Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 7

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 7
Nr. 44, 1939 V I K A N 7 — Bráðum deyrðu! segir Bette Davis við sjálfa sig í kvikmyndinni „Dark Victory“. Myndin sýnir unga konu, sem veit, að hún á skammt ólifað. Þrátt fyrir það kynnist hún ástinni, en þegar stund- in kemur, stendur hún sig vel. Hún lætur hann ráða. Læknirinn verður ástfanginn af henni og blður hennar þegar uppskurðinum er lokið. Þau ætla sér að búa upp í sveit, þar sem hann geti stundað læknavísindi í ró og næði. Kvöldið fyrir brúðkaupsdaginn verður henni ljóst, að hún er dauðadæmd. Hún Bette Ðavis sem hinn dauðvona milljónamæringiir heldur, að ást læknisins sé tóm meðaumk- un og ætlar að yfirgefa hann. Hann reynir að koma vitinu fyrir hana, segir, að öll deyjum við, og fæstir viti, hvenær, en hún sé svo heppin að vita, hvenær stundin komi og geti því verið örugg og róleg. Þau giftast. I sveitinni lifa þau kyrrlátu lífi og minn- ast ekki á það, sem yf'r vofir. Flann vinn- ur á rannsóknarstofu sinni, og hún gætir hans. Þau eru bæði ánægð, þar til stundin er að koma, einmitt þegar hann verður að fara að heiman. Hún sendir hann brosandi í burtu. — — Kvikmyndastjórarnir Warner Bros eru ekkert hræddir við, að þeir tapi á því að hafa endirinn þannig. Þeir álíta, að fólk sé nógu þroskað til að horfa á þessi sorg- legu endalok. Þeir eru ólíkir öðrum kvik- Framh. á bls. 17. Bette Davis getur brosað þrátt fyrir allt. Hér sést hún með leikaranum isetta Davis og George Brent. Brent leiltur lækninn, sem varð ástfanginn Humprey Bogart. af sjúklingi sinum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.