Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 19
Nr. 44, 1939 VIK AN 19 Einu sinni árið 1776 var rússneski aðalsmaðurinn, Potemkin fursti, að klæða sig í beztu fötin sín. Þjónn- inn hans var að hjálpa honum. Hann var að fara í veizlu til Katrínar II. í keisara- höllinni. Þegar hann hafði lokið við að klæða sig og stóð fyrir framan stóra speg- ilinn, heyrðust hróp og köll fyrir framan dyrnar á herberginu. — Hvað gengur á? spurði furstinn gremjulega. Þjónninn opnaði dyrnar. I sama bili skauzt lítill strákur með stóra, hvíta svuntu og eldhúshúfu á höfðinu inn úr dyrunum. — Ég vil tala við furstann sjálfan, hróp- aði hann. — Ég hefi miklar fregnir að færa honum. Hvers vegna viljið þið ekki hleypa mér inn? Þið ættuð . . . Hann þagnaði skyndilega og hneigði sig djúpt fyrir furstanum. Þjónarnir, sem höfðu þrifið í drenginn til að reka hann út, slepptu honum. Potemkin horfði á þá. — Þú ætlar að tala við mig? sagði hann. — Já, náðugi herra, en þeir ætluðu ekki að hleypa mér inn. Þeir vita ekki, hve mikla þýðingu þetta kann að hafa. — Og hvað viltu mér? spurði Potemkin fursti og brosti. — Það get ég aðeins sagt yður í ein- rúmi var svarið. ■— Hans hátign þekkir mig áreiðanlega ekki, en ég er sonur Petro- vitch, forreiðarsveins hans hátignar. Ég þakka yðar hátign fyrir, að ég skuli hafa komizt að í eldhúsinu í keisarahöllinni. Potemkin fursti hló. — Nei, ég man ekki eftir þér, sagði hann, — en ég þekki pabba þinn. Hann er hraustur maður. Og það getur meira en vel verið, að ég hafi gefið syni hans meðmæli. Segðu mér nú erindi þitt. — Aðeins í einrúmi, herra, endurtók matsveinninn. — Farið þá, sagði Potemkin við þjón- ana, sem læddust hægt út. Furstinn sneri sér því næst aftur að drengnum. — Hvað viltu mér þá? spurði hann. — Það verður gerð árás á hans hátign, sagði matsveinninn. — Ég heyrði á tal Orloffs-bræðranna í dag. Potemkin hnyklaði brýrnar. — Verstu óvina minna, tautaði hann. — Hvernig árás? — Þeir ætla að gera gys að hans há- tign og lítillækka hann í augum keisara- frúarinnar, svaraði drengurinn. — Þeir báðu yfirþjóninn að setja. enga skeið hjá hans hátign. — Nú og hvað svo? spurði Potemkin undrandi. — Þegar súpan verður borin fram, hélt drengurinn áfram, — ætlar Grigori Orloff að segja eins og að gamni sínu: ,,Sá, sem ekki borðar súpuna, er svikari.“ Potemkin fursti blístraði lágt. — A-ha, sagði hann — já, þú hefir rétt fyrir þér. Þeir ætla að gera gys að mér. Það var ágætt, að ég fékk að vita þetta. Var það annars nokkuð fleira? — Nei, yðar hátign. — Það verður gerð árás á hans hátign, sagði litli matsveinninn. — Það er líka nóg. Ég þakka þér fyrir. Ég hugsa um þetta. Hvað heitir þú ? — Iwan. — Ég gleymi þér ekki. Hér er gullpen- ingur. Farðu nú. Matsveinninn hneigði sig djúpt og fór út. Potemkin fursti sat dálitla stund í djúpum þönkum, en brosti síðan ánægju- lega. — Eg skal gabba þá, sagði hann við sjálfan sig. Síðan kallaði hann á þjónana. Það var kominn tími til að fara í veizluna------. Borðstofan í keisarahöllinni var upp- Ijómuð. Við annan borðsendann sat Katrín II. Við aðra hlið hennar sat Grigori Orloff, sem áður hafði verið eftirlæti hennar, en var nú að lækka í tigninni vegna Potem- kins, sem sat á móti honum. Það var því engin furða, þó að þessir aðalsmenn horfðu illilega hvor á annan. Grigori Orloff, sem hafði meðal annars gefið keisarafrúnni hinn fræga Orloff-gimstein, virtist leika við hvern sinn fingur í dag. Hann þóttist hafa leikið á f jandmann sinn. Nú var súpan framreidd. Við hvern disk lá skeið til að borða súpuna með. Nei, það lá engin skeið við disk Potemkins. Orloff stóð upp og mælti hátt um leið og hann gaut hornauga til Potemkins fursta. — Sá, sem borðar ekki súpuna sína, er svikari. — Keisarafrúin tók eftir þessu. Furstinn brosti. Án þess að leita að skeið sinni, tók hann brauðið, sem borið var með, skar það í sundur með borðhnífnum, holaði annan endan að innan og tók að borða súpuna sína eins og ekkert hefði í skorizt. Þegar því var lokið, stóð hann upp. — Sá, sem borðar ekki skeiðina sína, er svikari, sagði hann þurrlega og stakk brauðinu upp í sig. Allir fóru að hlæja, nema einn, Grigori Orloff. Honum var nú ljóst, að hann var búinn að vera við hirðina. — Þannig var það líka. Potemkin fursti var í enn meiri hávegum hafður hjá Katrínu II. en nokkurn tíma áður. Hann komst í æðstu stöðu ríkisins, stjórnaði meira að segja Rússlandi um skeið. En Potemkin sá vel um matsveininn, sem hafði hjálpað honum svo vel. Þegar Iwan var fullorðinn fékk hann ágæta stöðu á Krím við Svartahafið, skag- anum, sem Potemkin sigraði og varð land- stjóri á. MAÐURINN I HORNGLUGGANUM ... Framh. af bls. 5. til hálfan mánuð og jafnvel lengur, látið hringja sig upp og verið þekktur fyrir að segja, að maður hafi nú bara steingleymt þessu. — Hvernig féll yður svo við Skotana? — Þeir eru tortryggnir og fara vel með fé. En þeir eru áreiðanlegustu menn og vinföstustu, sem ég hefi kynnzt. — Og þó gátuð þér fengið af yður að yfirgefa slíka þjóð? — Já, ég blygðast mín ekki fyrir að segja, að mig langaði alltaf heim, þó að ég hefði allt til alls og mér liði ávallt vel í þessi fimmtán ár, sem ég var erlendis. Tólf sinnum hefi ég farið yfir Atlants- hafið. Og einhvern veginn var mér alltaf léttara innan brjósts á leiðinni austur en vestur. Þetta er gömul saga. — Hvernig búist þér við, að siglinga- málum okkar íslendinga væri nú háttað, ef Eimskipafélagið hefði aldrei verið stofnað ? — Ég hefi nú svo lítinn tíma til heim- spekilegra hugleiðinga, að ég hefi aldrei lagt þetta niður fyrir mér. Síminn hringir heima og hér allan liðlangan daginn. En ég býst ekki við, að neinar reglubundnar skipaferðir myndu þá vera á milli íslands og meginlandsins. Ef til vill ættum við tvö éða þrjú kaupskip, er sigldu sitt á hvað. En megin þorri siglinganna myndi vera í höndum útlendinga, er myndu haga skipa- ferðum sem hagkvæmast fyrir útgerðar- félögin án tillits til þess, hvað þjóðinni væri fyrir beztu. — Og á tímum sem þessum? — Á stríðstímum sem nú myndi þá vera stopult um siglingar. Og svo fer maðurinn í hornglugganum að ræða um áhugamál Eimskipafélagsins, um nýja, hraðskreiða skipið, sem áreiðan- lega verður byggt, um 214 fasta starfs- menn félagsins nú, um þær 88950 smá- lestir af vörum og 3043 farþega, sem skip félagsins fluttu milli landa á síðastliðnu ári. Meðan hann talar starir hann á skjala- staflana á skrifborðinu sínu í dreymnri leiðslu — eins og skjölin séu allt, og hann — ekkert. S. B.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.