Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 8
8 V I K A N Nr. 44, 1939 Hvernig menn eru tízkuhöfundarnir? Schiaparelli hefir áhuga á stjórnmálum, Mainbocker á tónlist og Molyneux á listaverkum C'yrirmynd frá Schiaþarelli" — „Kvöld- kápa frá Alix“ — „Skinnfeldur frá „Molyneux“. — Þetta lesum við oft í tízku- blöðum. Og fleiri nöfn en þetta: Main- bocker, Vionnet, Chanel, Worth, Balenci- aga, Patou, Lelong, Lanvin, Paquin — allir þessir tízkuhöfundar eru í borg kvennanna — París. Hverjir eru á bak við þessi nöfn? Karl- menn eða kvenmenn? Og hvernig menn eru þessir tízkuhöfundar ? Bera þeir meiri keim af verzlun en list? Eru þeir ungir eða gamlir? Tökum madame Elsa Schiaparelli. Hún er lítil, gáfuð kona. Hún er af ítölskum ættum, en — eins og oft vill verða — ber nú meiri svip af París en Parísarstúlk- urnar sjálfar. Hún á skemmtiskip, ferðast mikið, hefir áhuga á stjórnmálum, nýtízku list — já, á öllu og fylgist alls staðar með. Mestan áhuga hefir hún. samt á dóttur sinni „Gógó“, sem er að verða myndhöggv- ari. Þó að Schiaparelli sé að verða fimm- tug, er hún grannvaxin og ungleg og greið- ir hárið upp. Einkunarorð hennar er: Kon- ur eiga að klæða sig smekklega, en ekki bera mikið í klæðaburðinn. Tízkuhúsið Mainbocher ber nafn af eig- anda sínum, ameríkumanninum Main R. Bocker, sem tók þátt í heimsstyrjöldinni, en varð eftir í París árið 1919. Hann er frá Chicago og lagði stund á teikningar í New York, París og Miinchen. En mestan áhuga hefir hann á tónhst, og ætlaði í raun og veru að verða söngvari. Hann var að ljúka söriglistarnámi sínu í París, þegar Mainbocker á skrifstotu sinni. Á veggnum er tafla með aðaltízkuefnum ársins. Nöfn sýningar- stúlknanna standa fyrir framan. leika í París. Hús hans stendur við Avenue Georges V. Bocker er lítill, en sterkbyggð- ur maður. Hann hefir þetta einkunarorð: Hin vel klædda kona á fá föt! — Viðskifta- vinir hans fara samt ekki eftir þessu — sízt hertogafrúin af Windsor — helzti við- skiptavinur Mainbockers. I næsta húsi við Mainbocker býr tízku- höfundurinn, Cristobal Balenciaga, dökk- ur Spánverji á fimmtugsaldri. Hann sýndi fyrst hæfileika sína í þessa átt þegar hann var smástrákur með því að búa til kjóla á brúður systur sinnar — eldri bræðrum sínum, sem voru liðsforingjar í spánska hernum, til sárrar gremju. Hann fluttist til Frakklands fyrir tveimur árum. Áður Madame Lanvin, sem heíir verið tízkuhöfundur í mörg undanfarin ár. Madame Schiaparelli er alltaf jafn grannvaxin og ungleg, l»ó að hún sé tekin að eldast. Hún ferðast mikið og fylgist með öllu. en borgarastyrjöldin brauzt út á Spáni hafði hann tízkuhús þar. Parísarbúar sjá hann ekki oft, því að hann lokar sig inni á vinnustofu sinni strax og verksmiðju- eigendurnir hafa afhent honum nýjustu efnin. Hann hefir búið til 200 fyrirmyndir á þremur vikum. Þess á milli fer hann á skíðum í Alpafjöllum. Edward Molyneux hefir búið til fyrir- myndir í fjölda mörg ár. Hann er karl- mannlegur og stundar hnefaleik. Mestan áhuga hefir hann samt á listaverkum. Hann málar sjálfur og safnar þar að auki málverkum. Áður hafði hann sérstaklega áhuga á málurum 18. aldarinnar, en nú hefir hann fyllt nýtízku íbúð sína með málverkum eftir Cézanne, Monet, van Gogh og Renoir. Hann veitir tvenn verð- laun árlega fyrir frumleg listaverk og opnar oft heimili sitt fyrir unga listamenn. Hann segir eins og Mainbocker, að vel Framh. á. bls. 18. hann missti röddina. Þá tók hann að teikna á ný. Eftir stríðið annaðist hann bréfa- skriftir fyrir hið heimsfræga tízkublað, Vogue. Þá datt honum í hug að búa til fyrirmyndir sjálfur. Enn hefir hann mik- inn áhuga á tónlist og hlustar á flesta tón-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.