jónas um greiðslu á þess-
um þúsund krónum, því að hjá Gunnari var
ekkert að hafa, og nú var hann á leiðinni
í kaupstaðinn til þess að semja um greiðslu
á skuldinni ef unnt væri. Hann gat ekki
greitt hana alla í einu nema með því móti
að skerða bústofninn svo tilfinnanlega að
það tæki hann mörg ár að rétta við aftur,
og auðvitað ekki að tala um neinar fram-
kvæmdir.
Jónas kreppti hnefana utan um skíða-
stafinn. Það er hart að verða að gjalda
þess hvað aðrir eru kærulausir með að
tryggja búfé sínu nægilegt fóður, eins og
t. d. Gunnar á Læk, og stofna bæði því og
sjálfum sér í bersýnilegan voða, og þó er
búféð einasta bjargræði bóndans og á því
verður hann að byggja framtíð sína og
sinna. —
Laust fyrir hádegi kom Jónas í kaup-
staðinn. Fyrst lauk hann af ýmsum smá-
erindum, því að bankinn var ekki opnaður
fyrr en klukkan eitt.
Þegar þangað kom varð hann að bíða
góða stund, því að nokkrir voru komnir á
undan honum, en loksins kom röðin að