Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 18
18 V IK A N Nr. 44, 1939 — O, ég tók hana svolítið á löpp, eins og allir reyna að gera við laglega konu. Það var auðséð, að henni líkaði það vel, en hún þóttist ekki trúa því, sem ég sagði, svo að ég sótti í mig veðrið — og svo þótt- ist ég vera móðgaður við hana, af því að hún trúði mér ekki, og .. . — Haldið áfram. XJt með það. Svo þér létuð sem þér elskuðuð hana. -— Já, það má orða það þannig. Að minnsta kosti sagði ég ýmislegt við hana; ástríðuþrungin orð .. . álíka og það, sem ég sagði við konuna mína fyrir tíu árum, og ég talaði lágt og hratt . . . — En það var þó allt leikaraskapur. — Leikaraskapur, já, ég býst við því. En svo fór ég að meina það. Já, það veit hamingjan! Og nú hefi ég alls enga stjórn á sjálfum mér. Og nú hefi ég sett henni þetta stefnumót, sem mun hafa í för með sér algera eyðileggingu heimilis míns. Já, eyðileggingu, segi ég yður. Eg er nefni- lega ekki einn þeirra manna, sem geta trúað á tvennt í einu; mér væri ómögu- legt að fara heim og Ijúga að konunni minni, og vera hennar að hálfu leyti, og að hálfu leyti — hinnar. Nei, ég myndi fara og segja konunni minni allt saman .. . alveg vafalaust — ég myndi segja henni allt saman. Svo þetta endar annað hvort með algjörum skilnaði og eilífri tor- tímingu, — því að ég trúi virkilega á það og á kirkjuna og allt það, trúarbrögðin virðast bara gagnlaus í svipinn — eða að öðrum kosti . .. — Að öðrum kosti farið þér heim, al- gerlega heilbrigður og frelsaður, og það er það, sem þér munuð gera. Litla járnbrautarlestin var rétt að renna inn á stöðina, og það var hrópað: ,,Gua- stalla, Parma! Engin lestaskipti!“ Þingmaðurinn stóð upp og fór að svip- ast eftir farangri sínum. Hann ætlaði að fara að kalla á burðarkarl, þegar ég sagði hægt, en ákveðið: — Nei, setjist niður. Ég hefi lofað því að lækna yður, og ég ætla að efna það, en fyrst verðið þér að lofa mér því að taka næstu lest, en ekki þessa. — Jæja þá, en ég verð að senda skeyti. — Já — ég ætla að koma með yður. Ég samdi bæði símskeytin, nærri því orð fyrir orð. Hið fyrra var til Brescello og hljóðaði: — Gat ekki komið, skrifa. Og hitt til Milano: — Kem með síðustu lest í kvöld; það var til konunnar hans. — Þá getum við orðið samferða í kvöld. — Það getur verið gott og blessað, en þér eruð að leika yður að áköfum tilfinn- ingum ... Það valt út úr honum orðastraumurinn. Ég hugsa, að ef hann hefði komizt til Bres- cello, þá hefði hann drekkt vesalings ást- mey sinni í málæðisflóðinu. Það var virki- lega mikið, sem honum lá á hjarta, og allar þær ástríður, sem hann var vanur að halda í skefjum og hylja fyrir almenningi, brut- ust allt í einu fram með ógurlegum krafti. I lestinni, þegar hún loksins kom, talaði hann og talaði. Hann þakkaði mér innilega. Hann hellti úr sér alls konar upplýsingum um sjálfan sig, ástamál sín og fjölskyldu sína. Hann varð bara fjörugur og henti gaman að mér fyrir að missa af lestinni og sjálfum sér fyrir að missa vald á hugs- unum sínum og hvað eina. Að lokum sagði hann: — Þér hafið frelsað sál frá tortím- ingu. Ég hélt raunverulega, að ég væri ástfanginn eftir að hafa sagt það svo oft, og ég hefði kannske orðið það, hefðuð þér ekki verið. En þér hafið bjargað heimili, — hinni helgustu mannlegu stofnun, sem til er, tengdri böndum ástar, blóðs og þjáninga . .. Hann spurði mig, hvað eftir annað, hvort hann ætti að segja konu sinni alla söguna. Ég ráðlagði honum að gera það ekki, í hvert skipti, sem hann spurði mig. Mér fannst það algjör óþarfi, og þar sem ég sá, að hann hafði mætur á hátíðlegu orðbragði, sagði ég alvarlega við hann: — Þér einir hafið syndgað, og þér meg- ið ekki valda konu yðar óþarfa þjáninga með því að segja henni þessa raunasögu. Berið harm yðar í hljóði, og látið það vera hegningu yðar. I Milano hitti ég vin minn. Hann hló að mér og spurði, hvað í ósköpunum ég hefði gert við þessar þrjár stundir, sem ég hafði dvalið í Suzzara. Förunautur minn mætti lítilli konu, sem var alveg eins ung og lag- leg og hann hafði lýst henni. Ég er viss um, að fyrir hana myndu allir hætta við Brescello og Lentizione og Sorbola og Chiazzola og alla hina staðina í kring, sem hljóta að vera alveg hroðalegir, ef þeir bera nöfn með réttu. Og það hlýtur að vera svo unaðslegt að skrifta fyrir svona yndislegri, lítilli konu! Það fannst honum víst líka, því að hann kom með alla söguna strax og þau hittust. Þannig frelsaði ég sál frá glötun á með- an ég beið eftir lestinni. Eini gallinn er, að konan hans er mér alltaf svo þakklát fyrir að hafa sent henni manninn hennar aftur. Hún hefir sagt mér það oft og mörgum sinnum, og hún kemur alltaf til að segja mér það þegar hún veit, að ég er einn, svo að hún geti sagt mér það betur. Auðvitað er ég ekki raunverulega ástfanginn af henni, en ég læt sem ég sé það. Stundum enda skopleikir skringilega. En hver vill nú frelsa mína sál frá glötun? Sá, sem gerir það, mun „bjarga heimili, hinni helgustu mannlegu stofnun, sem til er, tengdri bönd- um ástar, blóðs og þjáninga-------.“ TÍZKUHÖFUNDARNIR. Frh. af bls. 8. klædd kona þurfi aðeins fáa kjóla og bætir við: Föt konunnar eiga að vera eins og rammi utan um mynd — þau eiga ekki að vera sjálf myndin. Hin litla, grannvaxna, hvíthærða Made- leine Vionnet þykir ákaflega fín í París. Hún var fyrst saumakona. Nú er hún gift skósmiði. Skó hans hefir hún til sýnis í glugga sínum. Hún vill helzt aldrei fara frá manni sínum og heimili. Worth hefir hirðtízkuhúsið í Evrópu. Á meðal viðskiptavina hans eru tíu drottn- ingar. Þetta er elzta tízkuhúsið í París, rúmlega 100 ára gamalt. Englendingurinn Charles Frederik Worth setti það á stofn. Nú stjórna sonarsynir hans, Jacques og Jean-Charles, því. Nafnið Alix á lítil, frönsk listakona, sem hefir mikið dálæti á grískum og frumleg- um kjólum. Sýningarstúlkur hennar ganga alltaf berfættar í ilskóm. Hún saumar aðal- lega fyrir leikhús og kvikmyndahús. I vinnustofu sinni er hún í skozku pilsi og svörtum jakka með gullkeðju um hálsinn. Á bak við gamla nafnið Paquin stendur nú hin spánska Mme di Pombo. — Lelong er Frakki, sem lítur út eins og Ameríku- maður og talar ágæta ensku. — Chanel er alltaf sá af tízkuhöfundunum í París, sem lifir því einkalífi, sem mest er talað um. — Patou er gamall piparsveinn. Hann varð fyrstur til að fá amerískar sýning- arstúlkur til að bera franska kjóla. Amma: Hvers vegna hangir þú alltaf úti í glugga, Hans minn? Hans litli: Ég er að bíða eftir bruna- bílnum. Amma: Kemur hann? Hans litli: Já, pabbi sagði, að þegar þú kæmir, amma, færi allt í bál og brand. * Óli gamli við yfirlæknirinn, sem hefir skorið konu hans upp: — Hvað kostar þetta nú? v Læknirinn: Við skulum segja 75. Óli gamli: Nei, þér verðið að minnsta kosti að fá krónu. — I gær var mér stranglega bannað að reykja. -— Er það hjartað? — Nei, það var í strætisvagninum. * Hann: Mig dreymdi í nótt, að þú værir úti með öðrum . .. Hún: Jæja? Hver var það? Hann: Vertu ekki með þessi látalæti, eins og þú vitir ekki sjálf með hverjum þú ert. * — Hvað heitir þú, vinur minn? — Það byrjar á R, og svo getið þér gizkað á það. — Ríkarður? — Nei. — Randver? — Nei. — Ragnar? — Nei. — Runólfur? — Nei. — Ég gefst upp. — Ég heiti Erlendur. # — Ég hefði haldið, að ég væri mennt- aður maður, en mér er ómögulegt að muna, hvort höfuðborgin í Austurríki er borin fram Budapest eða Bukarest.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.