Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 14
14 V I K A N Nr. 44, 1939 Hvað eru Samtal við frú ELLEN KID: kóreógrafiskir dansar? Laglegur kjóll. Breiða beltið og smá- felltu stykkin í kjólnum eru úr öðru efni en kjóilinn sjálfur. Fólk er oft í vandræðum með, hvemig bezt sé að hafa herbergi dóttur- innar eða sonarins. Myndin sýnir þannig herbergi, þar sem hinir fáu munir eru á réttum stað. rolki ott kait a totunum. iJcss vegna skuluð þið sauma ykkur fótapoka úr gömlum afgöngum. Bezt er auðvitað að hafa þá úr skinni. Myndimar sýna greinilega æfingarn- ar til að halda líkamanum grönnum og unglegum. Drú Ellen Kid hélt ,,kóreógrafiska“ * sýningu í Iðnó um daginn við mikla hrifningu áhorfenda, og varð hún að end- urtaka marga dansana. Þegar þessi danssýning var auglýst, varð mörgum á að spyrja: — Hvað er þetta ,,kóreógrafisk“?, og hér kemur nú lauslegt yfirlit yfir skoðanir frúarinnar á dönsunum. Ég heimsótti frúna á hið snotra heim- ili hennar til þess að fá dálitlar upplýsing- ar um hana sjálfa og dansana. — Hvað getið þér nú sagt mér um dans- nám yðar? spyr ég frúna. — Ja, það er nú ekki meiníngin, að ég segi yður ævisögu mína, segir frúin. — En annars get ég sagt yður, að mína fyrstu dansmenntun hlaut ég í ballett- skóla í Dresden. Síðan starfaði ég við nokkur leikhús í Þýzkalandi. Sýndi þar bæði í hópsýningum og sólódansa. Þar næst fór ég í kennslu til Mary Wigman. — Hvað lærðuð þér þar aðaUega? spyr ég frúna í fávizku vinni og einfeldni, og frúin setur upp undrunarsvip. — Kannist þér ekki við Mary Wigman ? Hún er nú frægasta danskona í heiminum. Ég lærði þar ekki að dansa sérstaka dansa, heldur að búa til dansa eftir musik — þ. e. a. s. túlka musikina í hreyfingum, hvort sem það er nú sorg, gleði eða aðrar geðshræringar — mannlegar tilfinningar. — Það hlýtur að vera mikið verk að búa til heila dansa? — Já, það er feykileg vinna og erviði. Fyrst verður maður að kynna sér lagið út í æsar, síðan þurfa hreyfingarnar að koma ósjálfrátt eftir laginu, og þá loks er hægt að setja þær í fast form, svo að úr þeim verði dans, sem hægt er að sýna á leik- sviði. — Á hvaða tónskáldum hafið þér nú mestar mætur? spyr ég. — Meðal annarra Corelli, Scriabine og Chopin, svarar frúin. — Hér hafið þér litla möguleika, því að okkur vantar leikhús. — Já, því miður, en það getur nú breytzt. Annars er það ósk mín að sýna fólkinu hér, að á sviði dansins er fleira til en samkvæmisdansar og stepp. En mest langar mig til að koma upp föstum hópi af námsmeyjum, sem ég gæti starfað með í hópdönsum. — Þér hafið nú skóla? — Já, já. En þar kenni ég aðallega ballett og stepp. — Og gengur það ekki vel ? — Jú, takk. Og ég hefi mikla ánægju af því og undrast, hve nemendur mínir hafa mikla hæfileika, einkanlega hvað stepp snertir. Og ég kveð frúna og fer.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.