Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 17

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 17
Nr. 44, 1939 VIK A N 17 BETTE DAVIS. Framh. af bls. 7. myndastjórum, sem sögðu nýlega: — Þeg- ar við létum Norma Shearer á höggstokk- inn í kvikmyndinni „Marie Antoinette“, kostaði það félagið eina milljón króna. Við áttum að láta bjarga henni. „Dark Victory“ er sjöunda kvikmyndin, sem Bette Davis leikur með GeorgeBrentí. Síðasta kvikmynd þeirra var ,,Jezebel“. Bette Davis á systur, sem leikur lítið hlut- verk í nýju kvikmyndinni. Hún er líklega eina manneskjan, sem hefir verið neydd á leiksviðið. En það var vegna þess, að hún á hund, sem átti að leika, en gegnir engum nema henni. George Brent hefir ákveðið að komast að í einhverju hringleikahúsi, áður en hann hættir að leika. Hann hefir nefnilega leikið alls staðar nema í hringleikahúsi. Geraldine Fitzgerald, sem leikur einka- ritarann, er fædd og upp alin í Dublin. En hún talar ekki með írskum framburði, því að bezta enskan í enska ríkinu er einmitt töluð í Dublin. Frænka hennar Shelath Richards, var leikkona í hinu fræga Abbey- leikhúsi, og Geraldine, sem vildi ryðja sér braut á eigin spýtur, bauð sig því fram í Gate-leikhúsinu, sem er skæðasti keppi- nautur Abby-leikhússins. Hún stóð sig svo vel, að hún varð fastur meðlimur í leik- húsinu, lék í Englandi og New York, og þegar kvikmyndastjórarnir komu auga á hana, vildu þeir allir ná í hana. AFTURGANGAN. Frh.. af bls. 9. Hann minntist hinna endalausu reiðikasta Poulou. Hann sá hnefa kerlingarinnar hreyfast kringum kirsuberjaviðarpípuna sína, gulu tennurnar hennar f jórar og augu hennar, sem flöktu eins og hrævareldur. Til að hughreysta sjálfan sig, hugsaði hann um eikarkrossinn, áletrun hans og hinn óyggjandi fullkomleik allra helgisiðanna við greftrunina. En hin bitra nótt var full af undarlegum hljóðum, og gólfið brakaði undan ókunnum skrefum. — O, sussu! sagði hann við sjálfan sig. — Það er bara hálfgerður hrollur í mér. Og satt var það, að með morgninum hurfu grýlur næturinnar. En til þess að koma í veg fyrir nætur truflanir í framtíðinni, tæmdi hann gripahúsið og ali- fuglagarðinn. Hann seldi hænsnin og geit- ina. Nú gat hann keypt sér koníak í gild- um flöskum; þegar itil lengdar lætur, verða menn jafnvel leiðir á beztu tegundum af muscatel. Auk þess var geitin alveg hætt að mjólka. Poulou, hin sparneytna, sem kunni mörg holl sveitaráð, hafði eytt ærn- um tíma í að fá hana til að gefa fimm skeiðar af rjóma — það voru eins og hinir fimm skildingar Gyðingsins gangandi. Einhverjum hefði kannske dottið í hug, að Crouzille rynni á lyktina af fínu flösk- unum, sem stóðu í röð í skápnum hans Maluques gamla. Hún kom oftar og oftar og sat lengur og lengur. Hún virtist óánægð með sölu geitarinnar og hænsn- anna. Gamli maðurinn hlustaði á hana og tók eftir því, að hún hafði hlýtt og glettn- islegt augnaráð, og ekki eitt einasta grátt hár. Á kvöldin hugsaði hann mikið um Crou- zille. Hvers vegna ekki að kvænast henni? En vindurinn skellti hurðinni og snuðraði undir henni, eins og hundur, sem er að reyna að komast inn, og hinni hjátrúar- fullu sál Maluques varð órótt. En gat hann, gamall og þreyttur, lifað aleinn í þessu einmanalega húsi? Það var ekki hægt að ætlast til þess. En hvað þýddi að rökræða við Poulou — sérstaklega nú, þegar hún var dauð! Hún hafði strengt þess heit, að hún myndi koma og toga í lappirnar á honum. Hún myndi gera eins og hún hafði sagt. Enginn var þrárri en Poulou —■ nema geitin. Varð Maluque þá að ganga óstuddur til æfiloka? Gat hann ekki fengið einhvern skemmtilegan félags- skap til að bæta fyrir tuttugu ára nöldur ? Einu sinni sagði hann við Crouzille, eftir að annað koniaksglasið var tæmt: — Hvernig fyndist þér, gæzkan, að hafa svona hús eins og þetta til að líta eftir? — Það þætti mér gott, Maluque, sagði hún, — því það vantar ekkert nema hús- móðurina. Þar með tókust þau í hendur, og gamli maðurinn ákvað að fá öll skjöl þar að lút- andi í lag daginn eftir. Crouzille fór seinna en hún var vön burt yfir hina sofandi akra. Máninn hékk í trjágreinunum eins og geit- arhorn. Þegar Maluque ætlaði að fara inn aftur, fór allt í einu hrollur um hann. Skýin óðu um himininn eins og trylltur flokkur óargadýra. Það skrölti í nöktum vetrar- trjánum eins og í beinagrindum; eitt þeirra sveiflaði boginni grein fram og aftur í vindinum, og líktist það hinum óhugnan- legu hreyfingum sláttumannsins. Maluque varð dauðskelkaður og flýtti sér inn. Er hann hafði fengið sér svolítið að : drekka, leið honum samt betur. Átti gamall\; og harðnaður karl eins og hann að taka mark á draugasögum? Vitleysa! Tíminn líður og eitt kemur í annars stað. Á eftir Poulou kemur Crouzille. Þannig gengur það í lífinu. Hann háttaði og fór að sofa. Hvað gat klukkan verið ? Maluque vakn- aði með andfælum og hlustaði. Niðamyrk- ur var í herberginu og undarleg hljóð heyrðust um allt húsið. Hönd klóraði í gluggahlerann og hristi hurðina. Rödd heyrðist muldra. Það var Poulou, á því var enginn vafi. Hún var kominn aftur og var að reyna að komast inn. Ógurleg hræðsla hélt gamla manninum kyrrum í rúminu. Hann klemmdi varirnar saman og handleggir hans voru stirðir. Drottinn minn góður, nú heyrðist eitthvað skrölt við dyrnar. Voru þetta ekki greftrunarklukkurnar, sem heyrðust í fjarska? Og nú opnuðust dyrnar niðri og marr- aði í þeim eins og vanalega. Hikandi fótur á fyrsta stigaþrepinu, síðan á því næsta . .. Og alltaf þetta skrölt ... Svo straukst eitthvað mjúkt við vegginn. Þegar Maluque gamli heyrði skrefin nálgast, fékk hann aftur kraft til að hreyfa sig. Hann hentist fram úr rúminu, greip þunga þyrnistafinn sinn, tók sér stöðu við stigann og hrópaði, yfirkominn af hræðslu: ■— Komdu ekki upp, Poulou! Komdu ekki upp, eða ég lem þig í klessu! Hæðnishlátur var eina svarið, sem hann fékk. Og þessi óþekkta vera staulaðist áfram í myrkrinu. Þá bölvaði Maluque gamli eins og for- dæmd sál og rak bylmingshögg með stafn- um sínum út í náttmyrkrið. Það heyrðist brestur og síðan þungt fall. Gamli maður- inn fylgdi högginu svo fast eftir, að hann missti jafnvægið og stakkst á höfuðið nið- ur stigann. Daginn eftir kom Crouzille og fann Maluque dauðan í náttskyrtunni, fyrir inn- an opnar dyrnar. Hauskúpan var brotin, en nálægt honum lá stafurinn hans og geitarhorn. Þessa nótt hafði slys komið fyrir í þorp- inu. Kofi vegaviðgerðarmannsins, Réca- villiéres, hafði brunnið til kaldra kola, og hann hafði misst allar eigur sínar. Það eina, sem hann átti eftir, var gamla geit- in hans, sem hann hafði keypt nokkru áður af Maluque. Óttaslegin af logunum og klukknahringingunum hafði hún hlaupið út á akrana, með keðjuna sína í eftirdragi. Þeir náðu henni daginn eftir nálægt húsi gamla eigandans hennar, — en það vant- aði á hana annað hornið. MEÐAN ÉG BEIÐ EFTIR LESTINNI. Frh. af bls. 10. ljósmynd af litlu, feitu andliti með spé- koppa, greindarlegu brosi og kynstrum af hrokknu hári. L — Fyrirgefið forvitni mína, en sá ég ekki giftingarhring í veskinu yðar áðan? i ~ Jú- — Fáið mér hann . . . Agætt. Svona! Og nú þegar þér eruð aftur kominn með hringinn yðar, segið mér, elskið þér í raun og veru þessa konu, sem þér ætlið að hitta í Brescello? — Brescello? Hvernig gátuð þér vitað það? Hver sagði yður, að hún væri frá Brescello ? — I guðanna bænum, -verið rólegur. Þér sögðuð það sjálfur fyrir nokkrum mínút- um síðan. Eruð þér vissir um, að þér elskið hana? — Guð minn góður! Það eru eins konar þrautir — það er eins og það sé alltaf að naga mig hérna (hann strauk magann) hvenær, sem ég hugsa um það, sífelld þrá til að vera nálægt henni og tala við hana og .. . — Segið þér mér nú — funduð þér þetta strax frá byrjun? Hugsið yður um. Sýndi hún yður, að henni þætti vænt um yður? — Já, já. — Og hvernig var með yður?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.