Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 20

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 20
20 VIK A N Nr. 44, 1939 Óvœntur keppinautur. Jenny Lagraulét var tuttugu og tveggja ára gömul og ákaflega fögur. Hún hafði gulllitað hár, og stór, blá augu. Hún var ýkjalaust fallegasta stúlkan í bænum, og hún vissi það full vel — því miður. Móðir hennar, Mathildur Lagraulét, var ekkja eftir auðugan yfirdómara og var ný- lega fjörutíu og tveggja ára gömul. Fólk, sem hafði þekkt móðurina þegar hún var ung, sagði, að Jenny væri lifandi eftir- myndin hennar og jafn fögur og Matthild- ur var þá. Ekki svo að skilja, að móðirin væri ekki yndisleg enn, en kona á hennar aldri eldist fljótt, ef hún gerir ekkert til þess að halda við æsku sinni. Hefði Matthildur gert það, hefðu áreiðanlega margir menn orðið ást- fangnir af henni, en hún hugsaði nú minnst um það. Hjónaband hennar hafði verið ágætt, og eftir lát manns síns hafði hún algerlega fórnað sér fyrir dóttur sína. Jenny þótti vænt um móður sína og henni leiddist að sjá hrukkurnar í kring- um augu hennar og gráu háriníhöfðihenn- ar. Var hún ekki of feit? Hún varð að hreyfa sig meira. Jenny var full af hégómagirni og hugs- aði, að hún yrði kannske einhvern tíma eins og móðir hennar. — Mamma, þú verður að reyna að leggja af. Ég vil, að móðir mín sé falleg, sagði hún. Matthildur hló og fór út í garð að vinna. Nokkrum dögum síðar fluttist verk- fræðingur frá París til bæjarins. Hann var laglegur, myndarlegur maður og sæmilega efnurn búinn. Tilefni til komu hans var ný vegalagn- ing, sem bæjarstjórnin hafði komið sér saman um að láta framkvæma, vegna hins mikla fólksfjölda, sem kom til þess að skoða þennan litla, sögulega stað. Hann hét Léon Souchain, og var líklega á fertugs- aldri. Hann bjó á veitingahúsinu „Gyllta ljónið“ og það sem mest var um vert: hann var ókvæntur. Það er ekki hægur vandi fyrir tvær manneskjur að vera í svo litlum bæ án þess að hittast, og það leið heldur ekki á löngu áður en Jenny hitti Souchain verkfræðing. Henni fannst hann vera óvenjulega lagleg- ur — einmitt maður handa mér, hugsaði hún, og því meira, sem hún hugsaði um hann, því betur leizt henni á hann. Hann er duglegur maður, hugsaði hún, og hefir góð laun. Það yrði honum fyrir beztu að eiga stúlku eins og mig, sem þekk- ir dálítið lífið. Jenny áleit, að nú væri það jafn algengt, að konur hefðu bónorð og menn, og þess vegna ákvað hún að leiða athygli monsieur Souchains að sér. Henni datt bráðlega snjallræði í hug. Þegar hún sá hann skömmu síðar á göt- unni, ákvað hún að láta til skarar skríða. Um leið og þau mættust, missteig hún sig, gaf frá sér óp og var nærri dottin. Léon Souchain hljóp til, greip hana og spurði, hvort hún hefði meitt sig. Hann sá strax, að þessi unga stúlka var ákaf- lega lagleg. — Nei, nei, svaraði Jenny og brosti lítið eitt, — það var ekkert. Þetta var bara klaufaskapur. — En má ég ekki fylgja yður heim, mademoiselle ? — Takk, það er alveg óþarfi. Ég á heima hér rétt hjá ------í hvíta húsinu, þama. En þar sem Jenny átti bágt með að ganga, tók monsieur Souchain undir hand- legg hennar og fylgdi henni heim að dyr- unum. — Ég ætla að leyfa mér að spyrja um líðan yðar á morgun, mademoiselle ? Hann hneigði sig og áður en Jenny gat svarað, var hann farinn. Þannig hófst kunningsskapurinn, og niðurstaðan varð sú, að verkfræðingurinn varð tíður og kærkominn gestur hjá ma- dame Lagraulét. Þar sem hann varð vinnu sinnar vegna að ferðast mikið um landið, átti hann bíl sjálfur og bauð iðulega Jenny og móður hennar í smáferðir með sér. Þær voru báðar hrifnar af honum. Fólkið í bænum, sem sá þau svo oft saman, var ekki lengi að koma með at- hugasemdir. — Hann er áreiðanlega trúlofaður henni, sagði einhver. — Móðurinni eða dótturinni? spurði annar. — Hvað .... auðvitað dótturinni. — Er hún ekki flugrík? — Það er hann nú líka. En mér finnst hann vera of gamall handa henni. — Henni finnst það ekki, þar sem hún lætur hann ekki í friði, sagði móðir þriggja ógiftra dætra. — Það er ómögulegt? Það stafar auð-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.