Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 4

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 4
4 VIKAN Nr. 44, 1939 aðgerðir, er taka langan tíma. Þykir þetta mikil framför, miðað við eldri aðgerðir. Það eru margir, sem halda því fram, að skurðtæknin muni nú hafa náð hámarki sínu, en hins vegar muni framtíð læknis- fræðinnar liggja á sviði lyf jafræðinnar. Og víst er um það, að þar hefir margur sigur- inn unnizt síðustu árin. Merkileg lyf. Við, sem nú lifum, getum vart hugsað okkur ástandið í heilbrigðismálunum, eins og það var um miðja fyrri öld, svo að ekki sé lengra farið. — Indriði heitinn Ein- arsson getur þess í æfiminningum sínum, að í hvert sinn, er fólkið á bænum hans frétti um barnaveiki í nálægum sýslum, leið eins og skuggi um bæinn, maður leit á mann. — Reynslan hafði sýnt þessu fólki, að í hvert sinn, er barnaveikin fór um sveitina, dó einn, eða fleiri á bænum. Læknisfræðin hefir nú, að mestu, sigr- azt á þeim vágesti, eins og svo mörgum fleirum. Þó eru viðfangsefnin ærið mörg, sem enn eru óleyst. Þá má minnast á lungnabólguna. Hver sá læknir, sem starfað hefir út um sveit- ir landsins, veit, hvaða heljartökum veiki þessi getur tekið menn, sérstaklega á hin- um köldu árstíðum. — Fyrir nokkrum ár- um fannst sú aðferð að dæla inn í líkam- ann serum gegn lungnabólgu. Reyndist að- ferð þessi ágæt, og þótti mikil framför, miðað við hinar gömlu lækningaaðferðir. En aðferð þessari fylgdu þó þau vand- kvæði, að efnið var sérstaklega dýrt, og að rannsaka þurfti, við hvert einstakt til- felli, hvaða lungnabólgusýklar væru að verki. Af þessum ástæðum var erfitt að notfæra sér þessa aðferð í strjálbýlinu út um sveitir landsins. En síðastliðið ár var farið að nota lyf, sem nefnist 693, og hefir reynslan sýnt, að það tekur öðru fram, í baráttunni gegn lungnabólgu, og er því hér um stórmerkilega nýjung að ræða. Mörgum leikur sjálfsagt forvitni á að vita, hvað nýtt sé að frétta af krabba- meinarannsóknum og lækningu krabba- meina. Virðist þessi illkynjaði sjúkdómur færast víða í vöxt, og hér á íslandi er hann, sem kunnugt er, mjög algengur, sérstak- lega magakrabbinn. Læknar eru enn ekki á einu máli um, hverjar séu hinar raun- verulegu orsakir. Halda sumir því fram, að sýklar séu þar að verki, en aðrir neita því. Jafnvel heyrast raddir um, að geislar utan úr geimnum, — hinir svo nefndu kosmisku geislar, — kunni að hafa ein- hver áhrif í þessa átt. Hvað sem svo rétt kann að vera, er sleitulaust unnið að rann- sóknum þessum í flestöllum menningar- löndum. Þá má benda á þá staðreynd, að nú síð- ustu árin tekst að lækna fjölda krabba- meinasjúklinga, og er í sambandi við það lögð hin mesta áhersla á að ná í sjúklinga þessa á fyrstu stigum veikinnar. Sérstak- lega næst góður árangur við ýmsar teg- undir húðkrabbameina, og við brjóst- krabba í konum. Hjálpast hér að verki skurðlæknar og geislalæknar. Hafa fram- farirnar, sérstaklega á sviði geislalækn- inga, orðið mjög stórstígar, og má vafa- laust vænta mikilla framfara einmitt á því sviði á næstu árum.------ Vítamínin. Svo eru það vítamínin, sem allir kann- ast við og margir tala um. Það er fyrst árið 1911, sem þeim var gefið nafn, lengra er ekki síðan. Þau eru nefnd eftir fyrstu stöfunum í stafrófinu, A, B, Bl, B2, C, D. Og þar eð alltaf eru að finnast ný og ný vítamín, má vel vera, að innan fárra ára dugi stafrófið ekki til þess að einkenna þau. Það er nauðsynlegt, að efni þessi séu öll í daglegri fæðu okkar, annars veikjumst við óumflýjanlega af hinum svonefndu vítamínsjúkdómum. Efni þessi finnast bæði í fæðu úr dýra og jurtaríkinu. Eru mörg þeirra mjög við- kvæm og eyðileggjast, eða rýrna við geymslu og suðu. Sérstaklega hið svo- nefnda C-bætiefni. Ávextir og kálmeti inni- heldur mikið af bætiefni þessu, og einnig er það til muna í nýmjólk. Telur t. d. Dr. Skúli Guðjónsson, að nýmjólk sé sú fæðu- tegund, sem einna mest gildi hafi sem C- bætiefnagjafi. Af þeim ástæðum er hvar- vetna lögð hin mesta áhersla á örugga mjólkurframleiðslu, og er það eftirtektar- vert, að einmitt Dr. Skúli leggur áherslu á, að víða sé farið að láta C-bætiefni saman við mjólkina til þess að bæta úr því, sem óhjákvæmilega fer forgörðum við geymslu og fluttning. Þá hefir sannazt, að bætiefni þetta hefir hina mestu þýðingu til þess að auka varnarefni blóðsins gegn ýmis- konar sýklasjúkdómum, ekki sízt kvef- kvillum og lungnabólgu. Hinn heimskunni læknir, próf. Georg Wendt, bendir alveg nýlega á það í bókinni „Das C-Vitamin Problem“, að vöntun C-bætiefna og berkla- veiki haldist iðulega í hendur. Sama virð- ast nýlega gerðar rannsóknir á íslenzkum berklasjúklingum leiða í ljós, að þeir hafi of lítið af C bætiefnum í blóðinu. Styður það þá skoðun ýmsra lækna, að f jöldi Is- lendinga þjáist af C. bætiefnaskorti. Bygg- ir hann þessa skoðun sína á margra ára rannsóknum. T .d. nefnir hann niðurstöður, er fengust við rannsóknir þessu viðvíkjandi á kunnum hermannaskálum í Norvegi. Á árunum 1917—1921 var kostur hermann- anna sæmilega blandaður úr jurta- og dýraríki, og fæðan soðin á venjulegan hátt. Á þessu tímabili sýktust 3,5% af berkla- veiki. Á næstu árum 1921—1924 var aftur breytt til með fæðuna. Minna grænmeti og ávextir, og meiri suða viðhöfð. Þá brá svo við í þessi 4 ár, að tala hermanna, er sýkt- ust af berklaveiki, jókst upp í 6,1%. Næstu ár, fram yfir 1930, var grænmetis- og ávaxtafæða aukin stórkostlega, og fæðan yfirleitt minna soðin. Brá þá svo við, að tala þeirra hermanna, er sýktust af berkla- veiki, hraðlækkaði, alveg niður í 0,5%. Og hefir haldizt þannig síðan. — Merkilegar tölur, er sýha áþreifanlega, hvers virði það er, að dagleg fæða sé skyn- samlega blönduð hinum nauðsynlegu bæti- efnum. Kirtlar og yngingar. Hvað er svo að frétta af yngingunum svo nefndu, sem svo mikið var rætt um fyrir nokkrum árum ? Fræðigrein um störf hinna innri kirtla líkamans er ung innan læknisfræðinnar, en er nú hins vegar veitt mikil athygli. Nokkru fyrir aldamótin benti einn af þekktustu læknum Frakka, Brown Sequ- ard, á að eyða mætti ýmsum ellikvillum með safainndælingum frá kynkirtlunum. Dró hann ályktanir þessar af árangri þeim, er hann hafði fengið með margs konar dýratilraunum. En hann lét ekki þar við sitja, heldur dældi hann inn í sjálfan sig safa úr kynkirtlum frá hrúti, með þeim árangri, að hann hresstist sjálfur til muna, en þegar þetta skeði, var hann á áttræðis aldri. — Vöktu þessar tilraunir hans, sem eðlilegt var, hina mestu athygli. Nokkru síðar gerði hinn heimsfrægi skurðlæknir í Wienarborg, próf. Eiselsberg, mjög eftir- tektarverða tilraun, er fór í líka átt: Sonur erkihertoga eins í Wienarborg hafði veikzt af ólæknandi krampa-sjúkdómi. Orsakirn- ar voru þær, að lítill kirtill, er liggur á bak við skjaldkirtilinn, hafði hætt að starfa í manni þessum. — Próf. Eiselsberg tók þá samskonar kirtil úr kálfi og saumaði inn í manninn með góðum árangri. Nú hefir þessari fræðigrein fleygt stór- lega fram. Hafa þeir próf. Steinach í Wien og próf. Voronoff í París verið þar kunn- astir brautryðjendur. Hafa tilraunir þeirra . beggja leitt í ljós merkilegan árangur, jafnvel við ellihrumleikum, í þeim tilfell- um, sem til þess eru löguð. Próf. Steinach byggir tilraunir sínar á aukinni blóðsókn að kynkirtlunum, bæði á konum og körlum. — En próf. Voronoff festir nýja kirtla inn í líkamann, aðallega úr öpum. Vegna merkilegra framfara í lyfjatil- búningi, hin síðustu ár, hefir tekizt að framleiða lyf, sem líkt eru samsett og kirtlasafar manna og dýra. — Næst einnig með því móti góður árangur. En þó vekja kirtlatilraunir þær, er próf. Kaufmann í Berlín gerir nú allra síðustu árin, hvað mesta athygli. Hann saumar kirtla úr dýrum inn í líkama manna með einfaldri skurðaðgerð. Það kemur í ljós, að þó kirtlar þessir samlagist ekki vel þeim vefjum, sem þeir eru saumaðir inn í, og sjúgist fljótlega í burtu, hafa þeir samt hin merkilegustu áhrif. -— Safar þeir, er frá þeim seitla út í líkamann, örfa hina veikluðu líkamskirtla til nýrrar og betri starfsemi. Sem dæmi þess, hversu áhrifamiklar kirtlalækningar geta verið, má nefna, að á eldri karlmönnum, er það frekar algeng- ur sjúkdómur, að blöðrukirtill þeirra Framh. á bls. 22.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.