Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 11
Nr. 44, 1939 V I K A N 11 Bláberja- stuldurinn SMASAGA eltir ÞÓRUNNI MAGNtJSDÖTTUR, eir félagarnir, Jón Valdason og Stefn- ir frá Bæ, komu samtímis heim að Hótel Hliðskjálf, þar sem þeir áttu sér vísa næturgistingu. Þeir höfðu ólíka sögu að segja. Jón Valdason hafði farið í bíó með kunningja- stúlku sinni, og síðan fylgt henni heim til hennar, og sezt þar að kaffidrykkju. — Og þá byrjaði nú fyrst þjóðleg skemmtun, góðurinn. Stefnir hafði eytt kvöldinu í algjörlega misheppnaða kvenmannsleit, og hvergi fengið neitt ofan í sig. Hann var því sváng- ur og leiður eftir göltrið, og áhyggjufullur yfir því að verða ef til vill að snúa heim- leiðis án þess að hafa komizt yfir nokkurn kvenmann. Og ekki var ástandið gott þar heima. Abba systir á förum í kvennaskól- ann, það mundu engin bönd halda henni, úr því að hún fékk plássið. En mamma svona eins og hún er, öll úr skorðum gengin af benvítis gigt, og gat ekki ein verið nokkra dagstund. En hvað um það, þær verða ekki gripnar upp úr götusteinunum hérna, drósirnar. Næturvörður hótelsins opnaði fyrir þeim kumpánum, en þar sem þeir höfðu gist í hótelinu nóttina áður, og áttu að vera í sama herberginu aftur fannst honum óþarft að fylgja þeim og sagði aðeins: — Þið ratið í fletið. Síðan drógst hann inn í kompuna, sem hann hafðist við í milli þess, sem hann gegndi skyldum sínum. Ljós logaði á hótelganginum og það fyrsta, sem Stefnir rak augun í þegar hann kom inn úr dyrunum var stór skál, full af bláber jum. Hún stóð á litla borðinu und- ir speglinum, sem hann leit alltaf í, þegar hann var á fram hjá leið. — Nei, sjáðu, lagsi, sagði hann og dró höfuðið niður á milli herðanna af einskær- um feginleik. — Láttu þau vera, góðurinn, það á sjálfsagt að nota þau í matinn, sagði Jón Valdason. En Stefnir var svo soltinn og gírugur, að hann hafði engan hemil á sér. Hann gróf sínar stóru, íhvolfu búandsmanns- hendur ofan í skálina, tók það, sem toldi og bar inn í herbergi þeirra félaga. Þar gæddi hann sér á berjunum og gaf Jóni Valdasyni með sér. En hann lét frómleik- ann fjúka, og fór sem fleirum, að honum smökkuðust forboðnir ávextir vel. Eitt rúm var í herberginu og urðu þeir félagar að sænga saman. Þegar þeir voru lagstir út af togaði Jón Valdason sængina upp fyrir höfuð og vildi sofna. En Stefni varð ekki rótt, han gat ekki gleymt blá- berjaskálinni frammi í mannlausum gang- inum, ekki væri það mikil synd að taka eina berjalúku í viðbót, en réttast þó að láta vera. Hann stríddi ögn á móti freist- ingunni, en svo fór, að hann yfirbugaðist. Skylt er að segja hverja sögu eins og hún gengur og ber því að geta þess, að vegna þess vítisbruna, sem líkamshiti tveggja karlmanna, er kúra saman milli dúns og hlýrra voða, framleiðir, höfðu þeir félagar kastað öllum þeim klæðum, er þeir þóttust mega án vera, þar á meðal nær- brókum sínum. En í kurteisisskyni við stúlku þá, er mundi færa þeim kaffi um dagmál, höfðu þeir ekki afklæðst skyrt- unum, og Stefnir, sem þótti mikill snyrti- maður í sinni sveit hafði ekki tekið af sér hálsbindið aukin heldur flibbann. Þegar bláberjaílöngunin yfirþyrmdi hann svo, að hann fékk ekki lengur rönd við reist, brölti hann fram úr rúminu, brókarlaus, og snaraði sér fram á ganginn, en hrotur félaga hans fylgdu honum á leið, og létu í eyrum hans eins og her- göngumarz, upphefjandi hann yfir auð- virðilegan frómleika og smáskrítilega samvizkusemi hversdags mannsins. Þegar hann var kominn fram í ganginn kunni hann ekki rétt vel við nekt sína, en honum þótti illileg tímatöf að því að snúa við og gera leit að brók sinni, og því slökkti hann bara gangaljósið, vissi sem var, að myrkrið er ekki tiltektasamt. Hann fálmaði sig fram að berjadallinum og byrjaði að úða í sig berjunum. Þegar hann hafði etið sig mettan, paufaðist hann eftir ganginum, og heppnaðist eftir nokkr- ar árangurslausar áþreifanir í myrkrinu að finna herbergishurðina. Honum til óblandinnar ánægju var rekkjunautur hans hættur að hrjóta, mundi honum því veitast létt að sofna jafn saddur og sæll og hann var, og hæfi- lega rokinn til að njóta rúmylsins. Hann lagðist fyrir, en þótti Jón Valdason í meira lagi plássfrekur, spyrnti því hnénu í hann aftan frá og ætlaði að stjaka hon- um upp að vegg, en greip um leið yfrum hann til að verja hann hnjaski. Við það bullsvitnaði hann og gleypti andann á lofti, því að það var ekki Jón Valdason, sem Iá fyrir ofan hann í rúminu, heldur kven- maður. Æ, æ, hvaða déskotans óheppni, hugs- aði Stefnir og þorði sig ekki að hræra af ótta við, að kvenmaðurinn vaknaði og ræki upp skaðræðisöskur, sem vekti alla í hótelinu, og sennilega kæmi því til leiðar, að hann yrði dreginn fyrir lög og dóm. Ef til vill ætti hann eftir að enda sína 'daga á Litla-Hrauni, því að töluvert hlaut að segjast á því að gera innbrot í rúm hjá kvenmanni. Og hvað yrði svo sem álitið annað en hann ætlaði þarna einhverju að stela. — Faðir vor, bað hann í kveljandi ugg. — Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hann fann hreyfingu við hlið sér og skakkskaut augunum, en sá vitanlega ekki glóru, því að tjald var dregið fyrir herbergisgluggann. Ástand hans var nú svo voðalegt, að hann bjóst við að fá stjarfa á hverju andartaki. Kvenmaðurinn bylti sér ofan á hann, faðmaði hann að sér feimnislaust og sagði í svefnrofunum: — Hvor er det deilig á mötes igjen, min snille Gregorsen. Þessu næst kyssti hún hann, og Stefnir, sem allt vildi til vinna að forða sér frá æfilöngum ærumissi og betrunarhúsvist, reyndi að endurgjalda kossa hennar svo verklega, að hún þyrfti einskis að sakna, því að hann þóttist vita, að ef hún upp- götvaði, að það væri vitlaus maður í rúm- inu hjá henni, mundi hún tryllast og öskra og þá var voðinn vís. Þau kysstust nú allt hvað af tók þarna í myrkrinu, þar til stúlkan fór að bísnast yfir því á siglfirzkri norsku, hvað Gre- gorsen sinn hefði verið fundvís að finna sig þarna um hánótt, en kynlegt þótti henni, að hann skyldi ekki segja minnsta grand. Nú kemst hún að öllu saman, hugsaði Stefnir, og allt mitt fer í sektina. Sjálfs- bjargarhvötin er rík hjá manninum. Stefn- ir tók stúlkuna aftur í faðm sér í von um, að athafnir dreifðu hugsunum hennar. Ef til vill tækizt svo vel til, að hún þreyttist og sofnaði, svo að honum yrði undankomu auðið. Allt í einu brá svo við, að hún ýtti hon- um frá sér og sagði með offorsi miklu: — Hvert í logandi, syngjandi, þetta er ekki Gregorsen, þetta er einhver útsmog- inn, helvízkur fantur, sem leikur sér að því að svívirða saklaust, varnarlaust kven- fólk. Hvernig komstu inn á mig, svínið þitt? — Ég villtist, það er hverju orði sann- ara, stundi hann upp. — Farðu héðan, skepnan þín, á auga lifandi bragði. Heyrirðu, hvað ég segi? — Já, mikil ósköp, sagði hann kurteis og bljúgur. — Ég bið yður að afsaka ónæðið, ég tók ekki rétta stefnu. — Ha, kváði hún alveg grallaralaus. Framh. á bls. 21.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.