Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 16

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 16
16 VIKAN Nr. 44, 1939 varð Denry ljóst á leiðinni til Llandudno. Hann var upp með sér af því, en síðar hræddur, og ótti hans óx dag frá degi. Sannleikurinn var sá, að hún áleit hann ekki einungis efnaðan mann, heldur bein- línis stórauðugan mann. Hann fór blátt áfram ekki út úr húsinu án þess að eyða peningum í skemmtiblöð, kökur, ís, göngustafi, ávexti, báta, á tón- leika, í sælgæti o. fl. o. fl. . . . Maður skyldi ætla, að gönguferðir væru ókeypis, og loft- ið kostaði ekkert. Hvílíkur misskilningur! Ef hann hefði þorað, hefði hann skilið pen- ingana eftir heima. Það hafði Ruth gert. En karlmenn vantar siðferðilegt hug- rekki. Sjálfur hafði hann reiknað: farseðill 4 shillingar, húsaleiga 25 shillingar. Samtals 29 shillingar, vel reiknað 30 shillingar á viku! Fyrsta daginn eyddi hann 14 shillingum í ekki neitt. Ef því héldi áfram, yrði hann að borga fimm pund í aukaútgjöld á viku. Næsta dag eyddi hann 19 shillingum í ekki neitt, og Ruth heimtaði, að hann drykki te með þeim, sem hann varð auðvitað að borga sjálfur, en teið heima hjá honum fór til spillis. Þannig jukust útgjöldin dag frá degi. Á sunnudaginn sparaði hann sér nokkra aura með því að neita að drekka te með Ruth —, en auðvitað móðgaðist hún. Engum hefði dottið í hug, að hún væri í peningavandræðum. Denry borgaði húsa- leiguna fyrir hana, en hún var honum nokkuð dýrari en það. Hún hafði enga hugmynd um, hvað peningar voru. Nellie sýndi Denry við og við, að hún hefði áhyggjur af léttúð vinkonu sinnar, og hún vildi oft borga fyrir sig. Denry fannst það vera sanngjarnt, að hún borgaði fyrir sig, en hann gat ekki fengið af sér að láta hana gera það. Nellie var alltaf með þeim, nema rétt áður en þau skildu á kvöldin. Denry borg- aði því alltaf fyrir þau þrjú. En honum leizt vel á Nellie Cotterill. Hún tilbað Ruth og dáðist að honum. Hún var áreiðanlega skynsöm stúlka. Á mánudagsmorguninn fór Denry snemma á fætur og fór til Bursley til að rukka. Hann hafði eytt fimm pundum meira en hann ætlaði sér. Já, ef hann hefði ekki af tilviljun haft með sér húsaleigupen- ingana, hefði hann komizt í mikla klípu. Á meðan hann dvaldi í Bursley hugsaði hann heilmikið. Á þriðjudag sneri hann aftur til Llandudno með vasana fulla af húsaleigupeningum, þó að hann hefði ekki ætlað sér það. Honum var ekki vel ljóst, hvað ske myndi, en eitthvað varð að ske. I Rhyl heyrði hann talað um storma og óveður á hafinu, og í Prestatyn sá hann, þó að dimmt væri, löðrið frá brotsjóunum. Þegar lestin kom til Llandudno, buðu stúlk- urnar hann velkominn með nokkrum dá- samlegum sögum um óveðrið úti á hafinu, skipsflekana og björgunarbáta. Þær voru svo ánægðar að sjá hann aftur, að honum fannst hann vera í ágætu skapi. Jafnvel vindurinn gerði hann ölvaðan. Það rigndi ekki. Klukkan var hálftíu, og helmingurinn af íbúum Llandudno stóð niðri á götu og ræddu um óveðrið. Fólk mundi ekki eftir öðrum eins fellibyl í ágústmánuði. Um sex- leytið hafði nýi björgunarbáturinn bjargað skútu og um áttaleytið hafði annar björg- unarbátur bjargað norskum dalli. — Við skulum koma fram á bryggju, sagði Denry. — Þangað fá engir að fara nema borg- arstjórinn og sjómenn. — Uss, sagði Denry. Hann gekk að umsjónarmanninum og fékk honum nafnspjald. Á nafnspjaldinu stóð nafn auglýsingamanns við The Signal, sem hafði komið til að rukka Denry fyrir auglýsingu á meðan hann var að heiman. — Það er fyrir blaðið, sagði Denry um leið og hann gekk inn. — Komið þið! kallaði hann til ungu stúlknanna. Það kom fát á umsjónarmanninn. — Þær eru með mér, sagði Denry. Þetta var mikill sigur fyrir Denry. Það sá hann á svip stúlknanna. Á bryggjusporðinum stóðu 50 manns, og það var sagt, að björgunarbáturinn væri að koma. — Ég skrifa um þetta í The Signal, sagði Denry. — Já, gerið þér það, sagði Nellie. — The Signal er lesið mikið hér, sagði Ruth. Bryggjan skalf og nötraði, og sjólöðrið skvettist framan í fólkið. Skyndilega kall- aði einhver, sem sá jafn vel í myrkri og ljósi, að hinn björgunarbáturinn væri að koma. Þá sáu allir honum bregða fyrir rétt sem snöggvast. Mannf jöldinn hrópaði húrra. Kaðli var kastað út, og öðrum í land. Hann lenti á öxlinni á Denry. — Dragið! hrópaði hás rödd. Denry kippti í —, og á þessu andartaki var hann merkilegri maður en hann hafði nokkurn tíma verið áður, að undanteknum þeim stundum þegar hann hafði kysst Ruth og dansað við greifafrúna af Chell. Síðan tóku tveir skeggjaðir menn kaðalinn frá honum. Að lokum þustu mennirnir niður járnstig- ann. — Verið þið kyrrar, hrópaði Denry. — Denry —. — Verið þið kyrrar, segi ég! Hann þaut á eftir hinum. — Geymið þetta, sagði hann og rétti þeim tólf shill- inga, — ef eitthvað skyldi koma fyrir, sagði hann og hvarf. Honum virtist vera ofaukið þarna á bryggjusporðinum. En hann sá, að minnsta kosti, björgunarbátinn koma að landi. Mennirnir gengu gæsagang upp eftir bryggjunni, nema Cregeen stýrimaður, sem tók að skoða björgunarbátinn, og gaf Den- ry sig á tal við hann. Þegar hann gekk upp bryggjuna sá hann Ruth og Nellie, sem gáfu súkkulaði og sælgæti á báða bóga. Óviðkomandi maður hefði sennilega komizt við af að sjá þessa kvenlegu misk- unnsemi. Líklega fyndist honum hann aldrei hafa séð neitt eins fallegt. Denry komst einnig við, þegar hann sá þetta, en á annan hátt. Þetta voru húsaleigupening- arnir. Hann tautaði: — Nei, þetta nær nú engri átt! En auð- vitað gat hann ekkert gert. Það, sem setti kórónuna á reiði hans, var, að allir virtust vera hrifnir af gæzku Ruth. Þá sá hann í fyrsta skipti greinilega, að hjónaband þeirra hafði ekki verið stofn- að á himnum. Hann játaði fyrir sjálfum sér, að þó að maður bjargi ungri stúlku frá dauða í flutningsvagni, þarf hann ekki að kvænast henni. Hann eltist skyndilega um mörg ár, og munnvikin breyttu lögun. Ruth kom til hans og fékk honum nokkra smápeninga. — Hvað er þetta? spurði hann. — Ég hefi ekkert með þetta að gera. — En hvað það var leiðinlegt. Nú tók hún eftir því, að rödd hans var eitthvað undarleg. — Láttu nú ekki svona, sagði hún. — Ég skal reyna, sagði Denry. Denry hafði lofað að kvænast Ruth, og það varð hann að standa við. Hann vildi heldur lifa 1 eymd og volæði en ganga á bak orða sinna. Auðvitað, ef hún vildi slíta trúlofuninni.. . Ekki mátti hann samt gera neitt til þess . . . Á heimleiðinni var Ruth dálítið önug, en Denry hljóður. Næsta dag þegar þau þrjú sátu úti á hafnarveitingahúsinu, hefði engum, sem sá þau, dottið í hug, að eitt þeirra væri óhamingjusamasta manneskjan í Llandu- dno. Sólin skein á fötin þeirra og bylgj- urnar. Ruth drakk límonaði, og Nellie borðaði súkkulaði. Denry geispaði, því að hann hafði vakað til kl. 3 við að skrifa grein í The Signal og farið á fætur kl. 6 til að senda greinina. — Við skulum koma eitthvað annað, sagði Ruth. Og hann varð að borga og brosa. — Farðu á undan okkur, Nellie mín, sagði Ruth allt í einu, — við þurfum að tala saman. Nellie varð undrandi og roðnaði. Denry varð einnig steinhissa. — Ég fékk reikning í morgun, sagði Ruth og horfði út á hafið. — Jæja, sagði hann. — Borgaðir þú hann? — Já, sagði hún. — Nellie lánaði mér fyrir því. — Einmitt það! sagði Denry. Þau þögðu. Denry leið eins og hann stæði inni í dimmu herbergi, og einhver væri að hrópa og kalla á hann og hann léti sem hann heyrði það ekki og héldi niðri í sér andanum. — Ég er alveg blönk, sagði Ruth. — Við Nellie eyddum svo miklum peningum í gær og fyrradag. Þú getur ekki ímyndað þér, hvernig peningarnir velta út úr hönd- unum á manni. — Ekki það? sagði Denry við sjálfan sig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.