Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 5

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 5
Nr. 44, 1939 VIK A N 5 fSLENZKIR ÁHRIFAMENN: Maðurinn í hornglugganum... Samtal við Guðmund VilhjálmssonJl |j framkvæmdarstjóra Eimskipafélagsins. Lífið er duttlungafullt og leikur mann- anna börn mjög misjafnlega. Það virðast næsta lítil takmörk fyrir því, hvernig það getur haft endaskipti á kjör- um manna. Lítil atvik, nokkur örlaga- þrungin andartök megna oft að skipta um lífsbraut einstaklinganna og flytja þá til nýrra verksviða. Það eru ótrúleg ósköp, sem hægt er að spinna úr einni mannssál. # Það bar til í ágústmánuði árið 1901, að uppdúðaður drenghnokki með þykkan ull- artrefil um hálsinn hékk fram á borðstokk- inn á ,,Hólum“, gamla strandferðaskipinu, en það var þá á leið frá Húsavík til Flat- eyjar á Skjálfanda. Það var dálítil undir- alda, svo að skipið lét illa í sjó, og snáðanum var kalt. Hann var feiminn, óframfærinn og einn síns liðs og hann tók það sárt, að menn veittu smæð hans at- hygli. Börn finna svo vel til vanmáttar síns. Og svo voru það þessir borðalögðu yfirmenn, þessir brúnaþungu, veðurbörðu sjögarpar, sem skimuðu í kringum sig, mikilúðlegir í fasi, eins og þeir, sem völdin hafa. Og aumingja, litli snáðinn var, fyrst og fremst, á stöðugum flótta undan augna- ráði þessara manna, því að hann skildi vel, hve þeir litu hann smátt. En svo komu ,,Hólar“ til Flateyjar, og hnokkinn fór í land. Þetta var fyrsta sjgferðin hans. Nú hefir tíminn skipað svo málum, að í dag ræður þessi drengur yfir flestum borðalögðum skipsstjórnarmönnum og mestum siglingaflota þjóðarinnar. Þetta er Guðmundur Vilhjálmsson, framkvæmdar- stjóri Eimskipafélagsins. Hann er nú fær í flestan sjó og hefir siglt fram og aftur um flest veraldarinnar höf. Óttinn við gyllta borða hefir fjarað út í sigursælli og hamingjusamri lífsbaráttu. Trefillinn er týndur, sjóveikin gleymd og þessari fyrstu sjóferð skýtur upp í fansi minn- inganna eins og skrítnu ævintýri. Þannig fjarlægja sumir sorgir sínar og þjáning- ar og vaxa yfir umkomuleysið meðan aðrir standa í stað. Þá menn köllum við gæfu- menn. Þegar skip Eimskipafélagsins koma og fara frá hafnargarðinum í Reykjavík, • enga beina skólamenntun hlotið • alltaf gengið allt að óskum við störf sín GUÐMUNDUR VILHJÁLMSSON stendur miðaldra maður úti við hornglugg- ann á annarri hæð í Eimskipafélagshús- inu og deplar góðlátlega augunum. En á bak við þetta meinlausa yfirlætisleysi mannsins í hornglugganum hvílir mikil ábyrgð, því að hann hefir í hendi sér, hvert skipin fara, þótt aðrir stýri þeim á haf- inu og aðrir séu það, sem vinna verkin, sem verður að vinna á sjó og landi, til þess að skipa sé nokkur þörf. Nú skulum við athuga um stund, hvernig tíminn hóf þennan mann upp í valdasessinn. Guðmundur segir svo frá: — Tíu ára gamall kom ég í þjónustu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, en ég er Þingeyingur að ætt og uppruna. Fyrst var ég notaður í snatt og snúninga utan húss, síðan varð ég búðarmaður og var hækkaður í skrifstofumannsstöðu. Þarna var ég í tólf ár. En 24 ára gamall var ég ráðinn á skrifstofu Sambandsins í Kaup- mannahöfn. Og 1917 var ég sendur vestur um haf til að annast innkaup fyrir Sam- bandið og sölu íslenzkra afurða í New York í þrjú ár, en þá var ég látinn fara til Skotlands og var umboðsmað- ur Sambandsins þar þangað til 1930, að ég kom heim til að taka við fram- kvæmdarstjórn Eimskipafélagsins. Síðan hefi ég haldið kyrru fyrir að heita má. — Genguð þér þá aldrei í neinn skóla? — Jú. Ég gekk í barnaskólann í Húsa- vík og einn vetur í unglingaskólann þar hjá Benedikti Björnssyni. Aðra beina skóla- menntun hefi ég nú ekki hlotið. En þegar ég var um fermingu, vildi mér það til láns, að Jón nokkur Runólfsson, skáld og fræði- maður, dvaldi í tvo vetur á Húsavík. Hann hafði dvalið lengi í Ameríku og var maður fjölfróður og góðum kennarahæfileikum gæddur. Hann var fenginn til að kenna okkur systkinunum ensku. Og sóttum við tíma hjá honum tvisvar í viku báða þessa vetur. Af því, sem ég lærði af Jóni þess- um, mun ég búa allt mitt líf. Eftir að ég kom til Hafnar, hélt ég áfram enskunámi mínu hjá brezkum kennara um tíma. Og með þessa kunnáttu lagði ég á djúp samn- inga og innkaupa í New York, ungur að árum og reynslulítill. En ég var heppinn. — Fannst yður nú ekki töluverður munur á Húsavík og New York? Á hvor- um staðnum kunnuð þér betur við yður? — Flestir kunna víst bezt við sig þar, sem þeir eru fæddir og uppaldir, og enn getur hvarflað að mér, að mig langi þang- að heim, en hinu get ég ekki neitað, að ég kunni mjög vel við New York og Ame- ríkumenn. Það er að vísu önnur veröld þarna vestan við hafið, en hún er ekkert verri þar en hér. New York er góður skóli fyrir unga menn. Þar verða menn fyrst og fremst að gæta vel að sinu og betur en annars staðar, og í öðru lagi verða menn að vita, hvað þeir vilja og ákveða sig strax. Þar er þýðingarlaust að bíða til morguns, því að áður en maður hefir snúið sér við í stólnum, hefir gæsin verið gripin. En hér getur maður beðið rólegur í viku Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.