Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 24

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 24
24 VIKAN Nr. 44, 1939 — Hér er ég, ástin mín. — Læknirinn sagði, að ég ætti að vera í rúminu, en ég vildi ekki svíkja þig. — Þessi klukka gengur ekki rétt —. — Hún er bara máluð, þessi. — Er hún bara máluð? Þá er eiginlega merkilegt, að hún skuli ekki ganga vitlausar en hún gerir. Nei — ekki á myndinni. mnor • Dómarinn: Kölluðuð þér hann ræfil, letingja og lygara? Ákærði: Já. Dómarinn: Og kölluðuð þér hann þjóf? Ákærði: Nei, því gleymdi ég alveg. Klukkan er orðin eitt, og enginn gest- anna hefir sýnt á sér fararsnið. Loksins stendur húsbóndinn upp, brosir þreytulega og segir: — Og nú — herrar og frúr, langar mig til að biðja ykkur að gera mér þann greiða að tæma stofurnar. — Ég þekkti einu sinni negra, sem var svo svartur, að maður varð að kveikja til þess að sjá hann. — Finnst þér það mikið? Ég þekkti einu sinni Svía, sem var svo grann- ur, að maður varð að koma tvisvar inn í stofuna til að sjá hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.