Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 21

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 21
Nr. 44, 1939 VIK A N 21 vitað af því, að ungar stúlkur giftast svo seint nú. Móðir Jennyar var á sama máli. Stúlkan var þegar 22 ára, en enginn biðill hafði komið enn — þó að hún væri eins lagleg og hún var. Monsieur Souchain var efn- aður, og hvers vegna átti ekki að láta mál- ið ganga sinn gang, ekki sízt þegar Jenny leizt svo vel á hann. Allt í einu fannst Jenny móðir sín vera orðin svo ellileg. Og Jenny átti að verða eins og hún! Hvað skyldi Souchain hugsa, þegar hann bæri þær saman? Honum rynni áreiðanlega kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hann hugsaði um, að Jenny myndi einhvern tíma verða eins . . . svona gömul og ljót. Jenny skammaðist sín fyrir móður sína. Hún sá ekki, að sér- hver aldur hefir sína fegurð, sem aldrei minnkar, ef litið er á hana gegnum gler- augu ástarinnar. — Mamma, sagði hún. — Viltu ekki nota fegurðarsmyrsli ? Þú ert orðin svo ellileg. Sjáðu hrukkurnar fyrir neðan augun. Þú vanrækir útlit þitt. — Hvað gengur að þér, barnið mitt? Ef ég er ánægð með það, má þér standa á sama. — Nei, mér er ekki sama. Ég vil, að þú sért falleg. Komdu, lofaðu mér að mála þig. Madame Lagraulét brosti. Henni datt ekki í hug, að Jenny léti svona nema bara af því, hvað henni þótti vænt um hana. Jenny tók til að mála hana, og árang- urinn varð framar öllum vonum. Madame Lagraulét ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar hún leit í speg- ilinn. Var þetta í raun og veru hún sjálf ? Og hún, sem hafði haldið, að hún væri gömul og búin að vera. Allt í einu fannst henni lífið brosa við sér. Hugsunin um það gaf augunum þann gljáa og vörunum það bros, sem þurfti til þess að allt væri full- komið. — Þetta var ekki svo vitlaust, sagði hún hlæjandi. Þegar verkfræðingurinn sá hana, var hann á sama máli og hún. Hann skyldi bara ekki, hvar hann hafði haft augun. Einn daginn, þegar Jenny sat fyrir fram- an spegilinn og var að bursta hár sitt, kom madame Lagraulét inn, settist við hlið hennar, tók í hendi hennar og horfði á hana eins og henni væri mikið niðri fyrir. — Barnið mitt, byrjaði hún lítið eitt hik- andi. — Nú veit ég, hvað þú ætlaðir þér. Ég hélt í fyrstu, að þú værir ástfangin af monsieur Souchain. En þegar þú vildir endilega yngja mig, skildi ég, hvað þú varst að fara, og nú get ég glatt þig með því, að þetta hefir ekki verið árangurs- laust. Þér hefir tekizt að benda mér á ham- ingjuna. Þess vegna ætla ég fyrst að segja þér það, að við monsieur Souchain ætlum að gifta okkur 10. næsta mánaðar . . . . # Tvær eyjar suður í Atlantshafi, Thomp- soneyjan og Lindsayeyjan, sem sjást á kortum frá 1825, eru nú með öllu horfnar. BLÁBERJASTULDURINN. Framh. ag bls. 11. Þegar hann lippaðist fram úr rúminu þreif hún í öxl hans og hvæsti: — Nei, vertu kyrr, ég fer sjálf. Ég læsi herberginu og læt taka þig fastan. — Æ, vertu ekki að klaga mig, ég skal borga þér. Hvað viltu fá mikið fyrir það? — Fá fyrir það, tók hún upp eftir hon- um, — er það nú orðbragð við heiðarlega stúlku. Svona hvert ætlarðu nú að æða? — Ég ætla bara að sækja peninga- veskið mitt. — Þú ferð ekki fet nema undir eftir- liti. Hvað heitirðu, skálkurinn þinn? — Stefnir Stefánsson frá Bæ. — Stefnir frá Bæ! Röddin ljómaði. — .Æ, ert það þú, elsku Stefnir minn, hvernig átti mig að gruna það. Komdu blessaður og sæll. Stúlkan lagði handleggina um hálsinn á honum og kyssti hann svo barnalega og blítt, að hann þekkti hana ekki fyrir sömu manneskju og áður. — Hver er þetta? spurði hann hikandi, því að honum fannst þessi drós ekki ein- höm vera, hver svo sem hún var. — Æ, þekkirðu mig ekki aftur, Gunnu í Holti, fermingarsystur þína? Manstu ekki, þegar við gengum saman til prests- ins og kysstumst í gilinu við fossinn. Æ, þá var maður barn og kunni ritningar- greinar og falleg sálmavers, og hélt, að allir væru góðir og alls staðar gott að vera. En nú er maður einmana og yfirgefinn, og unnustinn sjálfsagt svínfullur einhvers staðar. Hún saug upp í nefið og kjökraði. — Ja, hérna, ert þetta þú, Gunna mín? Hvernig hefði mér átt að detta það í hug, ég sem hélt, að við myndum aldrei sjást framar. — Ég hélt það líka, en það segi ég þér satt, ég sver það, hér eru mínir þrír, að mér þótti vænt um þig þá, og mér þykir vænt um þig ennþá. En hvernig átti mig að gruna, að það værir þú, sem komst í rúm til mín um hánótt í vertshúsi í ókunn- ugu plássi. Ég hélt, að það væri hann Gregorsen, kærastinn minn, við ætluðum að hittast hér, en ég sé hann víst aldrei framar. Þeir eru svona, þessir útlending- ar, þeir viðra sig upp við mann um síld- artímann og sjást svo ekki meir. Þetta var hún Gunna í Holti. Hvort hann mundi eftir henni, sem æfinlega var svo hýr og góð og brosti svo fallega. Hún var bráðþroska og myndarleg, og piltunum var farið að lítast á hana strax um ferm- ingaraldur, en þá fór hún burt úr sveit- inni og hafði ekki komið þangað aftur, og síðan voru liðin tíu ár. — Við skulum kveikja, sagði hann, — við verðum þó að sjást. Svo kveikti hann og horfði með mikilli gaumgæfni á sína týndu og endurfundnu fermingarsystur, sem hafði fagnað honum með blíðum og barnslegum kossi eftir all- an óhemjuskapinn. Það var líkt og að vakna af ljótum draumi. Hún var ekki mikið breytt, hún Gunna, bara þroskaðri og laglegri. — Hvað er að sjá þig, drengur, sagði stúlkan hlæjandi. — Þú ert uppstramm- aður með gúmmíflibba og hálsbindi, en hneykslanlega fáklæddur að neðanverðu. Komdu þér sem fljótast on’undir sængina til mín. Seztu til fóta, svo getum við róið hvort á móti öðru og spjallað saman. Og það gerðu þau. Það féll alveg prýði- lega á með þeim, þessum tveimur ungu manneskjum, sem höfðu varðveitt hlýjan hug hvort til annars öll hin mörgu skiln- aðarár. Nú gerðu þau dálítinn samning með sér. Hún Gunna ætlaði að fara með honum Stefni heim að Bæ og vera þar vetrarstúlka. Og hver veit, nema eitthvað kunni að togna úr dvöl hennar þar. Þau innsigluðu samninginn með handa- bandi, svo buðu þau hvort öðru góða nótt, þó að reyndar hefði átt betur við að bjóða góðan dag. Pilturinn varð vandræðalegur, þegar hann ætlaði að fara fram úr rúminu. Það var neyð að geta ekki skipt á gúmmíflibb- anum fyrir aðra nauðsynlegri flík. En nú sýndi vetrarstúlkan hans rögg af sér. Hún svipti undan sér lakinu og fékk honum það. — Vefðu þessu utan um þig, drengur, þú getur ekki farið hálfstrípaður eins og „delirant“. — — Jón Valdason rumskaði, þegar Stefnir skreið upp í rúmið til hans. — Hvar hefir þú verið, góðurinn? spurði hann. — O, ég brá mér hérna fram í ganginn og fékk mér berjalúku, þú hefir ekki hátt um það, lagsi. — Það er naumast, að þú hefir komizt á bragðið. — Já, ég komst á bragðið, og ég vildi, að ég þyrfti aldrei án þess að vera. — Ég fer í kalt steypibað á hverjum morgni. — Jsfeja, en þú ættir nú ekkert að vera að gorta af því. — Til þess er nú leikurinn gerður. # — Hr. kennari, ég held, að ég sé að eignazt lítinn bróður. — Jæja, góði minn. En hvers vegna heldurðu, að það verði bróðir? — Jú, síðast, þegar mamma var veik, eignaðist ég litla systur, og nú er pabbi veikur. # — Ef þú kaupir strætisvagnamiða á 40 aura, hvert ferðu þá? — Svei mér, ef ég veit það. — Til hvers ertu þá að kaupa miðann, maður? — Hvað er pabbi þinn? — Veikur. — Já, en ég meina, hvað gerir hann? — Hóstar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.