Vikan


Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 02.11.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 44, 1939 Suzzara — Ijótt nafn á ljótum stað. Ég hefi aldrei komið þangað, en þar er áreiðanlega ljótt. Veitingaskálinn er fullur af flugum .... Penninn var svo harður, að hann risp- aði pappírinn og stakk göt á hann, svo að ég neyddist til að hætta að skrifa til að geta gefið reiði minni lausan tauminn. Ég hafði gilda ástæðu til að vera í illu skapi. Ég fór út úr lestinni á þessari f jár- ans stöð til þess að fá mér kaffibolla, og meðan ég var að drekka hann, fór lestin af stað og skildi mig eftir. Vinur minn æpti út um gluggann, að hann skyldi sjá um ferðatösku mína og skila henni heilu og höldnu í Milano. Ég var ekkert hrædd- ur um töskuna, en hvernig færi um sjálfan mig? Ég varð að bíða í þrjár stundir eftir næstu lest. Ég lagði frá mér naglann, sem mér hafði verið fenginn í stað penna, og leit í kringum mig, á blettótt marmaraborðin fjögur, veggina og óhreint framreiðslu- borðið með óhreinu glerkrukkunum. I einni voru fornfálegar kexkökur, brjóstsykur í annarri og rykugar makkarónur í þeirri þriðju. Við eitt borðið sat vel klæddur mað- ur, á að gizka þrjátíu og fimm ára að aldri. Hann hafði hrokkið hár og notaði gullspangagleraugu. Andlit hans var gáfu- legt og svipmikið. Hann horfði stöðugt á mig með hýrum augunum og hæðnisdrátt- um kringum munninn. Ég starði á hann til þess að reyna að gera honum skiljan- legt, að mér líkaði ekki að horft væri á mig, en hann virtist aðeins stara þess harð- ara. Svo reis hann allt í einu upp, tók hatt- inn sinn upp af borðinu og kom þangað, sem ég sat. — Með yðar leyfi .... — En .... vissulega .... — Þér hljótið að þekkja mig .... — Ég er viss um, að það geri ég ekki. — Ó, afsakið .... Hann virtist dálítið hissa. —- Ég þekkti yður, svo að ég hélt ... og auðvitað þekkja allir mig .. . ég er Frezzi, þingmaður. — Ó, einmitt! Ég hneigði mig svolítið. — Jæja, ég skal þá útskýra þetta. Ég sá hina ágætu grein yðar um þingmenn- ina í blaðinu. Ég les alltaf allt, sem þér skrifið, skal ég segja yður. Ég hefi alltaf svo mikla ánægju af verkum yðar. — Gerið svo vel að hæla mér ekki að óverðskulduðu. — Það er alls ekki ætlun mín — til þess er ég alls ekki hingað kominn. Sjáið þér til .. . ég skal ekki vera langorður, ég þarf ekki að segja mikið . . . en mig langaði til að segja yður, að ég er aðeins þingmaður af tilviljun. Faðir minn var þingmaður, sömuleiðis föðurbróðir minn, og ennfremur tengdafaðir minn, þegar ég kvæntist. Og það var alltaf ætlunin, að ég yrði þingmað- ur Montecitorio. Það var stétt eða staða, eða hvað þér viljið kalla það, og alveg eins gott og hvað annað. Nú segið þér, að þingkosningar séu óþarfa byrði á almenn- ingi, og sá, sem eigi mestu persónulegu vinfengi að fagna, komist á þing, og ekk- ert annað komi raunverulega til greina. Ég álít þetta alveg rétt. Þér skuluð ekki halda, að ég sé hrifinn af þessum tvö þús- und fíflum, sem kusu mig.' Ég kysi miklu I Smásaga eftir Dino Provenzal. ............................... heldur, að einhver einstakur maður hrós- aði mér — þér, til dæmis ... — En ég sagði yður ... — Já, þér hafið á réttu að standa. En takið nú eftir . . . Ég er rétt að því kom- inn að gera alveg sérstaklega heimskulegt glappaskot. Nei, í öllum bænum, hlægið ekki. Ég tala í fullkominni alvöru. Ég held virkilega, að þér getið hjálpað mér út úr þessu. Mér datt það strax í hug, þegar ég sá yður koma inn. — En ... — Þér ætlið auðvitað að segja, að ég þekki yður ekki. Þér getið sagt það, en það væri ekki satt. Ég þekki yður miklu betur en fjölda fólks, sem aldrei á æfi sinni hefir sagt við mig hreinskilið eða skynsamlegt orð. Ég hefi líka beðið ósköp- in öll eftir yður. Hafið þér aldrei þráð að gera einhvern að trúnaðarmanni yðar — einhvern, þann fyrsta, sem þér mætið — eða taka í handlegg einhvers og biðja hann að hjálpa yður, svona ? Mér finnst ég hafa misst allan viljakraft. Mig vantar einhvern til að byggja upp hugrekki mitt, og til að taka í hnakkadrambið á mér og ýta mér aftur inn á rétta leið. Mér er sama, þótt hann hristi mig og sparki í mig, ef að- eins ... Það var auðséð, að honum leið illa. Hann roðnaði ákaflega og þurrkaði svit- ann af enninu —en ef til vill gerði hann það aðeins til að hylja andlit sitt. — Ja, ég veit ekki — en í öllu falli — ef ég get eitthvað hjálpað yður .. . — Það vona ég, að þér getið. En gerið það fyrir mig — að spara kaldhæðni yðar, þótt hún sé aðdáanleg. I grein yðar um þingmennina talið þér um, hve þægilegt það sé að fá ókeypis far með járnbraut- unum, snöggvaferðir til Róm, og litlar íbúðir með húsgögnum .. . þetta getur ver- ið .. . en ég er ekki af því taginu, sjáið þér. Ég á konu og yndislega litla dóttur í Milano, og ég ér . . . nú, stakur einkvænis- maður, — og mér hefir aldrei veitzt það erfitt. Og nú hefir óskaplegt slys komið fyrir. Afsakið — en eruð þér ef til vill kvæntur ? — Nærri því. — En . . . sagði hann, alveg í öngum sínum, — ef þér eruð að skopast að mér . . . þér meinið . .. ég á við . . . afsakið .. . ég skal ekki ónáða yður lengur .. . Ég kenndi í brjósti um hann, hvað hann var utan við sig, tók vingjarnlega í hönd hans, og sýndi honum með einu augnatilliti, að ég beið eftir, að hann héldi áfram. — Það er mjög einfalt, þetta, sem kom fyrir mig. Fólk eins og þér ritið smásögur um þess konar . .. ég á við .. . ég er orð- inn ástfanginn af annarri. Ég veit, að það virðist vera óttalega hlægilegt, en það er það í rauninni ekki. Ekki með mann eins og mig. Ég er nefnilega ekki ánægður með smávægilegt æfintýri og að taka fram hjá konunni minni og þannig lagað. Ef ég fæ þetta stefnumót, sem ég er að vonast eftir (hann leit snöggt á klukkuna) ... ég þrái það og hræðist það í senn, sjáið þér ... þá væri ég vís til að segja: — Við skulum fara burt og vera alltaf saman, og skrifa svo konunni minni og biðja hana fyrir- gefningar, og fyrirgera sálu minni í þokka- bót. — En segið mér — eru ekki einhverjar utanaðkomandi hindranir í veginum? Er þessi unga kona alveg frjáls? — Já; maðurinn hennar hljóp frá henni og fór til Ameríku með annarri konu; þessi auðvirðilegi þrjótur . .. — Já, alveg rétt. — Ég veit, hvað þér meinið, þér meinið, að ég verði líka auðvirðilegur þrjótur á morgun. En hvaða gagn er að því? Ég veit ósköp vel, að það verð ég, en það hjálpar ekkert. Ég hefi engan kjark til að standa á móti því. Og eftir eina klukku- stund, þegar lestin kemur til Brescello, mun ég stökkva inn í hana, grúska í áætl- uninni , bisa við ferðatöskuna mína og ríf- ast við umsjónarmanninn og hamast með augum og munni og eyrum og höndum til að bæla niður samvizkuna . . . það gerði ég alltaf þegar ég var lítill, ef ég var í einhverjum vandræðum. Og ef samvizku- bitið stingur aftur upp höfðinu, mun ég svara: ,,viljalömun“. Það er einhver sjúk- dómur með því nafni; og hvað getur mað- ur gert að því, þótt maður sé veikur? Ég vildi óska, að mér gæti batnað! — Batnað hvað? Viljalömun eða ást? Hann virtist vera í vandræðum. — Nú, jæja . . . ást. — Það er ekki ákaflega erfitt. Þykir yður vænt um fjölskyldu yðar? — Ég elska hana blátt áfram. Ég kvæntist vegna ástar. Konan mín er ung og lagleg, og litla dóttir mín ... Hann tók upp veski sitt og sýndi mér Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.