Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 9
Nr. 44, 1939 VIK A N 9 Afturgangan. Enginn gat kveikt eld eins og Maluque gamli. Fyrst velti hann kvistóttum eikardrumbi, með berkinum á, upp að sótugri arinhillunni, og þar brann hann hægt og snarkandi, en ofan á hann henti hann beykigreinum og vöndum úr laufi og hríslum, og svo var öllu haldið saman með kolum og gjalli. Svo var honum sama, þótt Þorri gamli frysti mánuðum saman í tjörn- inni og blístraði í öllum rifum og götum. Með fæturna teygða að eldinum, gæddi Maluque gamli vinum sínum á flösku af muscatel og handfylli af möndlum. Konu hans, kvenvarginum Poulou, blöskraði eyðslusemin, og þegar klukkan var orðin níu, fyllti hún hitadúnkinn gló- andi kolunum. Þetta átti að vera bending til gestanna, en gamli Maluque tottaði ró- legur pípu sína, benti þeim að sitja kyrr- um og sagði í skipunarróm: — Poulou, eina flösku til og eitt fang af hríslum! Gamla konan tautaði illskulega. En log- arnir stigu í arninum og vínið lækkaði í flöskunni. — Þú veizt sannarlega, hvernig þú átt að halda þér heitum, Maluque, sögðu ná'- grannarnir í viðurkenningarróm. — Kunni hann að halda sér heitum, þá kunnið þið líka að drekka! hvæsti Poulou. — Húsfreyjan er að fara með bænirnar sínar, mælti sá gamli. — Amen! — Það er slæmt að eiga nöldursama konu, sagði vegaviðgerðarmaðurinn Réca- villiéres. — Ég ræð Maluque til að velja sér einhverja blíðlyndari næst. Við þetta varð Poulou alveg agndofa og æfareið. Hún gat ekki liðið, að þeir töl- uðu um, að önnur kæmi í hennar stað. Á meðan þeir hlógu að fyndninni kom hún og steytti hnefann undir pípu Maluques. — Næst, ha, gamli minn! Heyrirðu, hvað þessir þorparar segja? Maluque var heimspekilegur, og tottaði pípuna jafn rólega og áður. Pípur úr kirsu- berjaviði þarf að reykja hægt, og auk þess var hann þessum látum vanur. Hann horfði á Poulou með litlu, skörpu, odd- hvössu augunum í þunglamalegu andlitinu, sem voru eins og músatrýni, sem gægjast út úr tveimur músaholum. — Ég skal ganga aftur og draga þig ofan úr rúminu á löppunum, heyrirðu það ? sagði hún ógnandi. — Á löppunum! — Vertu ekki að þessu, Poulou, sagði einn gesturinn. — Þegar þú ert farin, býst ég ekki við, að þú gangir aftur frekar en aðrir. — Geng ég ekki aftur! þrumaði kerling- in. — Þú veizt ekki, hver ég er! Þá varð Maluque órótt út af framtíð- inni, þrátt fyrir pípuna sína og vínið, þessa tvo óskeikulu hluti í lífinu. Honum flaug í Smásaga eftir Léon Lafage. hug, að kæmi eitthvað óhapp fyrir, yrði Poulou dauð, honum til meiri ama en Poulou lifandi. Honum skjátlaðist ekki. Gamla ófreskjan, Poulou, varð fyrst til að fara. Jarðarförin var afar íburðarlítil. Smiðurinn bjó til trékross og málaði hann svartan. Það mátti sjá, hvar hann var reistur til þerris fyrir utan smiðjuna. Á hann var letrað með hvítum stöfum: Hér hvílir POULOU, KONA MALUQUES Requiescat In Pace! — Hvað þýðir þessi latína ? spurði Malu- que. — Hvíli hún í friði, þýddi smiðurinn. — Það kæmi sér betur fyrir okkur, sagði gamli maðurinn. Og hann fór sjálfur og stakk krossin- um djúpt niður í kirkjugarðinn. Síðan stóð hann kófsveittur fyrir framan hann, setti upp gleraugun og stafaði hægt, eins og það væri skjal, sem ætti að skrifa undir: Hér hvílir POULOU .. . Síðan fór hann heim aftur. Hann var frjáls og rólegur. Poulou, auminginn, var dauð! Það stóð á prenti og þá hlaut það að vera rétt. * — Heyrðu hérna, Maluque! kölluðu vin- ir hans úr húsdyrum sínum. — Komdu inn sem snöggvast. Þú þarft að spjalla við einhvern. Húsfreyjan lagði dúk á borð og bar fram glös. Á meðan hughreysti hún Malu- que. — Þetta hendir alla, fyrr eða síðar. Maður hefir varla tíma til að snúa sér við hérna niðri, fyrr en maður verður að fara ... Heyrðu, Þú vilt líklega ekki selja mat- jurtagarðinn þinn? Hann er auðvitað ekki mikils virði, en eitthvað fengirðu alltaf fyrir hann. Og hvernig fer með geitina þína? Ætlarðu að hafa hana áfram? Hún verður bara til fyrirhafnar fyrir ekkju- mann. Svona hélt það áfram, hús úr húsi, alla leiðina. Maluque varð hugsi. Hann átti fá- einar eignir: vínið, sem gaf af sér sex tunnu fat, hvernig sem áraði, svolítinn eikarskóg nálægt kofanum og ágætt engi, og auk þess matjurtagarðinn. Eftir þrjú, f jögur glös af museatel og nokkra dropa af brennivíni, var Maluque farinn að kenna í brjósti um sjálfan sig. Hann gekk heim, dapur og gugginn, eftir freðnum götuslóð- unum, í áttina til kofans síns, sem lim- girðingin skýldi fyrir norðanvindinum, og lá í svo sem tveggja byssuskota fjarlægð frá þorpinu. Þá mætti hann farandsölukonunni, Crouzille, sem ferðast um héraðið, bæ frá bæ, með silkibönd, bandhespur, látúns- prjóna og alls konar glysvarning. Crou- zille er einnig erindreki elskenda. Hún er alþekkt og alltaf til taks, ef eitthvað á að gera, sem ekki þolir dagsins ljós. En þótt hún hefði nú þrjá um fertugt, var hún ennþá myndarleg að sjá. Hún kunni að klæða sig þannig, að tekið var eftir henni. Fólk sneri sér við, án þess að vita, hvers vegna, til að horfa á eftir henni, þegar hún gekk yfir akrana. — Þú ert þá hérna aleinn, sagði hún við Maluque gamla. Hann andvarpaði. — O, ég tek það nú ekki of nærri mér. — Og þú hefir heldur enga ástæðu til þess. Ég skal líta inn öðru hvoru til að vita, hvort þig vantar nokkuð. — Vertu æfinlega velkomin, Crouzille. Hann horfði á eftir henni, þegar hún gekk burt með glamrandi tréskóna og ber- an hálsinn. Þegar hún var komin í fimm- tíu skrefa fjarlægð, leit hún við. Maluque þóttist vera að athuga valhnetutré, sem hann hafði klætt hálfan stofninn á með mykju og leir. Sólin var að hníga eldrauð til viðar á frostköldu loftinu. Maluque hafði mætt Crouzille svona hundrað sinn- um . . . En samt var þetta allt raunalegt, þessi gráu tré og konan, sem fór burt. Fyrst í stað liðu kvöldin rólega. Minning Poulous fyllti ennþá augu og eyru Malu- ques. Þegar hann hafði fóðrað geitina, eld- aði gamli maðurinn um stund, síðan kveikti hann arineldinn fyrir kvöldið, tróð í pípu sína og dró tappann úr flöskunni. Svo beið hann eftir svefninum. Þegar hann þreytt- ist á þögninni, fór hann út í húsagarðinn og náði í grenihríslu, sem hann fleygði á eldinn. Hún kom í staðinn fyrir Poulou. Það er skemmtilegur viður, grenið. Það snarkar og masar, syngur eins og engi- spretta, og það heyrist í því um allt húsið. Þegar næturnar tóku að kólna, komu ná- grannar hans næstum því aldrei til hans. Maluque hefði ef til vill kannazt við það nú, að hann saknaði nærri því leiðinda- skjóðunnar Poulou. Til allrar hamingju kom Crouzille stund- um, með fulla körfuna af varningi og frétt- um. Hún hafði ekkert á móti því að smakka svolítið museatel og hita sér á höndunum, sem voru fallega lagaðar. Hún rétti þær fram, svo að Maluque tæki eftir þeim. Síðan fór hún aftur, og frosin jörðin ekkaði undir fótum hennar. En ímynd hennar sat þarna enn í strástólnum fyrir framan bikarinn. Um þetta leyti tók Maluque að sofa illa. Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.