Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 3
Nr. 44, 1939 V IK A N 3 Jónas Sveinsson, læknir: Ný viðfangsefni é sviði lœknislrœdinnar. Nýlega er eftirfarandi saga látin ger- ast í Kaupmannahöfn: Á einu þekkt- asta gistihúsi borgarinnar vaknar maður nokkur, sem sofið hefir síðan 1914, upp af værum blundi, Hann vaknar við það, að sonur hans, sem fluttist til Ameríku nokkru fyrir heimsstyrjöldina, hringir hann upp frá Chicago. Maðurinn fyllist undrun, því árið 1914 kunnu menn ekki tök á því að talast við frá einni heims- álfu til annarrar. — Enn meir undrast hann, er hann heyrir raddir og hljóðfæra- slátt berast frá litlu áhaldi, er stendur í herbergi hans. Þá heyrir hann menn tala um Hitler og Stalín, kommúnisma, nasisma og hvað það nú heitir allt saman. Útvarpið var alger nýjung manninum, sem sofið hafði í 25 ár, óskiljanlegt áhald! Líkt mundi fara fyrir lækni, sem lokið hefði prófi fyrir 25 árum, en einhverra hluta vegna staðið utan við hinar geysi- legu framfarir, er gerzt hafa á sviði lækna- vísindanna síðastliðin 25 ár. Hann myndi fljótlega komast að raun um, að skilyrðin fyrir skurðtækni eru önnur og betri. — Hann myndi einnig strax verða var við miklar framfarir á sviði lyfjafræðinnar. Ný undralyf eru komin á markaðinn, er gera alla meðferð sjúkdóma auðveldari en áður var. Röntgengeisla-lækningar og töfraefnið Radium var einnig í bernsku fyrir 25 ár- um. Sömuleiðis hormónafræðin eða þekk- ingin á störfum hinna innri kirtla líkam- ans. Sú fræðigrein er ný, en hefir þegar fengið hina mestu þýðingu, bæði til að skilja uppruna margskonar sjúkdómafyr- irbrigða og ekki síður til hjálpar við sjúk- dómum, er stafa af bilunum, eða breyt- ingum á störfum kirtla þessara. Þá má nefna Vítamínin, eða bætiefna- fræðigreinina. Hefst með þeirri vísinda- grein nýr og merkilegur þáttur innan lækn- isfræðinnar. Vanti bætiefni þessi í hinadag- legu fæðu, koma ófrávíkjanlega hin alvar- legustu sjúkdómseinkenni í ljós. Eins og fyrr getur, hafa merkileg lyf verið tekin í notkun hin síðari ár, sem stuðla að því, að lækningar margra sjúk- dóma verða einfaldari og öruggari en áður var. I stuttu máli: Nútímalæknirinn er að öllu leyti betur settur en starfsbræður hans voru fyrir aldarfjórðungi síðan, í barátt- unni við erfðafjanda mannkynsins: sjúk- dómana. — Skurðtæknin. Hvað er þá nýtt að frétta á sviði skurð- lækninga? Skyldu ekki flestir halda, að læknar geri hinar erfiðari skurðaðgerðir með hárbeittum hnífum ? — Því er nú ekki alltaf svo varið. — Nýlega er farið að framkvæma hinar erfiðustu handlækninga- aðgerðir með glóandi rafurmagnsþráðum, eða rafurmagnshnífum. Slíkur þráður vinnur iðulega verk sitt miklu betur en venjulegur skurðhnífur. Hann sker vefina sundur í snarkasti, hann stöðvar blæðing- ar hinna smærri æða og hann drepur sótt- kveikjur, er fyrir kunna að vera. Kemur hann að góðu gagni við heilaaðgerðir og eins þegar krabbamein eru numin á brott. — Rafmagnshnífurinn er nýleg uppfynd- ing, sem læknarnir geta ekki án verið. Þá hefir allri tækni fleygt geysi mikið fram. Duglegir skurðlæknar nema nú í burtu mikinn hluta, jafnvel allan magann, ef þörf krefur. Kemur það sér að góðu haldi í baráttunni við magakrabbann. — Hinir heimsfrægu læknar, Mayo-bræðurn- ir í Bandaríkjunum, fullyrða, að þeim tak- ist að bjarga 40% af magakrabbasjúkling- um þeim, er til þeirra leita. — Þá eru ekki síður athyglisverðar tilraunir prófessors Carrels, hins fræga franska skurðlæknis, er starfar í Ameríku. Hann nemur í burtu ýms þýðingarmikil líffæri úr dýrum og lætur þau í sérstakan vökva. Tekst honum þannig að láta líffæri þessi lifa og starfa um hríð. Máske sér maður þar hylla undir þann möguleika að setja megi nýtt líffæri, óskemmt, í stað þess sjúka, sem numið er burtu. Heilaaðgjörðir. Oft er sú spuming lögð fyrir lækna, hvaða skurðaðgerðir séu erfiðastar. Vitan- lega er örðugt að gefa rétt og nákvæmt svar við slíkri spurningu. En þó hygg ég, að heilaaðgerðir þær, sem nú á síðustu ár- um er farið að tíðka, séu með vandasöm- ustu aðgerðum, sem hægt er að gera. Fást eingöngu sérfræðingar við þessi verk og inna þeir ekki önnur læknisstörf'af hönd- um. — Erlendis eru víða sérstök sjúkra- hús fyrir slíka sjúklinga og er vandað til alls aðbúnaðar, eftir því sem kostur er á. Við hugsum, að það muni vera manns bani, ef byssukúla fer inn í höfuðið og í gegnum heilann. En svo þarf ekki að vera. Ég hefi kynnzt manni, sem 1918, í stríðinu mikla, fékk kúlu í framheilann og gekk hann með hana þar í 10 ár. Ég var viðstaddur þegar kúla þessi var tekin í burtu. Var það mjög vandasamt verk að fjarlægja hana, en heppnaðist samt vel. Af öllum verum jarðarinnar, hefir heil- inn náð mestum þroska hjá manninum. í Norðurálfunni vegur hann í körlum frá 1323 gr. upp í 1461 gr. 1 konum vegur hann nokkru minna, en gáfnafar fer vissu- lega ekki eftir heilastærð. Heilinn í Ana- tole Frances, einu gáfaðasta skáldi Frakka, vóg aðeins liðug 1000 grömm. En þyngsti heili, sem veginn hefir verið, var úr vitfyrring og vóg 2400 grömm. Það er ljóst, að erfitt muni vera að fást við stórar skurðaðgerðir á þessu viðkvæma líffæri. Þar hafa helztu skynfæri vor upp- tök sín, sjón, heyrn, tilfinning o. s. frv. — En þó hafa framfarirnar á þessu sviði ver- ið svo stórstígar, að um 1890, þegar enski læknirinn, Victor Horsley fyrstur lækna fékkst við heilauppskurði, dóu nær allir, sem skornir voru upp. Fyrir 20 árum er talið, að um 80% af sjúklingum hafi látizt eftir heilaaðgerðir, en nú er meðaltal þeirra, er deyja eftir slíkar aðgerðir, hér um bil 14%, og jafnvel enn færri prosent hjá einstaka snillingum, eins og Svíanum Olivencrona og Ameríkumanninum Cush- ing. Hefir mönnum þessum t. d. heppnazt að nema burtu mikinn hluta framheilans á manni, með góðum árangri. Heilsaðist hon- um sæmilega eftir þessa ægilegu aðgerð, og breytingar á heilsufari hans urðu eftir á minni en við mátti búast. Helzt bar á jafnvægistruflunum á geðsmunum og minnisleysi. Á sviði lungnaskurðaðgerða hafa orðið miklar framfarir síðustu árin. Það eru til- tölulega fá ár síðan, að læknar töldu allar stærri aðgerðir á lungum hæpnar. Nú heppnast að nema burtu stóra liluta af öðru lunganu og jafnvel allt annað lungað. Er þetta sérstaklega gert, er mein myndast í þeim. Er það eftirtektarvert, hversu mjög krabbamein í lungum hafa færzt í vöxt síðustu árin, af orsökum, sem eru ókunnar. Deyfingaaðferðir. I nánu sambandi við skurðaðgerðir eru deyfingar- og svæfingar-lyf. Hugsum okkur, hvernig ástandið var, áður en lyf þessi þekktust, og það er ekki ýkja langt síðan. — Ef taka þurfti fót af manni, svo aðeins eitt dæmi sé tekið, — þurftu margir elfdir karlmenn að halda sjúklingnum föst- um, meðan læknirinn framkvæmdi aðgerð sína. — Svo fannst kloroformið og eter- inn. Hófst þá bráðlega skurðöldin. Gátu læknar nú, án þess að kvelja sjúklinginn, unnið verk sín rólega og með fullri að- gæzlu. Eitt hið nýjasta á þessu sviði er það að dæla deyfilyfjunum inn í æðar, og venju- lega steinsofnar sjúklingurinn, meðan það er gert. Er jafnvel farið að gera þetta við

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.